Vikan


Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 14

Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 14
GEIR HALLGRÍMSSON, BORGARSTJORI IFTIR LÚPUS Styrkleiki hans er rökfesta og andlegt jafnvægi Mestur valdamaður í Sjálfstæðis- flokknum eftir fráfall Bjarna heit- ins Benediktssonar er sennilega Geir Hallgrímsson, og margir spá honum æðstu foringjatign áður Iangt um líði. Hefur Geir og til að hera flesta kosti, er sjálfstæðismönnum þykja helzt prýða leiðtoga sina, en þó mun honum ráðlegt að gæta sín í sam- keppninni. Öndvegi flokksstjórnar gefst ekki alltaf þeim, sem næstur því situr, enda þótt svo reyndist um Jóhann Hafstein. En hvað sem ger- ist i þeim efnum á næstunni virð- ist einsýnt, að Geir Hallgrímsson teljist um þessar mundir álitlegast- ur af yngri mönnum í Sjálfstæðis- flokknum, og sizt vantar hann kapp og framgirni. Hann sýndist þó lengi ætla að láta sér nægja forustu i borgarmálum Reykjavíkur, en tveir atburðir árið 1970 skáru mjög úr um framtíð hans. Annar var sigur Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn- arkosningunum i höfuðstaðnum, en hinn sviplegur dauðdagi Bjarna Benediktssonar í eldsvoðanum á Þingvelli. Geir Hallgrímsson fæddist í Reykjavík 16. desember 1925 og er sonur Hallgrims Benediktssonar stórkaupmanns og alþingismanns og konu hans, Áslaugar Geirsdóttur Zoéga, og her Geir nafn afa síns. Hann varð stúdent í Reykjavík 1944, en las síðan lög við Háskóla Islands og lauk prófi i þeim fræðum 1948. Að því búnu hélt Geir vestur um haf til Bandaríkjanna og stundaði þar árlangt framhaldsnám í lög- fræði og hagfræði. Hann rak mál- flutningsskrifstofu í Reykjavík 1951 —1959, en var jafnframt frá 1955 forstjóri hlutafélagsins, sem kennt er við föður hans. Geir Hallgrims- son var kjörinn borgarstjóri í Reykjavik haustið 1959 ásamt Auði Auðuns, en tókst það embætti óskipt á hendur að ári liðnu og hefur rækt síðan. Geir Hallgríinsson varð kappsam- ur og skeleggur málsvari Sjálfstæð- isflokksins þegar á skólaárum og naut þá strax trausts samherja. Átti hann sæti í stjórn Heimdallar, fé- lags ungra sjálfstæðismanna i Reykjavik, 1943—1946 og aftur 1950 1953 og var formaður þeirra sam- taka síðasta áiið, en Sambands ungra sjálfstæðismanna 1957—1959. Lét Geir sig og varða málefni Reykjavikur ungur að árum og var kjörinn borgarfulltrúi 1954 og jafn- an endurkosinn siðan. Þótti hann tilvalinn eftirmaður Gunnars Thor- oddsen, er hann hætti sem borgar- stjóri og gerðist ráðherra 1959. Helg- aði Geir sig einvörðungu borgar- stjóraembættinu langa hrið, en vissi þó mætavel af alþingishúsinu ná- lægt sér. Var hann kjörinn annar varafulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík i alþingiskosningunum haustið 1959 og enn 1963 og skauzt öðru livoru inn um dyr hallarinnar við Austurvöll, en varð fyrsti vara- maður 1967. Hreppti Geir Hallgríms- son fast sæti á alþingi við andlát Bjarna Benediktssonar og mun þá hafa boðizt ráðherradómur, en eigi viljað skiptá á svo tvísýnum frama og metorðum sínum í Reykjavík skömmu eftir borgarstjórnarkosn- ingarnar. Ilins vegar tók Geir þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til framboðs í höfuðstaðnum við al- þingiskosningarnar 1971 og reynd- ist harla sigursæll i þeirri viðureign. Skipaði hann annað sæti framboðs- listans og gekk þar með að þingsæti vísu. Hann gaf og kost á sér til vara- formennsku í Sjálfstæðisflokknum gegn Gunnari Thoroddsen á lands- fundi vorið 1971 og vann þá glímu. Reynsla Geirs Ilallgrímssonar úr borgarstjórastarfinu kemur honum að miklu gagni í landsmálabarátt- unni. Hann er árrisull og starfsam- ur ög skipuleggur hvern vinnudag eins og önnum kafinn kaupahéðinn eða iðjuhöldur, sem lætur ekki neina mínútu sólarhringsins ónot- aða. Vekur stundvísi hans og skyldu- rækni traust allra, er til þekkja, og ókunnugir hrífast gjarnan af mynd- arskap og glæsileik borgarstjórans. Geir er og mæltur vel, en hann nýt- ur sin betur í vandlega undirbúnum tækifærisræðum en hörðuni deilum á róstusömum málþingum. Styrk- leiki hans er rökfesta og andlegt jafnvægi, en hann er stundum eins og vanbúinn, ef skotið er óvænt að honum ör eða spjóti, og bregzt þá kannski við eins og vandræðalega. Geir hættir til að vera hátíðlegur í bragði og tíðkar aldrei gamansemi i orðaskiptum i kappræðum, þó að hann bregði oft fvrir sig kímni ella 14 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.