Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 4
¥ Hvað er verið ^
L að skamraa mann?
Eru þetta ekki Soramcr-teppin,
Jrá Litaveri sera þola allt^i
Teppin sem endast. endast og endast
á stigahús og stóra góiffleti
Sommer teppin eru úr nælon. Það er sterkasta teppaefnið
og hrindir bezt frá sér óhreinindum. Yfirborðið er með þéttum, lá-
réttum þráðum. Undirlagið er áfast og tryggir mýkt,
síslétta áferð og er vatnsþétt.
Sommer gólf- og veggklæðning er beimsþekkt. Sommer teppjn
hafa staðizt ótrúlegustu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu
járrvbrautarstöðvum Evrópu.
Við ðnnumst mælingar, lagningu, gerum tilboð og gefum
góða greiðsluskilmála. Leitið til þeirra, sem bjóða Sommer verð og
Sommer gæði.
LITAVER
GRENSÁSVEGI 22-24
SÍMAR: 30280 - 32262
,
P0STURINN
Að vera örvhentur
Kæri Póstur!
Ég vona, að þú hendir þessu
bréfi ekki í ruslakörfuna, þótt
erindið sé heldur ómerkilegt. En
bezt er að koma sér að efninu.
Hvers vegna eru menn örvhent-
ir? Eru þeir fæddir svona, eða
hafa þeir bara vanið sig á að
nota vinstri höndina?
Svo langar mig til að bera fram
aðra spurningu: Er það bara vit-
leysa, að til séu fjögurra-laufa
smárar?
Ég vona, að þér finnist þetta
ekki alltof vitlaust.
Bless.
Ein fróðleiksfús.
P.S. Hvernig er skriftin? Get-
urðu gizkað á, hvað ég er göm-
ul eða gamall? Er ég strákur
éða stelpa? Hvað lestu úr skrift-
inni?
Menn fæðast örvhentir. Hins
vegar munu þess dæmi, að örv-
hentir menn hafi vanið sig svo
vel á að nota hægri höndina, að
þeir hafi orðið jafnvígir á báð-
ar hendur. Fjögurra-laufa smári
er svo sannarlega til, og það er
alls ekki erfitt að finna hann. —
Skriftin er falleg og ber vitni
um snyrtimennsku. Við gizkum
á, að þú sért 17 ára gömul
stelpa. Er það rétt?
Tenór eða bassi?
Kæra Pósthólf!
Það er orðið langt síðan ég hef
skrifað. En nú er komið upp
vandamál hjá mér, sem er kom-
ið í anzi mikinn hnút, eiginlega
algjöra flækju. Þannig er, að ég
hef mikla söngrödd, sem ég hef
reynt að virkja með söng-
kennslu. Ég hef farið í tíma
undanfarin sex ár og lært það
helzta, sem kennt er, svo sem
öndun, þindarstuðning, höfuð-
og brjósthljóma, opnun endur-
hljómssviða, þrepasöng, átt-
undastökk og svo ótalmargt
annað, sem lýtur að sjálfstæðri
raddmeðferð. Ég hef sungið
með ýmsum kórum í stórum
verkum auk venjulegs sálma-
söngs. Gallinn er bara sá, að ég
er alltaf á flækingi milli radda.
Ég hef sem sagt fjórar áttundir;
hef tónsvið upp og niður. Tenór
er mín rödd og annað vil ég
ekki syngja. En sú er raunin, að
ef vantar í bassann, þá er það
alltaf mitt hlutskipti að hjálpa
þar til. Og nú er svo komið, að
ég er rammvilltur. Mér finnst
jafn auðvelt að syngja tenór og
bassa. Hvað á ég að gera? Radd-
böndin í mér hljóta að vera van-
sköpuð.
Ég vonast eftir svari sem fyrst,
ef þið komizt fram úr klórinu.
Söngfugl.
Atarna var harla óvenjulegt
vandamál. Nú vill svo illa til, að
Pósturinn er næstum laglaus og
hefur ekki hundsvit á söng. —
Eftir þetta fróðlega bréf fýsir
hann hins vegar ákaft að heyra
f. d. „höfuðhljóm". En er ekki
bezt fyrir söngvara að hafa sem
víðast raddsvið, komast sem
hæst upp og sem lengst niður?
Kannski er alls ekki gott fyrir
söngvara að hafa neina rödd.
Garðar Hólm gat komizt af án
þess.
Bréf til Landsprófs-
nefndar
Kæri Póstur!
Ég ætla að byrja þetta bréf mitt
á að taka það fram, að síðast-
liðinn vetur var ég í landsprófs-
deild. Við skólaslitin fékk ég að
vita, að ég hefði náð prófinu.
Ég hlaut einkunnina 6.10. Ég
varð auðvitað ofsalega glöð yfir
að hafa náð þessum langþráða
áfanga í áttina að takmarkinu.
Ég steig síðan annað skref og
sótti um inngöngu í mennta-
skóla. En ég hefði getað sparað
mér ómakið við það.
Einn góðan veðurdag er hringt
til mín og mér tjáð, að ég hafi
alls ekki náð landsprófinu. Þetta
hafi komið í Ijós við nánari at-
hugun. Eftir að kennarar mínir
höfðu gefið mér 6.10, voru úr- ,
lausnirnar sendar til einræðis-
herranna, það er að segja lands-
prófsnefndar, og hún ákveður
mér síðan einkunnina 5.90.
Allar framtíðaráætlanir mínar
hrundu samstundis til grunna.
Öll gleðin og bjartsýnin höfðu
verið til einskis og breyttust nú
í sár vonbrigði. Það hefði verið
skárra að frétta um fallið strax,
en fá þetta beint framan í sig
svona allt í einu.
Mér var þó veitt sú náð, rétt
4 VIKAN 36. TBL.