Vikan


Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 11

Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 11
Anh Dick þurfti oft að sækja skjólstæSinga sína í Te Ban-fangelsið þegar þeim hafði verið stungið inn f' 'ir vasaþjófnað. legt hjá þér, Dick“, og svo flýtti hún sér út í límosínuna. Daginn eftir sendi hún drengj- unum sjónvarp. — Það var reyndar ekki það sem okkur vanhagaði mest um, sagði Dick. Tvö bensínfyrirtæki, sem hafa auðgazt geysilega á Viet- nam-stríðinu, sendu Dick 100 dollara. Dick var svo sár yfir grútarhætti þessara aðila að hann var að hugsa um að end- ursenda peningana, en gerði það ekki vegna þess að hann var í svo sárri þörf fyrir þá, hann er alltaf í þörf fyrir pen- inga, því hvergi í heiminum er dýrtíðin meiri en í Saigon. Sú starfsemi, sem Dick hef- ur reynt að halda áfram af veikum mætti, væri líklega al- veg úr sögunni, ef blaðamaður frá ,,New York Times“ hefði ekki hitt hann og sagt frá hon- um í blaði sínu. Rétt á eftir var sagt frá Dick og drengjun- um hans í sjónvarpi og þá var myndaður félagsskapur til að safna fé til starfseminnar. En í Ameríku er fólk orðið þreytt á Vietnam, svo Dick er ánægð- ur ef hann fær við og við senda 20 dollara. Nokkrir Vietnambúar hjálpa honum þó; stúdentar, kaþólsk- ur prestur og maður frá æsku- lýðsfélagi. En eins og allir Ameríkanar, er Dick illa séður á götum Saigon, fólkið gerir engan greinarmun, Amerikan- ar eru yfirleitt illa séðir. En Dick er ekki að flýta sér í burtu, eins og landar hans. Til viðbótar heimilinu við Pham-Ngu-Lao eru nú þrjú önnur í Saigon, eitt í Da Nang. Viðgerðarverkstæði frá Honda fyrirtækinu hefur verið sett á stofn í Saigon og landspilda við borgarmörk Saigon hefur verið ræktuð og þar sett upp kanínubú, til að afla fjár og reyna að halda þessum ungl- ingum við vinnu. Nú hefur líka þýzka evangeliska hjálp- arstarfsemin „Brot fúr die Welt“ lofað 80.000 mörkum og þégar það verður að raunveru- leika, þá verður kannski hægt að setja upp heimili fyrir götu- börn og unglinga í Mið-Suður- Vietnam eða við Mekong-ós- hólmana. — Það er bráðnauðsynlegt að setja upp slík heimili um allt. Það eru hundruðir þús- unda barna og unglinga, sem hvorki eiga foreldra eða nokk- urt athvarf, líka um regntím- ann. Það verður að gera eitt- hvað fyrir þessi börn, annars farast þau, ef til vill eru þau nú þegar glötuð. — Ef til vill reyndi ég ekki nóg til að bjarga Hung, sem Framháld á bls. 45. inn laus, vegna þess að hann reyndi að fremja sjálfsmorð. Nokkrum dögum seinna var þessi drengur liðið lík, hann hafði orðið undir vörubíl, vegna þess að hann var svo fatlaður að hann gat ekki forðað sér. Hann var aðeins sextán ára. „Það getur enginn gert sér í hugarlund hvað þessi börn eru búin að ganga í gegnum, segir Dick. — Og þess vegna get ég ekki hugsað mér að yfirgefa þá, fyrr en ég veit að þeir hafi sæmileg lífsskilyrði. En þess verður víst langt að bíða, vegna þess að mannslífin eru ekki hátt metin í Vietnam. Siðspillingin í Saigon er með slíkum endemum að ekki er hægt að lýsa því. Dick er undrandi yfir því hve hinir auðugu láta sig litlu skipta eymdina, sem þeir geta ekki komizt hjá að sjá og vita um. Oft koma fyrir nokkuð kát- broslegir atburðir, eins og þeg- ar ein af fínu frúnum úr sendi- ráði Bandaríkjanna kom í heimsókn í hreysið við Pham- Ngu-Lao. Ilmurinn frá henni smaug út í hvert horn og hún hældi Dick á hvert reipi. „How loyely", skríkti frúin, „dásam- í Saigon einni eru yfir 30.000 götudrengir, sem enginn skiptir sér af og þeir ciga ekki í nein hús að venda. Þeir sofa þar sem þeir eru staddir, stundum á kyrrstæðum vélhiólum. 34. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.