Vikan


Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 38

Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 38
„Að hverju dáist hann Francois mest hjá yður?” „Ætli honum geðjist ekki jafn- vel að öllu ...” „Ætlið þér að giftast honum?” „Það hefur hann alltaf viljaö. Hann hefur alltaf verið að skrifa mér og hefur fengið mig til að lofa þvi að biða eftir sér. Þess vegna er það nú, sem ég hef hagað mér eins og siðsöm telpa i Paris. En þetta er nú vist þreytandi að hlusta á”. „Ekki þreytir það mig. Ég hef aídrei talað svona við neina unga franska stúlku fyrr, og þér verðið vafalaust sú eina, sem ég tala þannig við. Ætli ég komi ekki framvegis til með að dæma þær allar eftir yður ...?” „Þá ábyrgð er ég mjög ófús að taka á mig”. „Það er nú um seinan að skor- ast undan þvi. Ég hef notið mjög yndislegs kvölds, og það á ég yður að þakka”. „Það sama get ég sagt”. Þau lyftu glösunum. „Skál fyrir hamingju yðar!” „Og skál fyrir yðar!” „Við látum þá æskuár yðar vera gleymd og grafin”. „Ætli það sé nú ekki kominn timi til þess”. Seinna um kvöldið lagðist bát- urinn að Solferinobakkanum. Þau stigu upp i bflinn og óku hægt eftir götunum, þar sem enn var slangur af fólki. Aimée var öll önnur en hún var vön að vera og botnaöi ekkert i þvi. Hún hafði svaraðbeinskeyttum spurningum þessa alvarlega manns með opin- skárri játningum en hún heföi svarað.sjálfri sér. „Mikið mundi mig langa til að dansa núna”, sagði hún. Og eins og til aö afsaka tilmæli sin, lagöi hún höndina á bflstýrið viö hönd Péturs og dró hana ekki að sér, þó hann gældi við fingur hennar. Klukkan 6 um morguninn óku þau um Boulogneskóginn. Aimée hallaöi sér aftur á bak i sætinu og horföi á trjákrónurnar llða fram- hjá, þar sem þær bar við ljós- gráan himininn. Hún hafði liöið áfram I ljúfum dansi I örmum manns, sem hún gat ekki sagt, að hún heföi þekkt daginn áður. Hún haföi hlegið og verið hamingju- söm. Þau höfðu eytt heilli nótt með fullmikilli léttúð. Hás rödd hans hafði nægt til þess, aö stúlkan hafði gleymt stað og stund. Allt hafði virzt svo dásam- lega auðvelt I návist hans. Hún hafði notið þess að láta dekra við sig, hún, sem haföi unnið fyrir sér við nám sitt með kennslu, hún, sem aldrei hafði heyrt móður slna tala um annað en sparneytni, hún, sem átti aö giftast Francois landmælingamanni i Bamako. En núna — i morgunsárinu — komu eftirköstin. Hátlðastundir eru alltaf of skammvinnar. Stúlkan fann til höfuðverkjar af MIÐAPRENTUN Takiö upp hina nýju aðferð og látið prenta alls konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, til- kynningar, kvittanir o.fl. á rúllupappír. Höf- um fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmis konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLÝSINGA HILNIR hf Skipholti 33 - Sími 35320 eintómri þreytu. Þau komu að litlum vínveitingastað við ár- bakkann. Hann var opinn vegna sjómannanna. Þar settust þau við litið borð og hresstu sig á brennheitu kaffi án þess að mæla orð frá vörum. Paris var að vakna og umhverfið að verða krökkt af fólki á' hjóli, i strætis- vögnum og hópum, sem komu upp úr neðanjarðarlestunum. Þegar þau stigu aftur upp I bilinn, hallaði hún örþreyttu höfðinu að öxlinni á Pétri og lokaði aug- unum. Hann tók aftur til máls, og hún heyrði orð hans'milli svefns og vöku, en varð þess naumast vör, þegar vagninn nam staðar/ Samt fann hún, að maðurinn strauk enni hennar ástúðlega. „Nú eiga litlar stúlkur að fara að hátta”, sagði hann. Hún heyrði sjálfa sig malda I móinn með þvi að segja, að hún væri ekki lengur litil stúlka, en hann þaggaði niður I'henni með kossum. Andardráttur hans var mettaður léttum tóbaksþef, en ilmurinn af honum hafði löngu heillað hana. Hún opnaði augun og sá andlit með smáhrukkum kringum augun og djúpum við munnvikin. Hún hagræddi með fingrunum silfurgráum hárlokki, sem stóð út I loftið fyrir ofan eyrað á manninum. „Ætlið þér að koma aftur I októ- ber?” „Ég veit það ekki, ef til vill”. „Lofið mér þvi”. „Ég þori ekki að lofa þvl, en mig langar til þess”. Hún staönæmdist v'ið útidyrnar, þar sem hún bjó, meðan hún horfði á stóra bílinn beygja niður á Soufflotgötu. Þegar hann var horfinn, fékk hún ákafan hjart- slátt. Hún tók lykilinn sinn af spjaldinu og flýtti sér upp I her- bergið sitt. A gólfinu stóðu tvær opnar ferðatöskur. Hún lokaði þeim með fætinum, háttaöi i skyndi og fleygði sér upp I rúm, ekki til að flýja hugsanir sínar, miklu fremur til að reyna að höndla brot af þeirri hamingju, sem nú var liðin hjá. Klukkan var orðin 3, þegar Aimée kom til sendiráðsins. Það var óveður I lofti. Fótmál stúlk- unnar var öruggt, og eins og til að sannfæra sjálfa sig, endurtók hún isifellu: „Ég kem aftur, ég kem aftur”. t töskunni hennar lá bréf, semkvaldi hana.Það var seinasta bréfið, sein Francois haföi skrifað henni, áður en hann kom heim. Hann minntist þar á allt það, sem þau ættu að gera, alveg eins og þau höfðu áður gert: skreppa I ferðalög á hjóli, synda.I Leiru. (Hann vonaði, að hún væri oröin betur synd en áður, svo að hann þyrfti ekki að bjarga henni frá drukknun.) Hann minntist á stundirnar, sem þau ættu að verja til þess að segja hvort öðru frá öllu ... og að þau ættu að gifta sig næsta haust... Bréfið þjáöi hana. 38 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.