Vikan


Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 17

Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 17
sá, að þarna kom min eigin vél, og var næstum lent. Vilmaes hlýtur að hafa séð mig, þvi að hann veifaði hendi til min, eins og honum væri eitthvað mikið niðri fyrir, svo að ég hélt, að hann hlyti að hafa einhver mikilsverö skila- boð til min. Hann lenti svo, og vélin hélt áfram, áleiðis að skúrnum. En þegar hún hafði runniö þannig nokkur skref, sá ég mér til skelfingar, að hún steyptist kollhnis, þannig aö framendinn stakkst I jörðina en stélið slóst fram yfir sig I hálf- hring. Ég hljóp til og fann Vilmaes liggjandi á jörðinni með vélina ofan á sér. Partington geröi nú áhrifa- mikla þögn. Dómarinn lagaöi á sér gleraugun. — Hvað gerðuö þér svo? spuröi hann! — Ég kallaði til Vilmaes, en hann svaraöi ekki svo að ég þótt- ist vita, að hann væri meðvit- undarlaus. Bensíniö rann út úr vélinni og ég var hræddur um, að kvikna kynni I, ef það næði hreyfl- inum.sem var enn heitur. Ég tók þvl I fæturna á Vilmaes og dró hann frá vélinni. Slðan athugaði ég hann til þess að komast að raun um, hver meiðsli hans væru, og ég sá þegar, að hann var dáinn og hafði hálsbrotnaö. Dómarinn leit I blöð sin. — Þér hafið getað séð það fyrir vlst, hr. Partington? Eruð þér ekki læknislærður maður? Partington hleypti aftur brúnum. — Jú, ég tók læknapróf þegar ég var ungur, en hef ekki fengizt við lækningar, I venju- legum skilningi nú I mörg ár. Þegar ég hafði sannfærzt um, að ekkert væri hægt að hjálpa Vilmaes, fór ég aftur inn I rann- sóknarstofuna, þar sem ég hafði skiliö systur mina eftir, og sagöi henni, aö dálltið slys heföi viljaö til, og fór meö hana inn I hús. Síðan hringdi ég til Heath læknis, sagði honum alla söguna og bað í

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.