Vikan


Vikan - 31.08.1972, Síða 6

Vikan - 31.08.1972, Síða 6
FÁLKARí FLUGVALLARGÆZLU Fuglar, sem halda sig í námunda við flugvelli og flugbrautir, hafa oft vald- ið miklu tjóni á flugvélum, þegar þeir fljúga á móti þeim og fara í hreyfla og mótora. Hefur meira að segja kveð- ið svo rammt að þessu, að langir fund- ir og stór þing hafa verið haldin til að ræða þetta alvarlega vandamál, sem er með þeim stærri er flugiðnaðurinn á við að glíma. Ekki þarf nema einn fugl inn í flugmótorinn, svo nauðsyn- legt sé að rífa hann allan úr og þarf ekki að fara fleiri orðum um allan þann kostnað og fyrirhöfn. Margar aðferðir hafa verið reyndar til að vinna bug á þessu vandamáli og má til dæmis nefna, að á Kastrup- flugvelli í Kaupmannahöfn hefur ver- ið komið fyrir hátalarakerfi, sem send- ir frá sér mávagarg í aðvörunartón áður en flugvélar lenda þar, ef mikið er um máva á flugvellinum í það og það skiptið. En það, sem ætlar að reyn- ast hvað bezt, er í notkun og tilraun- um í Bandaríkjunum. Þar eru nefni- lega notaðir fálkar við sex herflugvelli. Tilraunum þessum er stjórnað af 31 árs gömlum hermanni, David Horse- field, sem ásamt tveimur aðstoðar- mönnum sínum og 48 fálkum hreinsar flugvellina af öllum mávum og öðrum fuglum. Fálkarnir gera hreint á nokkr- um mínútum og óhöppum af völdum fugla hefur stórlega fækkað. ROLLS MEÐ FLUGVÉLAMÖTOR Englendingurinn John Dodd á senni- legast einn af heimsins merkilegustu —■ og dýrustu — bílum. í honum er 1800 hestafla vél, sem Dodd keypti úr Spitfire-orrustuflugvél. Dodd keypti sér ennfremur vélarlausan Rolls-Royce Merlin V 12 og gaf fyrir allt saman rúmlega eina milljón íslenzkra króna. En hann var ekki ánægður fyrr en hann hafði fengið einn þekktasta bíla- smið Bretlands til að smíða sérstök grill, grindur og sitthvað fleira sem við þekkjum ekki nánari deili á, og allt var það úr fíbergleri. Silfur er einnig hér og þar á bílnum en Dodd neitar að selja, þrátt fyrir að Banda- ríkjamaður nokkur hafi boðið honum andvirði 10 milljóna íslenzkra fyrir drossíuna góðu. AFRiKA KAUPIR LJÚN I EVRÖPU! Ljónabyggðir Afríku eru nú á góðri leið með að verða að engu. í eina tíð voru á hverju ári flutt til Evrópu og Ameríku mörg ljón til augnayndis fjöl- skyldufeðrum og börnum í ýmsum dýragörðum, en nú er öldin önnur. Nú reyna Afríkumenn að fá keypt ljón frá Evrópu, því nóg er af Ijónum í svo til öllum dýragörðum álfunnar. Og ný- lega voru fluttir 10 ljónsungar frá frönskum dýragarði til Senegal, þar sem vonazt er til að aðkomnu dýrin pari sig við þau, sem fyrir eru. Mynd- in er tekin á Orly-flugvelli við París þegar farið var með ljónsungana og er sá „litli" heldur betur montinn. Úr svip hans má kannski lesa: „Africa! Here I come!“ ENN EIN DRAPSVÉL Það nýjasta á drápsvélamarkaðinum, sem opinn er að nokkru leyti fyrir al- menning, er bandarísk maskína, sem er þeim kostum búin að hafa sjón- varpsmyndavél í nefinu, og geta þann- ig „yfirboðarar" hennar fylgzt með því að hún nái marki sínu og eins hefur verið komið fyrir í heila vélarinnar mynd af skotmarkinu. Eru sagðar nær 100% líkur til að maskínan nái alltaf að framfylgja marki sínu. Þessi vél, svo hugvitsamleg í smíði, var fram- leidd hjá Huges Aircraft í Tucson, Arizona; hjá sjálfum Howard Hughes, og er nú verið að reyna hana í Viet- nam. Þar í landi býr nefnilega mikið af tilraunadýrum, en mörg þeirra eru að vísu dauð, svo og land þeirra. Mikill munur væri, ef hægt væri að búa til vél með sjónvarpsmyndavél, sem útskýrði hvar fólk væri soltið og þar með færi önnur maskína af stað með mat. En líf þeirra svöngu og hrjáðu er varla til annars en að murka það úr þeim sem fengu það svo bölv- anlega í vöggugjöf — eða hvað? 6 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.