Vikan


Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 13

Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 13
Hiln heföi átt aö hafna þvi i staö þessaöþiggjaþaösvona hiklaust. ...Ég sýg hana mömmu mina enn ... Ég sýg hana mömmu mlna enn ... Ég sýg hana mömmu mlna enn ...” endurtók Árni, eins og hann væri aö spila slitna gram- mófónplötu. Aimée brosti, og börnin fóru aö skellihlæja. Þegar kennslukonan sjálf átti öröugt meö aö verjast hlátri, reyndist henni öröugt aö þagga niöur i börnunum. Þá heyröist bariö i gólfiö fyrir ofan þau. „Heyröu, Gösta”, sagði hún, „þiö trufliö hana mömmu þlna! ” Allt datt undir eins I dúnalogn. „Afram nú, Arni: „Ef það ert ekki þú ...” „Ef þaö ert ekki þú, þá hlýtur þaö aö vera hann bróðir þinn. Ég á engan, — svo þaö hlýtur aö vera einn af þinum ...” „Þetta er ágætt”, sagöi hún, þegar drengurinn haföi lokið máli slnu. „Nú er bezt, aö hann Gösta beygi eina sögn fyrir mig. Hvaöa sögn ætlaröu að beygja?” „Sögnina aimcr, aö elska: J’aime, tu aimes, il aime, nous aimons ...” „Nei”, tók hún fram I fyrir honum, „ekki þessa sögn, hún er allt of auöveld. Beygöu heldur sögnina lire, að lesa”. Hún gaf þeim ekki frl, fyrr en klukkan var farin aö ganga eitt. Þá afhenti hún fóstrunni þau eftir aö hafa kvatt þau meö kossi. Henni þótti vænt um þau, þrátt fyrir ærslin I þeim, og nú var ólik- legt, aö hún sæi þau framar. Hún gekk aö stiganum, sem lá upp aö herbergi sendiherrafrúar- innar, en þá birtist þjónn I rönd- óttu vesti og sagði: „Frúin biöur yöur að afsaka sig, hún hefur fengiö höfuö- verkjarkast af þvl aö vera vakin svona snögglega. Ungfrúin gæti vlst ekki litiö inn á morgun? En ekki fyrr en seinni part dagsins”. „Auövitaö”, sagði hún og bældi niöur gremju slna. Eins og hver annar haröstjóri fylgdist sendi- herrafrúin meö hverri minnstu háreysti, þar sem hún lá uppi i herbergi slnu. Þessi norræna kona liföi fyrir sinn höfuöverk. Þetta ár, sem Aimée haföi kennt börnunum, haföi hún ekki talaö viö hana nema þrisvar sinnum, og þá haföi þaö veriö rétt eins og hún væri að tala við skuggamynd, sem bægöi öllum frá sér meö þreyttri röddu og foröaöist birtu og hreint loft eins og heitan eldinn. Gatan úti fyrir húsinu var mannlaus og búöirnar lokaöar. Júlihitinn lagðist eins og farg á útlendingana meö myndavél- arnar slnar um öxl og kauöalega Frakkana. Stúlkan hraöaöi sér enn meira en ella mundi til aö komast tafarlaust heim til Leiru- fljótsins, til mömmu sinnar, sem alltaf var þjökuö af smávægi- legum áhyggjum (aldrei miklum), heim til aldingarösins, sem hallaöi niður að fljótsbakk- anum, þaðan sem hún gat kallað til Francois, ef hún bar hend- urnar upp aö munninum eins og trekt. Þangaö mundi hún veröa komin eftir fáeinar klukku- stundir. Þá mundi Paris vera oröin ein af mörgum endurminn- ingum hennar meö fremur lélegu hóteiherbergi I Latlnuhverfinu, St. Genevieve-bókasafninu, meö mygluþef af papplr, litlum gilda- skálum meö „miödegisveröi dagsins” og eina munaöinum seinasta áriö: garöi sendiráösins meö ljóshæröum, hreinum börn- unum, funheitum stofunum, hátt- vlsu starfsfólkinu og þessum manni, sem hún fann, að alltaf horföi á hana, þegar þau mættust rétt I svip, en kom sér þó varla til aö ávarpa hana. Hún var ekki enn búin aö jafna sig eftir aö hafa verið svona fljót á sér aö þiggja boö hans. Nú yröi hún aö finna einhverja tylliástæöu til aö af- þakka boröhaldið meö námsfél- ögum sinum, sem ráögert haföi veriö þetta lokakvöld. Hvert skyldi hann stinga upp á, aö þau færu? í huganum valdi hún tvo veitingastaöi, sem feröafólk haföi miklar mætur á. Ef til vill haföi hann þegar valiö einhvern. Hún hljóp viö fót til aö ná i strætis- vagninn I Royalgötu. Sendiherrann var stundvis. Hann hafði sent bílstjórann sinn heim og ók nú sjálfur langa svarta bflnum, sem lögreglan bar ótvlræöa lotningu fyrir, af þvl aö á honum stóöu stafirnir CD. ,Hvar langar yður til aö boröa?” spuröi hann. „Þaö hef ég ekkert hugsaö um »> Framháld á bls. 23. 34. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.