Vikan


Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 45

Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 45
en þeir skoða sjálfa sig á mynd- segulbandi strax að aflokinni æfingu og sjá hvar helztu gall- arnir eru: „Við hlustum til að vita hvar við getum gert bet- ur. Kannski komumst við að því, að allt sem við spiluðum gerðum við á röngum forsend- um. Áheyrendur voru í allt öðru skapi en við, og svoleiðis getur náttúrlega ekki gengið á meðan við erum að spila fyrir fólk. En það er ekki sárt að hlusta á svoleiðis tónleika aft- ur. Við lærum ekki einungis um hljóðfæraleik, heldur einn- ig um upptökutækni.“ Og það sem Grateful Dead vilja helzt gefa áheyrendum sínum á plötum og tónleikum er gott skap og góðar víbra- sjónir. Til að tala fyrir sjálfan sig eingöngu, þá er nóg um góðar víbrasjónir á plötunum þeirra, til dæmis Working- man's Dead og þá ekki síður á sólóplötu Garcia's, sem ber nafn hans. í staðinn fyrir að fara í Sigtún, Sjallann, Al- þýðuhúsið, Tónabæ, bíó, fyllirí eða hvað sem er, þá færi betur að kaupa eina plötu með Grate- ful Dead fyrir hálfvirði upp- talins. Kannski tækist að upp- lifa eitthvað af goðsögninni. ☆ AMERIKUMAÐUR 1 SAIGON Framhald af bls. 11. var sá fyrsti og kom mér út í þetta, segir Dick. — É'g veit að hann er ekki raunverulega vondur. Hann er nú örugglega kominn á aðrar brautir, brýtur meira af sér og verður dæmd- ur til meiri refsingar. En það er eingöngu vegna þess, sem stríðið hefur gert honum. I HOMI NÆTURINNAR Framháld af bls. 35. snögglegu veikindum, greip hann strax ákveðinn grunur: meltingartruflun, höfuðverkur, skjálftaköst, krampi, and- þrengsli, fölnað hörund . . . Vitanlega gat þetta allt verið afleiðing af lifrarsjúkdómi, og þurfti ekki að standa í sam- bandi við hvarf eiturs, sem veldur þessum sömu einkenn- um. Hann vissi ekki þá, að Vera þekkti dr. Albers. Grun- ur hans var ekki annað en grunur. Hann sagði því ekkert, því það að koma upp um Veru var ekki í samræmi við fyrir- ætlanir hans. En þetta atvik gaf honum fyrstu upplýsing- arnar og það einstæðar upp- lýsingar. Nú var ekki lengur um að villast. Það var furðulegt og næst- um gremjulegt, að Vera, með alla sína greind, skyldi hafa vanmetið greind hans og njósn- arhæfileika. Hann hefði bein- línis orðið að hafa undirmáls- greind til þess að rekast ekki á sannleikann. Til dæmis var, meðal skjala hans, skýrsla um viðtalið við skógarhöggsmenn- ina. Aðeins Vera, eða óþekkta persónan (og þrátt fyrir klaufa- lega tilraun hennar, áreiðan- lega ekki móðir hans!) gátu hugsanlega hafa skorið á ístaðs- ólina, og laumað sprengjunni inn í bílinn, en hvað tréð snerti, var þriðji möguleikinn til. Eins og brátt kom í ljós, höfðu skógarhöggsmennirnir sjálfir fellt tréð þá um morg- uninn. Vera hafði bara rekizt á það af tilviljun. Þær eru all- ar eins: þær fara að oftreysta sjálfum sér og halda að mönn- um sjáist yfir það auðsæjasta. Veru tókst aðeins í eitt sinn að blekkja hann til fulls. Hann hafði í fyrstunni trúað henni um samband hennar við Timo- thy. Þá hafði hann orðið skelfd- ur, af því að það kollvarpaði öllum kenningum hans. En hann hafði fljótlega áttað sig aftur. Robert greip símann og valdi númer. — Heima hjá Reeder. Það var stúlkan, sem svaraði. — Dellmer hér. Get ég tal- að við prófessorinn? — Því miður er prófessorinn ekki heima. — Lofið mér að tala við frúna. Þögn, en svo heyrðist róleg rödd hennar. — Góðan dag- inn, dr. Dellmer. Er það satt, sem maður er að heyra, að þér séuð að yfirgefa okkur? Hann heyrði hringla í armböndunum hennar. — Já, ég verð að fara burt. — Við söknum yðar. Allir vita, hve fær þér eruð. — Það kemur maður í manns stað. — Vafalaust. Það er allt fullt af duglegum ungum mönnum. Hún hló silfurskæra hlátrin- um sínum. — Er stúlkan ennþá inni hjá yður? — Nei, hún er nýfarin út. — Getum við hitzt í kvöld? — Ég held ekki, Robert. — Nei, þú hefur aldrei hald- ið það. En þú hefur samt kom- ið, öll þessi ár. — Ég fyrirleit sjálfa mig fyrir það, sagði hún gremju- lega. í huganum sá Robert hana frammi fyrir sér, með ljósa hárið greitt aftur af kúptu enn- inu, en augun skyggð af fyrir- litningar-skuggum. — Ég veit það. — Veizt það? Ég lét aldrei á því bera. — Já, það heldur þú, en gleymdu því ekki, að ég er geð- læknir. Þú barðist hetjulega. Þú varst sterk, en ástríðan var sterkari. Og það var töfrandi að sjá þig lúta í lægra haldi. — Þú ert með kvalalosta. Robert brosti. — Hittumst við í kvöld? í í síðasta sinn. — Nei, sannarlega ekki, Ro- bert. Hvað verður um húsið? — Ég hef þegar selt það. Mundirðu kæra þig um hús- gögnin? — Nei. Úr því að Vera kaus að deyja, gæti ég ekki litið á þau oftar. Þú verður líka að taka aftur við armböndunum. Þau voru keypt fyrir hennar peninga, og voru alltof dýr. Þetta var líka alger óþarfi. Ég er ekki launuð hjákona. — Kemurðu eða kemurðu ekki? — Ákveðið ekki. Nú geturðu losað þig við lélega bílinn þinn og keypt þér annan betri. Þó þú komir til að kveðja, verð ég ekki heima. Ég kunni ágæt- lega við Veru. Augun hennar, Robert! Þessi biðjandi, sorg- bitnu augu! Ég þoldi beinlínis ekki að horfa á hana. Eg hef þjáðst hræðilega, en dauði hennar hefur gert mig frjálsa. Ég óska þér alls hins bezta. — Lisa, bíddu! æpti hann. — Mona Lisa- því að það hafði hann skírt hana á viðkvæmum stundum — vegna þess, hve órætt brosið hennar var. En hún hafði þegar lagt sím- ann á . . . Dásamlegt leikfang þessi kona. Þessi blekkjandi hreinlífisrödd og þessi stráka- legi líkami hennar! Þetta hafði verið skemmtilegt samband — án tára, án rifrildis, án vona eða skuldbindinga, án hættu. Sérlega yndislegt. En þarna gat orðið breyting á. Hingað til hafði hún verið ófáanleg til að leggja þjóðfélagsstöðu sína í hættu eða missa hana. Þó voru nú Halensee-milljónirnar þungt lóð á metaskálunum. Það var betra að draga sig í hlé í tæka tíð. Robert sendi uppsögn sína. Margir höfðu alltaf haft andúð gegn honum. einkum glæpa- vitfirringar, og þó sér í lagi konan hans. Þetta hafði honum dottið í hug meðan á stóð rétt- arhöldunum yfir Rosemarie Halensee, og svo hafði þetta orðið að úthugsaðri ráðagerð. Strax við byrjunarrannsóknirn- ar höfðu grunsemdir hans, styrkzt og orðið að vissu. Hann brosti þegar honum datt í hug, hve barnalega Vera hafði lýst þessari gagnsæju fjarverusönn- un, sem hann hafði sjálfur lagt upp í hendurnar á henni: það hefðu ekki liðið nema sekúnd- ur áður en Weber sá móður hennar. Já, það er svei mér hægt að vera fljótur að hverfa í skógi! Þetta hjónaband hans við sjúka konu hafði verið þreyt- andi. Eins og allir glæpamenn, var hún Eifskaplega hégóma- gjörn. Það hafði orðið að beita mörgum sálfræðilegum brögð- um, til þess að koma henni til að rífa niður þessa upphöfnu persónu sína. Það var nú meiri þrautin! En það hafði borgað sig. Nú ■ var hann forríkur maður. Hann skyldi skoða heiminn, en í þetta sinn í heilbrigðum og glöðum félagsskap. Lífið var girnilegt. En hann hafði nú samt ekki fært fórnina vegna peninganna einna saman. Réttlætiskennd hans var líka fullnægt. Robert Dellmer var ofstækisfullur rétt- lætisdýrkandi. Hann hafði leitt þetta margfalda morðkvendi áleiðis til réttlátrar refsingar. Vera hafði hikað andartak frammi á hengifluginu, því að hún var ekki eins hugrökk og hún hafði sjálf haldið. Hún var ekki jafnsterk og móðir henn- ar. Að lokum hafði Robert orð- ið að hjálpa henni ofturlítið til — hann hafði hrint henni fram af brúninni. (Sögulok). •u-*’1 — Já, ég hef haft nokkra sjúklinga með þennan sjúk- dóm, en þeir eru allir dánir! 34. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.