Vikan


Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 37

Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 37
ÁSTARSAGA FRÁ PARlS vísað til borðs i glerbúrinu i fram- stafni hans. Vélarnar rumdu, og Parísarinn rann hægt frá árbakk- anum og tók stefnu á kirkju Vorrar Frúar. Þau sigldu undir brýr, þar sem nokkrir slæpingjar héngu og störðu á fljótið, renndu meðfram árbökkunum, þar sem elskendur sátu á öllum bekkjum og kysstust. 1 þessu glerbúri var maður furðu einangraður gagn- vart háreysti borgarinnar og gauraganginum i bilunum. Þýö tónlist hljómaði úr gjallar- hornum, og nú skaut Borgareyj- unni upp úr miðju fljótinu eins og framstefni á heljarmikium nökk- va. Kveikt var á lampa á borði þeirra, og yfirþjónn rétti þeim matseðilinn. Aimée beið átekta, enda tók sendiherrann að sér að velja þeim réttina. „Það gleður mig, að ég skuli verða til þess að bjóða yður á fyrstu siglingu yðar um Signu og sýna yður Paris frá öðru sjónar- miði en þér eruð vanar”. Hann strauk gráýrt hárið á þunnvöngunum óstyrkum fingrum. Stúlkan áætlaði, að hann gæti ekki verið mikið yfir fertugt, en fannst hann þó ekki hafa útlit fyrir að vera nema eitt- hvað á fertugsaldri. Það, sem henni geðjaðist bezt að, var er- lendi hreimurinn i djúpri rödd hans. „Sjáið þér!” sagði hún. Dökkar útlínurnar á kirkju Vorrar Frúar bar við rökkvaðan kvöldhimininn. „Fyrstu kvöldin, sem ég var I Paris, gekk ég alltaf niöur á ár- bakkana, þegar rökkva tók. Ég var gagntekinn af Paris. Ég er bara sveitastúlka”. „Ég er lika hálfgerður sveita- maður hérna i höfuðstað yöar, og hann hefur alveg gagntekið mig »> Þeim var borið kjötseyði, og þau neyttu kvöldverðarins, meðan báturinn renndi kringum báðar eyjarnar. Aimée drakk kampavin, og viö það tók hún aö gerast ræðnari. „Mér hefur alltaf liðið hér vel. Ég saknaði ...” v „Viss manns?” „Nei, ég ætlaöi aö segja ein- hversog meö því á ég viö meira en einhvern mann. Það er ekki gaman að hafa litil auraráð og engan, sem manni þykir vænt um. Dagarnir verða svo langir”. BÁTURINN renndi nú niður eftir Signu, framhjá Louvre, sem kastljósin vörpuðu skærri birtu á. „Það er skritiö, að ég skuli hafa þjáðst eins og þér. Ég gæti veriö mjög hamingjusamur, en ég ,er það ekki. Það er eins og mig vanti lika eitthvaö, — en ekki I kvöld ...” Hann mannaði sig upp og flýtti sér að hella meira kampavini i glösin þeirra. Það freyddi örlitið yfir barmana. Hann döggvaði visifingurinn i froðunni á glas- barminum og bar hann upp að eyranu á Aimée. „Má ég? Það boðar ham- ingju”. Stúlkan skynjaði þetta ekki sem ástaratlot, helduf þægilegan svala. Maðurinn hélt höndinni kyrri nokkru lengur en hann hefði þurft. „Francois gerir þetta lika”. „Hver er Francois?” „Æskuvinur minn”. „Hvað gerir hann?” „Hann er landmælingamaður”. „Hann er sannarlega heppinn! Mælir hann líka, hve mikil gæfa það er að vera vinur yðar?” „Nei, eins og stendur er hann að mæla Afriku”. „Afrika er stór, hann verður aldrei búinn að mæla hana!” „Hann mælir ekki nema litinn hluta af henni. Hann kemur heim eftir þrjá daga. Hann á heima andspænis mér, hinum megin ár- innar, Leiru”. „Elskar hann yður?” Stúlkan hrökk við, og maðurinn baðst afsökunar. „Afsakið, ég er vist of hispurs- laus”, sagði hann. „Alls ekki, og ég get sagt yður: Ég kem til meö að elska hann.” Nú var diskurinn hennar tekinn, og hún roðnaöi, en ekki vegna játningar sinnar, heldur vegna þess að þjónninn hafði heyrt, hvað hún sagði. Þau fóru nú framhjá Concordetorginu og stefndu i áttina til Auteuil, milli raða af kuldalegum nýjum húsum annars vegar og verksmiðjanna hins vegar. „Afhverju buðuð þér mér út i kvöld?” „Af þvi mér leizt svo vel á and- litiö á yður i morgun”. „Bara i morgun? Og nú hafið þér séö mig i heilt ár. Þér eruð býsna lengi að átta yður á hlut- unum. Nei, það var ekki af þvi”. „Nei, það var ekki af þvi”. „En af hverju var það þá?” Hún horfði beint i augu hans, og hann leit ekki undan. „Viljið þér endilega vita, af hverju það var?” „Já”. „Af þvi mér varð litið á hnéð á yður, þar sem þér stóðuð við vegginn og voruð að taka af yður skóinn. Það er fallegasta hné, sem ég hef séö. Það er ...” „Þakk’ yður fyrir, ég veit, hvernig það litur út”. Hún hefði átt að móögast af þessu, en hún gat það ekki. „Eruð þér reiðar?” „Nei”. Þegar þau voru komin til Saint- Cloud, snéri báturinn hægt við. Þaö var komin nótt, og upplýst glerbúrið speglaðist i dökku yfir- borði Signu. Hljódfœrahús Reyhjnuihur (augauegi 96 simi: I 36 56 Þér lærið nýtt tungumál á 60 tímum! Llnguaphone lykillinn að nýjum heimi Tungumálanámsheið á hljámplötum eða segulböndum: ENSKA, ÞÝZKA, FRANSKA, SPANSKA. PORTUGALSKA. ITALSKA, DANSKA. SÆNSKA. NORSKA, FINNSKA. RÚSSNESKA, GRlSKA. JAPANSKA o. fl. Vcrð aðeins hr. 4.500- MBORGUNARSKILMALAR Einar Farestveit & Co. hf., raftækjaverzlun. Befgstaðastræti 10, sími 16995. . . . Ef þér gerið kröfur til snöggrar fryst- ingar, sem lengirgeymsluþol matvælanna, þá uppfylla KPS fystikisturnar kröfur yðar. 270 og 400 lítra kistur á lager. Frysting allt að -35°. Mjög góðir greiðsluskilmálar. KPS fyrir vandláta. 34. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.