Vikan


Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 32

Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 32
Lítil saga um stóra goðsögn GRATEFULDEAD Jerry Garcia, helzta guru hins nýja kúltúrs, þar sem sýra er drukkin með morgunkaffinu. Þrátt fyrir að The Grateful Dead séu rokkhljómsveit, þá hafa þeir í gegnum árin orðið næstum því að lífshætti, stofn- un, þjóðsögu. Allt frá því að hljómsveitin var stofnuð á miðjum sjöunda áratugnum, hefur slegið af þeim sérstökum bjarma, dularfullum og aðlað- andi, allavega í heimalandi þeirra, Bandaríkjunum. Trommuleikari „Dauðans" heitir Bill Kreutzman og hefur hann verið með hljómsveitinni í sex ár, hann kom inní skömmu eftir að hljómsveitin varð til. „Dauðinn“ var sem sé ekki stofnuð formlega, heldur varð hún til smátt og smátt. (Ég vona, að lesendur fyrirgefi mér að kalla þá „Dauðann“, nafn hljómsveitarinnar þýðir jú þakklátur dauði og er það heldur óþjált -— hvað þá hið raunverulega nafn). ,,„Dauðinn“.“ segir Bill Kre- utzman, „er í rauninni einhvers konar samband, sem við reyn- um að koma á á milli okkar og áheyrenda. Annars er dálítið erfitt að útskýra þetta, þegar maður er sjálfur svona afger- andi hluti af því. Betra væri að spyrja einhvern af áheyr- endum okkar.“ Við höfum sjálfsagt flest í langa tíð heyrt talað um „Dauð- ann“ en sennilega hafa færri okkar raunverulega heyrt í þeim — og um engan íslend- ing hef ég heyrt, sem séð hef- ur þá á sviði. Sjálfsagt höfum við fyrst og fremst heyrt um 32 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.