Vikan - 31.08.1972, Síða 15
FRAMHALDSSAGA EFTIR
BRUCE GRAEME
ANNAR HLUTI
Læknirinn yppti öxlum: — Eftir þvi sem ég
bezt veit hafði hann aldrei séð hana
fyrr en hún kom til dvalar hjá húsbónda hans
fyrir um það bil sex vikum.
En það gat hver maður séð, að hann var
hrifinn af henni.
Englandi, og var talinn einhver
efnilegasti ungur læknir, sem þá
var uppi.
— Hvaö kom fyrir hann? Eitt-
hvert hneyksli i samband við ein-
hvern sjúkling?
— Ekki var það nú, enda þótt
þaö sé algengast þegar svona
kemur fyrir. Sem sagt, veit ég
ekki annað en það, sem almanna-
rómurinn sagði þá, að einhver
sjúklingur hans heföi dáið með
grunsamlegum atvikum. ,Hvað
sem þvi liður, þá gat félagi hans,
sem'ivar voldugur maður, þaggað
þettáf niður, svo að ekki varð úr
neitt opinbert hneyksli. En Part-
ington gekk úr félagsskapnum og
kom sér burt. Og siðan hefur
hann forðazt doktorstitilinn og
annað það, sem minnir á læknis-
starfssemi hans.
— Hann hefur þá ekki grætt fé
sitt á lækningum?
— Nei, og það gera heldur ekki
margir. Venjulegur læknir getur
taliö sig sælan, ef hann hefur al-
mennilega ofan i sig að éta, nú á
dögum. fig veit annars ekki,
hvaðan Partington koma pen-
ingar, þó býst ég við, að hann hafi
erft einhvern rikan ættingja. Að
minnsta kosti keypti hann
Quarley Hall fyrir nokkrum
árum, og auk þess á hann hús i
London.
— Dvelur hann þá nokkurntima
þar?
— Ekki svo ég viti, en hann fer
þangað einu sinni eða tvisvar á
viku. Eins og ég sagði áðan, held
ég, að hann sé með lausa skrúfu.
Hann heldur þvi fram, að ekki sé
hægt að lækna likama manna,
nema með sálrænum áhrifum, og
hann hefur talsverðan hóp áhang-
enda, sem hann kemur saman
með i húsi sinu i London. Og i
raun og veru eru þetta sjúklingar
hans, enda þótt hann vilji ekki
láta kalla þá þvi nafni.
— Já, ég býst við, að þetta
standi i sambandi við þessar ein-
kennilegu tilraunir hans, sagði
fulltrúinn. — Ég er nú ekki mikið
inni i visindarannsóknum, en ég
hef aldrei heyrt getið um neinar
tilraunir, sem ekki er hægt að
framkvæma nema i kolamyrkri
og klukkan fjögur á morgnana.
— Já, það er óneitanlega
skrýtiö. En hinu rpegið þér trúa,
að þó Partington sé kannski ein-
kennilegur, er hann óvenju
gáfaður maður. Og hann leggur
enga áherzlu á að gera tilraunir
sinar neitt dularfullar. Annars
veit ég, fyrir tilviljun, hvað hann
er að rannsaka. Hann hefur sett
ftam þá kenningu, að hugsanir
manna framleiði vissar sveiflur,
rétt eins og rafmagnssveiflur, og
hann er að reyna að búa til áhald,
likt og útvarpshljóönema, sem
getur skrifað niður þessar
sveiflur. fig veit vitanlega ekki,
hvers virði þessi kenning hans
kann að vera, en hann ver öllum
tlma sinum I þessar tilraunir.
Fulltrúinn hló. — Þetta er fyrir
utan og ofan minn skilning, hvað
sem öðru liður, sagði hann. —
Jæja, þakka þér kærlega fyrir
hressinguna, læknir — ég hejfl
helzt, að hún hafi bjargað lifi
minu. Nei, ekki meira, þakka þér
fyrir. Það er timi til kominn að
fara að komast heim til Wald-
hurst.
4. kafli.
Viku siöar, eða nákvæmlega til
tekið, að morgni hins 11. júli, var
Holley lögregluþjónn, sem hafði
stöð I þorpinu Moreby, um fimm
milur frá Waldhurst, að eta
morgunverðinn sinn. Hann hafði
verið á verði til miðnættis nóttina
áður og var nú að hlaktK til þess
að geta verið eina "éða tvær
klukkustundir i garðinum siniTm.
Hinn gifurlegi hite, sem hafði
verið undanfarið, var nú liðinn
hjá, og indælasta sumarveður
komið i staðinn, svo að Holley
ætlaöi að nota tækifærið og vinna
dálitið I garðinum.
En garðyrkjuhugleiðingar hans
urðu fyrir truflun, er hann heyrði
fótatak nálgast. Aður en hann
gæti athugað þetta nánar, var
hurðinni hrundið upp og roskin
kona kom þjótandi inn i stofuna
og hneig orðalaust niður á auðan
stól.
Holley stökk á fætur og starþi á
hana, án þess að vita, hvaðan á
Framhald á bls. 34.
35. TBL. VIKAN 15