Vikan


Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 26

Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 26
Ekki fitnar Björn ídag Björn átti nokkur net i mynni Skerjafjarðar og Öiínur suður i Hafnarfirði. Fyrst ætlaði hann þó að leggja nokkur til viðbótar og ákvað að byrja rétt suður af Gróttu. ,,Maður verður að passa að vera vel i flútti við húsið þarna,” sagði hann og benti. ,,Það má helzt ekki fara fyrir Esjuhornið.” TEXTI: ÓMAR VALDIMARSSON MYNDIR: SIGURGEIR SIGURJÓNSSON Morgunninn var eins fagur og hægter aðhugsa sér. Sólin skein I austri, fuglar sungu, varla bæröist hár á höfði og ekki nema einstaka ský hékk slyttingslega úti við sjóndeildarhringinn. Þegar mig bar að skúrum grá- sleppukarlanna við Ægisiðu var einn báturinn að leggja frá, i honum voru karl og kona. Þau litu upp og horfðu forviða á manntnn með bankastjóra- töskuna en létu sér svo fátt um finnast og sigldu frá landi. Klukjkan var ekki nema sjö og á slaginu gól hani einhversstaðar i nágrenninu. Þaðvar alls ekki svo skrítið á meðan maður snéri út að sjónurr — skúrar grásleppukari- anna rr inna ekki á nokkurn hátt á stórborg eða hina svokölluðu sið- mennirgu — en snúi maður sér á hæli blasa við skipulagðar raðir steinkassa með steingirðingum, allt i kring. Þá er undarlegt, svó ekki sé meira sagt, að heyra hana gala klukkan sjö að morgni. ,,Það hefur svo sannarlega mikið breytzt hérna siðan ég byrjaði að fara á sjóinn hér”, sagði við mig gamall maður nokkrum dögum áður, þegar ég kom á Ægisiðuna þeirra erinda að hitta Björn frá Bjarnastöðum, grásleppukarlinn, sem ég ætlaði nú með i róður. Gamli maðurinn sem4alaði--var eitthvað að dytta aö kofanum sinum þegar mig bai að og i lúnum augunum blikaði enn glóð, sem minnti mig ósjálf- rátt á Suðurnesjamannakvæði Ólinu Andrésdóttur. „Þegar ég man fyrst eftir þessu hérna,” hélt gamli maðurinn svo áfram, „voru hér tún upp um allt, þá ■ voru hér stórbýli. Nú er ekkert eftir af þeim nema Garðarnir”, og hann benti suðureftir heim að Görðum. „Jón i Görðunum og Bjössi á Bjarnastöðum eru þeir einu, sem enn fást eitthvað að ráði við grásleppuna. Og Bjössi sá eini, sem gerir ekkert annað,” bætti hann svo við. „Saknarðu gömlu bæjanna?” spurðiég. „Vildirðu að þessi nýju steinhús væru horfin?” Hann snýtti sér hressilega. „Fjandakornið!” sadði hann. „Nei, það vildi ég svofsannarlega ekki. Það voru bölvaðir kofar. Þá held ég að þaðlsé einhver munur á þessum Húsum”, og hann sveiflaði hendinni i stóran boga, sem tók yfir; alla Ægi- slöuna, stór húsin með stórum Á milli lagna þarf að róa — og er af görðum og stórum bilum fyrir utan. „Þessir litlu kofar voru is- kaldir, ljóslausir og þröngir ... Og svo voru þeir svo andskoti ljótir! ” A þessum fall^ga morgni stóð ég við sama kofann og beið eftir Birni Guðjónssyni, sjómanni frá Bjarnastöðum, sem nú býr i einu húsanna við Ægisiðuna. Hann lét ekki biða lengi eftir sér, þvi ég var vakinn af hugrenningum minum þegar djúp karlmanns- rödd sagði: „Er þetta kannski nýi hásetinn?” Það tók ekki langan tima að setja bátinn á flot. Björn setti taugina úr honum í Broncoinn, sinn og lét bátinn renna niður eftir brautinni, ryðguð er hún að vlstí, en gerir sama gagnið og glansbrautirnar á Arnarnesinu. Kojnin var gola og Björn sagði að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.