Vikan


Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 16

Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 16
KONAN í SNÖRUNNI Ný og spennandi framhaldssaga eftir Bruce Graeme Fyrsti hluti. Þegar vélin stöðvaði hreyfilinn, svo að ekki var vafi á þvi, að hún ætlaði að lenda, flýtti ég mér út úr vinnustofunni. Hann hlýtur að hafa séð mig, þvi að hann veifaði til min, eins og honum væri eitthvað mikið niðri fyrir, svo að ég hélt, að hann hefði einhver mikilsverð skilaboð að flytja mér. Hann lenti svo, en þegar vélin hafði runnið nokkur skref, sá ég mér til skelfingar.... I kránni, sem var aðal-sam- komustaðurinn I smáþorpinu Quarley i Essex, stóð yfir réttar- hald ilt af andláti André Vilmaes, sem sagður var belgiskur aö upp- runa. Þetta var á brennheitum jiilidegi, og dalurinn yfirfullur af kófsveittum þorpsbúum. Everley fulltrili, sem hafði komiö frá Waldhurst, af þessu tilefni, þurrkaði ennið á sér, svo að litið bar á og bölvaði í hljóöi dómar- anum, en honum virtist ekkert liggja á að hefja réttarhaldiö. Þó var það svolitil bót I máli, aö dómarinn hafði ekki talið þörf á þvi aö kveðja saman kviödóm. Þá var siður hætta á óþarfa töfum, og nokkur likindi til þess, að réttarhaldinu yröi lokið, áður en Everley lægi dauður af hita- slagi. Honum fannst það óþol- andi, að dómarinn virtist bein- linis njóta hitans, sem allt ætlaöi að drepa, og ekkert þurfa að flýta sér að ljúka réttarhaldinu. Loks kom þó að þvi, að dómar- inn yrði tilbúinn og fyrsta vitnið var kallað fyrir. Þetta var maður að nafni Charles Partington, 47 ára að aldri, til heimilis i Quarley Hall. Aðspuröur um atvinnugrein slna, kvaðst hann fást við vis- indarannsóknir. Partington bar það fram, að likið væri af André Vilmaes, sem var flugmaöur og vann hjá honum til dauöadags. Hinn látni hafði veriö hjá honum i tvö ár og reynzt vel I þjónustunni. Hann hafði fengið skipanir um aö fara varlega og hafði ætið hlýtt þeim skipunum út i æsar. Dómarinn lagaði á sér gler- augun og leit á Partington meö athygli. — Skil ég það rétt, að þér eigið sjálfur flugvél, hr. Par- tington? — Já. Mér finnst hún þægi- legasta tækið til að komast ferða minna. Ég hef samband^vtð ymsa menn, sem vinna á sama sviði og ég, og þarf þvi talsvert oft að ferðast. Hinsvegar er ég ekki út- lærður flugmaður sjálfur og hef þvi orðið að hafa mann til aö stýra vélinni. — Það er þá svo aö skilja, að Vilmaes hafi veriö einskonar bil- stjóri hjá yður? — Já, ef þér óskið að kalla þaö svo. Hann varaf góðum ættum og vel menntaður, og ég skoöaöi hann miklu fremur sem félaga minn en sem hjú mitt. — Dauöi hans hefur þá verið yður mikið hryggðarefni, hr. Partington. Viljið þér nú skýra frá þvi, hvernig hann bar að höndum? — Til þess verð ég fyrst að skýra, hvernig húsum er háttaö þarna I Quarley Hall. Aðalhúsið stendur eitt fyrir sig, hér um bil milu vegar frá þorpinu. Upp að þvi liggur braut frá veginum, og viö endann á þeirri braut er dyra- varðarbústaöurinn. Ég hef engan sérstakan dyravörð og þessvegna bjó Vilmaes I þessum bústað. Handan við húsið og garðinn er engi. Þar er — I þvi horninu, sem næst er húsinu — sérstök bygging, sem ég nota fyrir vinnustofu, en svo aftur handan við engið er flugvélarskúrinn, og áfast við hann Ibúð vélamannanna, sem lita eftir vélinni. Sjálft var engið sléttaö vandlega, til þess að nota þaö fyrir flugvöll og lendingar- stað. Ég hef hér með mér upp- drátt I réttum hlutföilum, sem getur gefið hugmynd um af- stöðuna. Hr. Partington rétti fram samanvafða teikningu, sem dóm- arinn tók og athugaöi gaumgæfi- lega. — Já, þetta virðist greini- legt, hr. Partington, sagði hann. — En segiö nú nákvæmlega frá þvi, sem geröist I gærmorgun. — 1 gærmorgun, 3. júli, var ég að vinna i vinnustofunni minni. Ég og systir min, sem hjálpar mér við tilraunirnar, komum þangað laust fyrir klukkan f jögur — Þér virðist vera morgun- maður meira en I meöallagi, sagöi dómarinn. — Eruð þér vanur að vinna á þessum tima sólarhringsins? Partington hleypti ofurlitið brúnum, er þannig var tekið fram i fyrir honum. — Sá timi, sem ég get notað til rannsóknanna, fer mest eftir þvi, hvernig loftið er, svaraði hann. — Til dæmis er nauðsynlegt, að rafmagnstrufl- anir séu sem allra minnstar, og enginn titringur, og aö sól og tungl séu helzt undir sjóndeildar- hringnum. Bezti tlminn er þvl oft eldsnemma á morgnana, að sumarlagi, eins og var I gær. Þessi skýring kom dómaranum sýnilega eitthvað á óvart, og hann Iét sér nægja að kinka kolli, alvarlegur á svip. — Mér skilst þá, aö þér hafiö unnið I vinnustofu yöar frá þvl klukkan um fjögur og áfram? — Já, rétt. I gærmorgun kom sólin upp klukkan 4.50, og þá hefði ég ekki getað haldiö tilraununum mlnum áfram lengur I það skiptið. Og ég var llka I þann veginn að hætta, þegar áhöld min sýndu titring, sem ég gat ekki gert mér neina grein fyrir. En eftir eina eða tvær minútur heyröi ég I flugvél, og komst brátt að þvi, mér til mestu furðu, aö hún nálg- aöist flugvöllinn hjá mér. — Sáuö þér vélina eftir því sem hún nálgaðist? spurði dómarinn. — Nei. í vinnustofunni eru gluggahlerar, sem loka alla birtu úti, og þeir voru fyrir gluggunum. — Þér undruöust þegar þér heyrðuð til vélarinnar? Þér áttuð þá ekki von á henni?- — Þá hefði ég ekki verið að vinna I vinnustofunni, ef svo hefði veriö. Lofttruflanir frá flugvélum, og það þótt þær séu langt I burtu eru nægilegar til þess að gera tilraunir mlnar ómögulegar. Daginn áður en þetta gerðist. — i fyrradag, 2. júlí — haföi Vilmaes farið I sumarleyfið sitt. Ég haföi lánaö honum vélina og hann sagðist ætla að finna skyldfólk sitt, nálægt Bruxelles. Og sama daginn fékk ég skeyti frá Bruxelles, að hann væri kominn þangað heilu og höldnu. Vilmaes átti ekki aö koma heim fyrr en þann 10., og ég hafði enga tilkynningu fengið um, að hann ætlaöi að koma fyrr. Og úr þvi vélin átti að verða að heiman þennan tlma, hafði ég gefiö véla- mönnunum, Taylor og Baine, fararleyfi. Nú þegar vélin stöðv- aði hreyfilinn, svo að ekki var vafi á þvi, að hún ætlaði að lenda, flýtti ég mér út úr vinnustofunni. Sólin var rétt að koma upp og ég 16 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.