Vikan


Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 4

Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 4
¥ Hvað er verið 1 að skamraa mann? Eru þetta ekki Sommcr-teppin Jrá Litaveri sem þola allt^P Teppin sem endast endast og endast á stigahús og stóra gólffletí Sommer teppjn eru úr nælon. Þa5 er sterkasta teppaefnið og hrindir bezt frá sér óhreinindum. Yfirborðið er með þéttum, lá- réttum þráðum. Undirlagið er áfast og tryggir mýkt, sfslétta áferð og er vatnsþétt. Sommer gólf- og veggklæðning er heimsþekkt. Sommer teppin hafa staðizt ótrúlegustu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu jámbrautarstöðvum Evrópu. Við önnumst mælingar, lagningu, gerum tilboð og gefum góða greiðsluskilmála. Leitið til þeirra, sem bjóða Sommer verð og Sonrmer gæði. UTAVER GRENSÁSVEGI 22-24 SÍjMAR: 30280 - 32262 PéSTURINN Jón Þór Elsku Póstur! Svo stendur á að ég er hrifin af strák sem heitir Jón Þór en ég veit ekki hvort hann er hrifinn af mér. Við hittumst oft í strætó eða þá niðri í Halla Þór, en það er búð og byggingar. Og vin- kona mín segir að hann sé alltaf að horfa á mig og ég finn það oft sjálf. Allar stelpurnar í öðr- um bekk eða flestar í Árbæjar- skóla eru hrifnar af honum en hann er í Landsprófi. Þú hefur gefið svo mörgum ráð um svona mál, til dæmis vinkonu minni, og hún fór eftir því og nú er hún með stráknum sem hún var hrifin af. Og láttu nú þetta ekki í ruslafötuna, ég elska hann út af lífinu og gæti dáið fyrir hann. Hvað lestu svo úr skriftinni, — hvernig er hún? Ástfangna J. Fyrst hann er alltaf að horfa á þig, þá er það nokkuS í áttina. GerSu þér bara aS reglu aS horfa nokkuS stíft og einarSlega á hann á móti; þá hlýtur hann aS átta sig á hvaS á spýtunni hangir og gefa sig aS þér, svo framarlega sem huginn er ein- hver hans megin. Skriftin er þvi miSur hörmuleg, vægast sagt, og því ekkert úr henni aS lesa. Hvernig á það saman? Kæri Póstur! Hvernig eiga saman Steingeitin og eftirtalin merki: Hrúturinn, Nautið, Tvíburarnir, Krabbinn, Ljónið, Meyjan, Vogin, Drekinn, Bogmaðurinn, Vatnsberinn, Fisk- arnir svo og Steingeit og Stein- geit? Takk fyrir allt gamalt og gott. Hvað lestu úr skriftinni? Steingeit og Hrútur eiga illa saman, Steingeit og Naut vel, Steingeit og Tvíburar heldur illa, Steingeit og Krabbi illa, Steingeit og Ljón heldur vel, Steingeit og Jómfrú vel, Stein- geit og Vog heldur illa, Stein- geit og Sporðdreki sæmilega, Steingeit og BogmaSur heldur vel þegar til lengdar lætur, Steingeit og Vatnsberi vel, Steingeit og Fiskar, getur tekizt sæmilega, þó viðsjárvert, Stein- geit og Steingeit, ágætt. Ur skriftinni má lesa dugnaS og kappsemi. Hann var á Hamranesinu Elsku Póstur! Nú vil ég byrja á því að þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Ég kaupi Vikuna ekki alltaf, en þegar ég kaupi hana, þá les ég næstum hvert einasta orð í henni. þá er nú bezt að é'g snúi mér strax að efninu. Ég hef ekki skrifað þér áður, en hef oft ætlað að gera það. Þannig er mál með vexti að ég er ofsa- lega hrifin af strák sem ég var með í vetur (á balli). Hann var ekki fullur. Hann á heima í Reykjavík, en ég á Þingeyri. Hann var á togaranum Hamra- nesinu frá Hafnarfirði (þá, ég veit ekki núna). Mig langar svo að ná sambandi við hann, en ég veit ekki hvar hann á heima, ég veit bara að hann heitir Óm- ar Svansson, eða Sveinsson og er held ég ennþá á Hamranes- inu. Ég er svo hrifin af honum, og ég held að hann sé eitthvað hrifinn af mér. Ég verð að ná sambandi við hann, annars brjál- ast ég. Vilt þú nú elsku Póstur minn hjálpa mér að komast að því hvar hann á heima og helzt mjög fljótt. Með fyrirfram þökk. Túlla, Þingeyri. P.S. Hvernig er skriftin? Hvað lestu úr henni? Eru margar vill- ur? Hvernig eiga steingeitin og meyjarmerkið saman? í----------^^ Þér er sjálfsagt eins og öðrum landsmönnum kunnugt orðið um hin sviplegu endalok Hamraness- ins, og má efalítið kaliast mildi að þar fór ekki ennþá verr. — Skráðir eigendur skipsins eru samkvæmt blaðafréttum Jón Hafdal og Haraldur Jónsson í Hafnarfirði, en þeir sem gerðu það út siðast voru þeir Bjarni Guðmundsson skipstjóri, Hafnar- firði, og Haraldur Júlíusson í Vogum. Þú gætir prófað að hafa 4 VIKAN 34.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.