Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 15
og brosi lilýtt og breitt, er hann
heilsar og kveður þéttu handtaki.
Bezt lætur honum að taka af skar-
ið, þegar öðruin þykja viðhorf tví-
sýn og málefni flókin. Minnir Geir
þá iðulega á reyndan forinann frá
árahátaöldinni, sem velur lag á
brimsundi og hleypir skipi í höfn.
Röggsemi Geirs Hallgrímssonar
mun hafa ráðið miklu um, að Sjálf-
stæðisflokkurinn heldur enn meiri-
liluta sínum í borgarstjórn Reykja-
víkur og aðalvígi sínu á Islandi.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrisvar
sinnum sigrað í höfuðstaðnum und-
ir forustu Geirs, en alltaf munað
mjóu. Án Geirs horgarstjóra væri
Reykjavík sennilega fallin úr hönd-
um sjálfstæðismanna. Varnarsigr-
arnir þrír eru liarla ólíkir hernað-
arlist Gunnars Thoroddsen. Gunnar
breiddi faðminn móti aðkomufólki,
bauð hjartanlega velkomið til lröf-
uðborgarinnar flóttalið víðs vegar
að af landsbyggðinni og reyndi að
safna því undir væng Sjálfstæðis-
flokksins eins og skjólgóð hæna illa
fiðruðum ungum. Geir hefur raun-
ar svipaða aðferð í frannni á há-
tíðlegum stundum, en i borgar-
stjórnarkosningum leitast hann
mjög við að liræða íhaldssama og
virðulega Reykvikinga með ósköp-
um, er gerast muni, ef andstæðing-
ar sjálfstæðismanna nái yfirráðum
í höfuðstaðnum. Geir er ekki já-
kvæður og viðmótsþýður á borð við
hinn sléttmála og silkimjúka fvrir-
rennara sinn og nýtur varla fylgis
ópólitískra kjósenda i líkingu við
hann, en honum gefst vel að stappa
stálinu i samherja og heita á þá að
duga Sjálfstæðisflokknum, en það
er sama og biðja um liðveizlu til
lianda Geir Hallgrímssyni, svo að
hann missi ekki völd og embælti.
Kennist á þessu, að Geir er aðgangs-
samur til hagsmuna sinna, þó að
liann stilli vel skaji silt og kunni
prýðilega að látast. Hins vegar get-
iii- svo farið, að liann bresti samn-
ingalipurð Gunnars Thoroddsen, ef'
semja þarf um borgarstjóratignina
einlivern góðan veðurdag. Þá er
sennilegt, að Geir Hallgrimsson
myndi fvrlast og hygg.ja að öðruni
verkefnuin.
Foringjar Sjálfstæðisflokksins
undanfarna áratugi liafa verið at-
vinnnsljórnmálamenn, en ekki auð-
jöfrar, sem stunda landsmál eins og
íþróttir i hjáverkum. Geir Hall-
grimsson leggur raunar fyrir sig
stjórnmálabaráttuna af sömu alvöru
og Ólafur Thors, Bjarni Benedikts-
son, Jóhann Hafstein og Gunnar
Thoroddsen, en það stafar fremur
af keppnishörku en nauðsyn. Geir
á sér öflugan bakhjarl og telst eng-
an veginn háður embætti eða völd-
um afkomulega. Hann er því raun-
verulega foringi þeirra aðila í Sjálf-
stæðisflokknum, sem hafa hagsmuni
af eignum og viðskiptum, en þeirra
hefur litt gaút i fvlkingarbrjóstinu
undir leiðsögn Bjarna og Jóhanns.
Þeim er þó i mun að ráða flokki
sinum, og kennist sú afstaða eink-
um í fari yngri kynslóðarinnar, sem
er stolt og eigingjörn. Vill hún ólikt
lieldur til forustu mann eins og Geir
Hallgrimsson en Gunnar Thorodd-
sen, og nuinu þau sjónarmið mjög
liafa ráðið varaformannskjöri Sjálf-
stæðisflokksins á landsfuiidinum
vorið 1971. Yfirburðir Geirs felast
drjúgum í því, að liaim hefur efni
á pólitiskum umsvifum, þvi að aðr-
ir reka fjölskyldufyrirtækin með
engu Iakari árangri en lninn myndi
gera, en stjórnmálaforusta Geirs
lætur hins vegar ekki öllum. Svip-
ar honum einna lielzt til Jóns Þor-
lákssonar af fyrri leiðtogum Sjálf-
stæðisflokksins, þó að meiri sé á
velli og nýtízkulegri, og kynni Geir
að fara að dæmi hans, ef mikið
þætti í húfi. Jón var gætinn en liygg-
inn íhaldsmaður, en lagði þó drog
að leiksýningunni miklii um frjáls-
lyndi og viðsýni Sjálfstæðisflokks-
ins. Jóni Þorlákssyni var Ijóst, að
efnastéttirnar þurfa að eiga sér fjöl-
memian og áhrifamikinn stjórn-
málaflokk til að sjá hagsmunum sin-
um borgið. Geir Hallgrímsson er
áreiðanlega sömu skoðunar, þó að
hlutskipti hans verði kannski að
sæla ábvrgð, ef steinar hrvnja úr
því trausta og háa.virki, sem hlóðst
upp að ráði liins kyrrláta Jóns Þor-
lákssonár, enda þótt Ólafur Thors
trónaði svo kátur og kvikur uppi á
veggnum.
Farsæld i stjórnmálum fer oft
eftir klókindum.
Meginvandi Geirs Hallgrimssonar
verður að luilda meirihluta i borg-
Framhald á bls. 43.
34. TBL. VIKAN 15