Vikan


Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 19

Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 19
ÉB DÓ EN FÆDDIST Á NV I §||jj§j| J Ég var ekki nema þriggja ára þegar ég skildi í fyrsta sinn að ég liafði lifað áður. í mínu fyrra lífi hafði ég átt son — og ég saknaði hans mjög mikið. En þar að auki koma fram minn- ismyndir, sem ekki geta verið úr þeirri tilveru. Ég hlýt að liafa lifað oftar. — Þannig mælir Aurora Al- binsdotter í Malmö, sem er sannfærð um að hún hafi verið indversk höfðings- kona á nítjándu öld. Hún situr í sófanum og hef- ur krosslagt undir sér fæturna. — Þegar ég var lítil, gramd- ist foreldrum mínum sá siður hjá mér að setja alltaf með krosslagða fætur. Þeim þótti það undarlegt háttalag. Þau gátu ekki skilið hvaðan ég hafði það. Og það var ekki fyrr en seinna að ég skildi það sjálf — þetta var arfur frá fyrra lífi mínu í Indlandi. í dag býr Aurora Albins- dotter í Malmö. Hún hefur fengið fleiri merkilegar sann- anir fyrir því að hafa lifað áð- ur. — Ég held að ég hafi fyrst fengið samband við tilveruna hinum megin þegar ég var fjögurra ára. Ung móðursystir mín hafði dáið og í rúminu mínu var svæfill, sem hún hafði saumað út í skóla. Ég man að ég lá og horfði á hann. Allt í einu varð allt svo bjart og hlýtt í kringum mig. Ég fann að Hildur móðursystir var hjá mér. Jafnvel þá, í frumbernsku, hafði ég ósjálfrátt á tilfinn- ingunni að ég hefði misst eitt- hvað. Ég var alveg þæg og við- ráðanleg — sennilega kom það til af uppgjöf og sorg í sam- bandi við mitt fyrra líf. Þegar ég var þriggja ára vissi ég að ég hafði átt son í fyrra lífinu. Ég hafði dáið frá honum og saknaði hans mikið. Ég var vön að liggja í rúminu, strjúka koddann og láta sem Framháld á bls. 47. 34.TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.