Vikan


Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 42

Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 42
skýrslu Partingtons, að vélin hefði lent rétt, en slðan steypzt kollhnls, og hefðu skrúfublöðin brotnað við veltung. Aðspurður, hvort sllk slys væru algeng, svaraði Wentworth, að ekki gætu þau talizt það, en þó hefði hann vitað um tvö eða þrjú sllk slys I seinni tið, sem eftirlits- maður. Ef flugmaðurinn beitti stýritækjunum ofmjög fram I lendingu, væri hætta á því, að vélin ræki nefið I jörðina og ef svo færi, mundi kastið á henni fleygja henni fram yfir sig. Þar sem þarna væri um að ræða renn- sléttan völl, væri sér nær að halda-, að flugmaðurinn hefði misbeitt stýrinu, með þeim af- leiðingum, að vélin hefði steypzt. Sýnilegt væri, að hún hefði verið á talsverðri ferð, þegar hún steyptist á jörðinni. Benzlnlekinn stafaði frá gati, sem komið hafði á geyminn við áreksturinn. Wentworth höfuðsmaður kvaðst hafa sannfært sig um, að Vilmaes hefði verið útlærður flugmaður. Einnig hafði hann fengiðskeyti frá Bruxelles um, að vélin hefði komið þangað um há- degi þann 2. júli. Partington hafði sagt honum, að hún hefði lagt af stað klukkan 7 um morguninn. Flugið hafði þvl tekið um 5 klukkustundir, sem mátti teljast hæfilegt, miðað við vélina og vegalengdina. Flugmaðurinn hafði farið af flugvellinum, en komið þangað aftur, skömmu fyrir klukkan 10 að kveldi. Þar hafði hann spurt um veðurútlit, og heyrði, að það væri gott, en þö hvass vestan- vindur sunnantil á Norður- sjónum. Hann vissi, að það mundi tefja fyrir sér, en hins- vegar gerði það ekki til, þar sem hann vildi ekki lenda I dimmu, hvort sem var. Hann lagði þvl af stað frá Bruxelles kl. 10 og ætlaði að lenda um kl. 4 næsta morgun. Skjöl þau, er fundust á flugmann- inum, voru að öllu leyti I lagi. Nú var vitnaleiðslunni lokið og dómarinn tók að gefa yfirlit, sem var óþarflega langort. Hann gat þess, að enn hefði engin grein verið gerð fyrir þvi, hversvegna hinn látni hefði allt I einu tekið það I sig að snúa tafarlaust aftur til Englands, en ástæðan hlaut að vera sú, að hann hefði frétt eitt- hvað, eftir að hann kom til Bruxelles, sem gerði það nauð- synlegt, og meira að segja að fljúga að næturlagi. Það virtist styrkja þessa tilgátu, að hann hafði veifað til Partingtons, eins og hann hefði eitthvað árlðandi að tilkynna honum. Hvað það var, yrði sennilega aldrei vitað, enda væri það þessu réttarhaldi óvið- komandi. Orsökin til slyssins væri augljös, af vitnisburðum þeim er fram hefðu komið. Sennilega hefði ungi maðurinn verið svo ákafur að flýta sér að tala við húsbónda sinn, að hann heföi ekki gætt nægilegrar var- kárni við lendinguna, og því farið sem fór. Dómarinn talaði enn um stund, óþarflega langort, en að llkindum ætlað fréttariturum blaðsins þar á staðnum, og kvað loks upp þann úrskurð að maðurinn hefði látizt af slysi, sem ekki væri hægt að kenna neinum öðrum um. Everley fulltrúa létti sýnilega, þegar þetta var loks á enda. — Það var nú það, tautaði hann við sjálfan sig. 3. kafli. Þegar Everley loksins slapp út úr hinu kæfandi andrúmslofti I veitingahúsinu, sá hann Heath lækni, sem var að tala við nokkra þorpsbúa þar úti fyrir. Læknirinn var mjög vinsæll maður I Quarley-þorpi og alltaf til I að skrafa við hvern, sem hann hitti. Þetta vissi Everley og ætlaði þvi að láta sér nægja að kinka til hans kolli og komast að bilnum slnum. En Heath læknir losaði sig við mennina og kom til hans. — Ég var að biða eftir þér, sagði hann. — Þér liggur vonandi ekki svo mikið á til Waldhurst strax? Þú getur eins vel komið til mln og ég skal gefa þér te eða viski, hvort sem þú heldur vilt. Sjálfur þarf ég að fá einhverja hressingu, ef ég á að halda lifi. Everley hikaði. Hann vissi, að ef hann gæfi lækninum þetta færi á sér var ekki vist, hvenær hann slyppi frá honum aftur. — Þakka þér fyrir, læknir, en .... — Vitleysa! greip læknirinn fram I. — Ég sé alveg, að þú hefur ekkert áriðandi fyrir stafni. Komdu nú! Hann leiddi fulltrúann með sér, næstum með valdi, og dró hann inn I húsið sitt, sem var vistlegt og var eKki nema I nokkurra skrefa fjarlægð þaðan sem þeir stóöu. — Gerðu svo vel! sagði hann og setti viskl og sódavatn fyrir gest sinn — Fáðu þér nú einn. Ég er viss um, að hvaða læknir, sem er, mundi fyrirskipa þér einhverja hressingu, áður en þú færir að aka til Waldhurst. Þetta var heldur ekki loftslag I salnum þarna I knæpunni, eða hvað fannst þér? Ég var að búast við, að liði yfir einhvern á hverju augnabliki. Everley blandaði sér I glas og smakkaði á drykknum með ánægjusvip. — Það er ekki nema satt, læknir! Ég held mér hafi ekki orðið I annan tlma heitara á ævinni. Ég hlýt að hafa létzt um ein tlu pund á þessum tveim klukkutímum. Læknirinn leit á risavaxinn skrokk fulltrúans og skríkti. — Það hefði nú ekki skaðað þig neitt, sagði hann. — Jæja, en nú er þetta allt afstaðið, sem betur fer. En þetta er meira umstangið áður en hægt er að koma mann- greyinu kristilega I jörðina. Mér fannst alveg greinilegt, hvernig hann dó, og alveg óþarfi að eyða svona mörgum orðum að þvi. — Það er ekki nema satt. Það er nokkurnveginn greinilegt, hvernig vélin hefur steypzt. Mannauminginn hlýtur að hafa beitt stýrinu eitthvað vitlaust. Annars er það ótrúlegt, að vanur flugmaður geri slíkar vitleysur. En var hann ekki eitthvað ör- geðja? Ég þekkti hann aldrei sjálfur, meðan hann lifði. VIÐTAL VIÐ GRÁSLEPPUKARL Framhald af bls. 28. Við sigldum enn á milli og hirtum úr netum. 1 allt hafa þetta sennilega verið svona 40-50 fiskar sem fengust i þessum túr og sömu sögu var að segja af hinum grá- sleppukörlunum, Jóni I Görð- unum og öðrum, sem ég kann ekki að nefna. Björn sigldi upp að þeim og kallaðist á við þá: „Nei, ekki nokkur andskotans fiskur. Það er fjandans brimið, ekki bein að fá.” Sjálfur heyrði ég minnst af þvl sem þeir sögðu, vélarskellirnir yfirgnæfðu það, en Björn talaði við kollega sina jafnvel þegar við vorum komnir 1 15-20 metra fjar- lægð frá þeim. Sá ókunni sagði eitthvað og glotti við og Björn hló dátt, æfingin skapar meistarann. „Það var gaman að fást við þetta á meðan nóg var veiðin”, sagði Björn á leiðinni I land. „í góðu veðri var þetta alveg stór- flnt, þá fór maður út um fjögur- leytið á morgnana og keyrði þetta bara eins og I strætó. Nú er tlðin bara yfirleitt svo slæm, að ekkert fiskast.” Og ekki fitnar Björn á Bjarna- stöðum, fornu stórbýli á Grims- staöaholtinu, I dag. Allavega ekki af grásleppu. En aðra daga veið- ist sæmilega og nóg til þess, að Björn situr inni yfir vetrarmán- uðina með konu og börnum, dyttar öðru hverju að kofa sinum og horfir út á miðin. A meðan er afli hans etinn með góðri lyst bæði á Islandi og I Belgiu, sjálfsagt vlðar, saltaður og hertur. Það var komið hádegi þegar við komum I land og haninn var enn að gala. Hann stóð bisperrtur innan um hænurnar, sem trltluðu I kringum kofana, en forðaði sér þegar ég ætlaði að skoða hann nánar. Grásleppurnar ætluðu aö skoða net Bjössa á Bjarnastöðum nánar og tókst það. ó.vald. 42 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.