Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 7
MIG DREYMDI
f SJÁVARHÁSKA
í FULLRIALVÖRU
SKATTURINN OG STOLTIÐ
Kæri draumráðandi!
Mér þætti vænt um, ef þú vildir ráða þennan draum
fyrir mig, því að mér finnst hann forvitnilegur. Hann er
svona:
Mér fannst ég og fjölskylda mín og fjöldi annars fólks
vera á skipi. Þetta var eins konar snekkja, sem tók ekki
marga farþega, og hún var að koma í höfn. Höfnin var
u-laga og var þar fjöldi annarra skipa. Við komumst
hvergi að, svo að við léttum akkerum á miðri höfninni
ásamt einu öðru skipi.
Þegar við komum í land, horfðum við út úr höfninni og
sáum mikinn sjógang og óveður. Akkerisfestin á skipinu
okkar slitnaði, og flýttum við okkur þá um borð í skipið
aftur og hugðumst halda aftur af stað. Skipstjórinn sagði,
að ef við sigldum skipinu í þessu ásigkomulagi, mundum
við aldrei ná landi aftur. Við sinntum hins vegar ekki að-
.vörun hans og fannst engin hætta vera á ferðum.
Þegar við sigldum út úr höfninni, sáum við, hvar skip-
ið, sem hafði létt akkerum um leið og við, er að sökkva.
Eg man, að það var hvítt, og framstafninn stóð upp úr
sjónum. Ég sá nafn þess prentað með svörtum stöfum og
hét það FÆRA.
Allt í einu fannst mér, að ég stæði ein eftir á hafnar-
bakkanum og horfði á eftir skipinu okkar, þar sem það
sigldi út úr höfninni. Einhvernveginn fannst mér, að það
mundi aldrei koma aftur að landi. Seinna kom í Ijós, að
þetta reyndist rétt.
Þakka kærlega, ef þið ráðið drauminn, og vona að svo
verði. E. G.
Þessi draumur er ekki hagstæður, en boðar þó engin
meiriháttar ótíðindi. Líklegast er, að einhver náinn ætt-
ingi þinn geri glappaskot, sem hafi slæmar afleiðingar, og
allir í fjölskyldunni líði fyrir þetta. Það munar minnstu,
að þú takir þátt í glappaskotinu, en þú hættir við það á
síðustu stundu, sem betur fer.
AFGREIDDI HANN FYRST
Kæri draumráðandi!
Ég ætla að senda þér undarlegan draum, sem mig dreymdi
fyrir nokkru. Hann er á þessa leið:
Mér fannst ég vera í verzluninni, þar sem ég vinn í raun
og veru. Búðin var full af fólki. Þá kemur inn ungur mað-
ur, frekar myndarlegur. Hann var hár, dökkhærður, með
gleraugu og skegg. Hann vakti þegar athygli mína og ég
afgreiddi hann strax, enda þótt hann væri alls ekki næst-
ur í röðinni.
Og nú kemur það furðulega: Hann keypti einn pakka af
dömubindum.
Lengri varð draumurinn ekki. Með fyrirfram þakklæti
fyrir ráðninguna.
Forvitin S.B. x N.t.
Þeiman stutta draum hefðum við alls ekki getað ráðið, ef
þú hefðir ekki látið fylgja með nánari upplýsingar, sem
ekki eru ætlaðar til birtingar, svo sem nafn mannsins. Það
táknar sigur og hamingju og þess vegna álítum við, að þú
munir innan skamms kynnast þessum manni og eiga með
honum ofurlítið ævintýri, sem kann að vera upphaf að
langri og góðri sambúð ykkar.
Um aldamótin kæi'ði Einai’ skáld Benediktsson
útsvar sitt -— til hækkunar. Honurn þótti kotungs-
leg sú upphæð, sem lionum hafði verið gert að
greiða.
Þetta er rifjað upp hér i tilefni af hinum árlega
„liarmleik“, sem svo lxefur verið nefndur — út-
kornu skattskrárinnar. í ár kynntumst við nýjum
siðum lijá nýjum herrum, og ugglaust hefur marg-
ur gert sér vonir um réttlátari niðui’jöfnun en fyrr.
Leitin að „breiðu bökunum“ tókst þó ekki hetur en
svo, að hækkunin vai’ð mest hjá þeim, sem sízt
skyldi — ellilífeyrisþegum. Haft var eftir í'áð-
lxerra, um leið og liann lofaði bót og betran, að
teljast mætti vel sloppið, að ekki skyldu fleiri van-
kantar reynast á liinni nýju löggjöf. Segja má með
sanni, að ekki sé markið sett liátt, fyrst unnt er að
bregðast þannig við, þegar komið hefur í ljós, að
nýsett lög hafa í för með sér lii’óplegt ranglæti. Að
sjálfsögðu verður reynt að berja i brestina eftir
beztu getu, en þetta atvik mun ekki gleymast þrátt
fyrir það.
Að mistökunum slepptum virðist nýja löggjöfin
bæta skattamisréttið sáralitið. Enn sem fyrr er
hægt að nefna mýmörg dæmi um rangláta niður-
jöfnun, þótt hún eigi að heita „rétt“ samkvæmt
því, sem gefið er upp i skattskýrslunni. Venjuleg-
ur launamaður verður að láta sér lynda að greiða
helmingi meira en sjálfstæður atvinnurekandi,
sem ber sig rikmannlega og á margfalt verðmætari
eignir en hann. Enn sem fyrr vii'ðist þjóðin skipt-
ast í tvennt: þá sem vinna lijá öðrum og gefa upp
allar tekjur sínai’, og þá sem vinna sjálfstætt og
skammta sér laun að eigin geðþótta.
Að öllum líkindum verða rnenn að bita í það
súra epli, að erfitt ef ekki ógerlegt sé að setja
skattalög, sem ekki sé hægt að sniðganga, ef vilji
er fyrir hendi og aðstæður leyfa. Meinsemdin felst
í spilltu hugarfari. Almennt er það ekki talinn
óheiðarleiki að svikja undan skatti, miklu fremur
sjálfsbjargarviðleitni og hyggindi. Stoltið er fyrir
löngu úr sögunni. Aðeins örfáir athafnamenn eru
hreyknir af því að greiða háa skatta og vilja með
því sýna þjóðinni, að þeir berist mikið á og vekja
á sér traust sem viðskiptafrömuðum.
Nei, tölvan hjá skattstofunni getur ekki sært
stolt neins borgara með því að leggja á hann of
lága skatta. Engum dylti í hvig, hversu ríkur sem
hann væri, að kæra skattinn sinn til hækkunar,
eins og Einar Ben. gei'ði um aldamótin, — og var
hann þó enginn engill í viðskiptum.
G. Gr.