Vikan - 31.08.1972, Síða 35
það mundi koma að þvi, fyrr eöa
siöar. Og ég varð svo hrædd, að
ég hljóp hingað i einum spretti.
— Séð hvern? át lögreglumað-
urinn eftir, og skildi ekkert, hvað
konan var aö fara. — Séö hvern,
frú Chad?
— Drauginn uppi I Wargrave
House ... veslings stúlkuna ... hún
hékk þar i eldhúsbitanum, eins
greinilega og ég sé yður.
Það fór að' fara um Holley.
Hann kunni utanbókar söguna um
Wargrave House. Fyrir nokkrum
árum hafði þjónustustúlka þar
oröið fyrir vonbrigöum i ásta-
málum og hengt sig I eldhús-
bitann, og siöan var sagt, að
reimt væri i húsinu. Vist var um
það, að enginn hafði tollað þar
lengi siðan. Húsið stóð autt og frú
Chad hafði verið fengin til að
opna þar glugga daglega, og
halda húsinu hreinu. Og Holley
vissi vel að hún var engin óhem ja,
sem sæi drauga um hábjartan
sumardaginn.
En hann var greiövikinn maður
og viðbragðsfljótur —Gottogvei,
frú Chad, sagöi hann. — Ég skal
athuga þetta fyrir yður. Þér biðið
hérna og ég skal biðja konuna að
vera yöur til skemmtunar, meðan
ég athuga húsið.
Hann fór i jakkann og gekk
siðan þessi hundrað skref, sem
voru til hússins. Það stóð dálitið
frá veginum og kragi af trjám allt
I kring um það, en að þvi lá illa
hirt akbraut. Holley játaði með
sjálfum sér, að húsið væri
draugalegt, jafnvel um hábjartan
daginn. — Ef ég ætti þetta hús,
hugsaði hann, — skyldi ég fella
þessi fré, og láta loft og ljós kom-
ast að þvi. — Það er hreint ekkert
aðlaöandi eins og það er.
Húsið sjálft var óvenjulegt.
Upphaflega hafði það verið litil
múrsteinsbygging, en á siðari
öldum hafði verið byggt við það,
hvað eftir annað, svo að nú var
þaö hvorki fugl né fiskur, hvað
byggingarstil snerti.
— Ég furða mig ekkert á þvi þó
þetta hús sé sagt óhreint, tautaöi
Holley, er hann gekk inn um for-
dyrnar, sem frú Chad haföi skiiiö
eftir opnar, er hún flúði. Inni I
húsinu var einkennileg fuggulykt,
sem bar þess vott, að þakið væri
lekt. Og þrátt fyrjr stóra glugga,
fannst honum þessi forstofa, sem
hann kom inn i, skuggaleg. Berg-
máliö af fótataki hans var ein-
kennilega glymjandi á tiglagólf-
inu.
Holley haföi áður komið inn i
húsið, og rataði þvi, án þess aö.
hugsa sig um, inn úr forstofunni
og inn i göng, sem þar tóku viö.
Brátt kom hann að þrepum, sem
lágu niöur i kjallarann. Hann
gekk fimlega niðui;, þrepin, enda
þótt almyrkt væri niðri. En augu
hans vöndust fljótt myrkrinu óg
nú gat hann greint eldhúsdýrnar.
Eldhúsið var geysistórt. Runnar,
sem voru fyrir utan gluggana og
litt hirtir, gerðu það að verkum,
að þarna var dimmt og skugga-
legt inni. Fyrst i stað gat Holley
ekkert séð, en þó kom þar, að
hann greindi eitthvað, sem hékk
neðan I bitanum i dimmasta
horninu i eldhúsinu.
Hann staðnæmdist andartak,
eins og hann ætlaði að stirðna upp
af skelfingu, og langaði mest til
að fara að dæmi frú Chad og taka
til fótanna. En skyldurækni em-
bættismannsins varð yfirsterk-
ari, og hann gekk að og athugaði
þetta, sem hékk neðan i bitanum.
Þetta var likið af ungri, vel-
klæddri konu. Andlitið, sem var
afmyndað af dauðaangist, þekkti
hann ekki. Um hálsinn var lykkja
úr digru snæri, fest i krók neðan I
bitanum. En rétt hjá likinu var
venjuleg eldhústrappa, sem lá á
hliðinni. Holley ályktaði, að
konan hefði auðveldlega getað
komizt upp undir bitann, með þvi
að nota tröppuna. Þannig hlaut
hún aö hafa fest snöruna og siðan
sparkað tröppunni frá sér.
Þegar Holley hafði jafnað sig
dálitið, hafði hann snör handtök.
Hann fann, að llkið var kalt og þvi
engrar hjálpar von. Hann reisti
tröppuna, steig upp, skar á snör-
una með vasahnifnum sinum og
tók likiö niður. Siðan læsti hann á
eftir sér, stakk lyklinum á sig og
fór að ná I lækni.
Læknirinn var i lækningastofu
sinni, þegar hann fékk þau boð, að
Holley þyrfti að fá að tala við
hann tafarlaust. Honum likaði
ekki sem bezt, að verða þannig
fyrir truflun, en fór þó fram og
leit á Holley, óþolinmóður á svip-
inn: — Hvað er að, lögreglu-
þjónn? spurði hann.
— Ég þyrfti að fá yður með mér
til Wargrave House, svaraði
Holley. — Það hefur verið framið
sjálfsmorð þar.
— Sjálfsmorð? át Grocott
læknir eftir. — Það var fyrir
meira um tuttugu árum.
— Sagan hefur nú endurtekið
sig, sagði Holley rólega. — Ég
skar sjálfur likið niður fyrir
tæpum fimm minútum.
— Þetta er undarlegt ... ef yður
er þá ekki að dreyma, sagði
læknirinn. — Hver er það i þetta
skiptið?
— Það veit ég ekki. Það er
kona, sem ég þekki ekki. Og fin
kona, eftir klæðaburðinum að
dæma.
—• Ég v.erð vist að koma með
yöur. Biöið þér meðan ég næ I
töskuna mina.
A leiöinni sagði Holley frá
hræðslu frú Chad, og rannsóknar-
för sinni. Læknirinn hlustaði
þegjandi á. Þeir komu i húsið og
fóru niður i dimma eldhúsið.
Læknirinn lét ekki fullkomlega
sannfærast fyrr en hann sá likið.
En þá greip hann lika ákafi, sem
var ólikur fyrri tortryggni hans,
og hann lagðist á hné hjá likinu og
tók að rannsaka það.
— Þetta er einkennilegt, Holley,
sagði hann loks og reis á fætur.
— Þetta er sami krókurinn, sem
aumingja stúlkan hengdi sig á,
fyrir rúmum tuttugu árum. Það
litur sannarlega svo út sem sagan
endurtaki sig! Ekki hef ég hug-
mynd um, hvaða kona þetta er —
hef vist aldrei séð hana áður. Ég
get ekki annað sagt, en að hún
hafi kyrkzt, og hún er búin að
vera dauð, að minnsta kosti tólf
klukkustundir. En það dularfulla
er.: Hvernig getur hún hafa
komizt hingað?
— Það verð ég að spyrja frú
Chad um, svaraði Holley. — Hún
er eina mannveran, sem hingað
kemur. Ég skildi hana eftir
heima hjá mér. Ég verð að fara
heim og hringja til Waldhurst og
tala við fulltrúann þar.
7 Já, það ættuö þér að gera,
svaraði læknirinn, eins og utan
við sig. Hann horföi enn gaum-
gæfilega á andlitið á dauðu kon-
unni, rétt eins og hann væri að
velta fyrir sér einhverju vafa-
atriði. — Everley getur komizt að
þvl, hver hún er, sagði hann. Og
hér er ekkert, sem getur gefið
neina bendingu um það, að þvi er
ég bezt fæ séð. Og svo er annað
undarlegt, Holley. Þaðernúsvo,
að tizkan gerir alla vasa aö bann-
vöru fyrir kvenfólk, en af þvi
leiöir aftur, að handtaskan er
stöðugur förunautur þess, og
kvenfólk skilur helzt ekki við sig
töskuna, nema sérstaklega standi
á. Þessi kona hlýtur aö hafa haft
tösku, en hér er engin. Jæja, ég
hef ekki meira hér að gera, og
þarf að fara'hftur I stofuna. En ég
verð þar til hádegis, ef fulltrúinn
þarf að tala við mig.
Þeir fóru nú út úr húsinu og
læstu á eftir sér. Holley fór heim
til sin og fann þar frú Chad, sem
var dálitið tekin að hressast.
Hann lét það verða sitt fyrsta
verk að hringja i lögreglustöðina i
Waldhurst og tilkynna fund sinn.
Sá, sem tók við skilaboðunum,
sagði að *fulltrúinn mundi koma
tafarlaust til Moreby. Að þessu
loknu fór Holley inn i eldhúsið, til
þess að hugga frú Chad.
Hún leit á hann með eftirvænt-
ingu. — Fóruð þér inn I eldhúsið?
spurði hún.
— Já, svaraði Holley. Og það er
satt, að eitthvað er einkennilegt
við þetta hús. Hvenær fóruð þér
þangað i morgun? *
— Ég fór að heiman klukkan niu
eins og ég er vön. Þetta er hér um
bil tuttugu minútna gangur. Ég
opnaði svo með lyklinum og fór
upp á loft, til þess að opna glugg-
ana. Svo sópaði ég forstofuna, og
þegar þvi var lokið, fór ég niður i
eldhúsiö. En svo, þegar ég kom
auga á veslings stúlkuna, tók ég
til .fótanna og þaut hingað.
— Hvað eruð þér venjulega
lengi I húsinu i hvert skipti?
spurði Holley.
— Ekki meir en svo sem
klukkutima, á morgnana. Ég rétt
opna gluggana og á veturna
kveiki ég eld I stofunum, rétt til
þess að halda þeim þurrum. Svo
fer ég þangað aftur á kvöldin og
loka öllu.
— Og þér hafið væntanlega gert
það I gær? Hvenær fóruö þér
þaöan i gærkvöldi?
— Ég fór þangað klukkan sex,
og ég man eftir, að hún sló sjö,
35. TBL. VIKAN 35