Vikan


Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 25

Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 25
3M Framhald af bls. 17. um mitt siðast liðið ár, svo af þvi má ráða að við höfum hitt nagl- ann á höfuðið”. Svo mörg voru þau orð. Að lokum verður svo minnst á stofnanda hljómsveitarinnar Roxy Music, Bryan Ferry. Hann er ættaöur frá Durham og er 26 ára gamall. Hann hefur stundað nám i „fine art”, þ.e. högg- mynda- og málaralist, við háskól- ann I Newcastle. Hann hóf söng með soul hljómsveitum, en sneri sér siðan aftur að málaralistinni. Einhver verðlaun hlaut hann i þeirri greininni, en þaöan hvarf hann svo sumariö 1970. Þá fór hann að kenna sjálfum sér á piano. Stuttu eftir þetta var hann farinn að semja. Þau verk og það sem hann hefur samið siðan eru uppi- staöan i þeirri tónlist, sem Roxy Music flytur i dag. Það er nokkuð erfitt að lýsa ná- kvæmlega þeirri tegund tónlistar, sem Roxy Music flytur þó svo hún teljist til rokks. Helzt væri að lik- ja henni við þá tónlist, sem King Crimson fluttu fyrir tveimur árum, þó iviö léttari. Það virðist vera samdóma álit er- lendra tónlistargagnrýnenda, að Roxy Music hafi boðað nýja stefnu I rokkinu. Tónlist Bryan Ferry og flutningur Roxy Music á henni, hefur að allra áliti aukið veg rokksins. Þaö sem áður var flókið virðist nú einfalt. Það sem i dag er einfalt veröur að öllum likindum emfaldara á morgun. Þannig færist tónlist nútimans nær og nær uppruna sinum og skilningur mannsins á tónlistinni verður jafnframt dýpri. En allt á sinn endi og ekkert er fullkomiö, og hvert skal þá halda bræður? nedbrydeliqt AJAX með sítrónukeim nýja uppþvottaefnið, sem fjarlægir fitu fljótt og vel. Nýja AJAX - uppþvottaefnið fjarlægir fituleifar án fyrirhafnar. Teskellur - eggjabletti - varalit. Vinnur bug á lykt - jafnvel fisk- og lauklykt - heldur uppþvottavatninu ilmandi. AJAX með M sítrónukeim - hin ferska orka • CITRON OPVASK • AJAX er fljótvirktferskt sem sítróna. 36. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.