Vikan


Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 22

Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 22
hún varð að finna upp einhver ráð, til að komast undan þeim dauðadómi, sem Stephen hafði kveðið upp yfir henni í hjarta sínu. Hún vissi ekki hvers vegna hann vildi ræna hana lífinu. Hafði eitthvað skeð, sem hún vissi ekki um? Eitthvað um hann, Stephen, eitthvað sem hún hafði grafið með minningunum um horfna ham- ingju þeirra? Hún reyndi að grafa upp í huganum allt sem hafði skeð í kringum morðið á föður hennar. Hún hafði farið í hið svokallaða meyjarsam- kvæmi og Stephen í sveins- samkvæmið, sem siður var að halda síðasta kvöldið fyrir brúðkaupið. Hún mundi eftir því að hann hafði hringt til hennar fyrr um kvöldið og henni hafði fundizt hann vera nokkuð drukkinn. Hann hafði reynt að fá hana til að yfir- gefa samkvæmið og hitta sig heima hjá henni. Þegar hún af- tók það með öllu hafði hann orðið dálítið ergilegur. Hún frétti síðar að hann hefði farið úr sínu samkvæmi, rétt á eftir símtalið. Það hafði komið fram við réttarhöldin. Nokkrir vinir þeirra, þar á meðal Bill, höfðu farið til að leita að honum, þar sem Step- hen „var alltof ölvaður, til að geta bjargað sér sjálfur". En þeir höfðu ekki fundið hann, ekki nógu snemma. Þegar hann loksins fannst, sat hann í bílnum sínum. miðja vegu milli Belldale og Strang- ers Mill, öfurölvi. Bíllinn var allur í blóðblettum að innan, sem hafði komið af höndum hans og fötum. En hún var komin heim löngu áður. Hún mundi að hún hafði öskrað svo að Rósa kom hlaupandi og hún mundi að einhver hafði farið með hana burt, en hún hróp- aði og kallaði í sífellu á Step- hen. En það var ekki Stephen sem kom til hennar. Það var Bill, náfölur og óttasleginn. Hann hafði bannað að láta segja henni sannleikann um það hvernig þeir fundu Step- hen. Hún fékk ekki að vita það fyrr en daginn eftir. Meðan verið var að segja henni þessi voðalegu tíðindi, var það Bill, sem hélt í höndina á henni og þótt hún heyrði hvert orð, vildi hún ekki trúa þeim. Það var ekki mikið meira sem hún mundi eftir. Stephen var sjúkur á sálinni, en í myrkvuðum huga !hans, var kannski eitthvað sem hann mundi, en hikaði við að segja það, ef til vill hræddur um að hún vissi líka. Einn af vinum hans frá herþjónustunni sagði frá því að einu sinni hefði hann verið gripinn æði og ráð- izt á annan mann og hefði, án efa, gengið af honum dauðum, ef félagar hans hefðu ekki gengið á milli. En hún hafði aldrei heyrt neitt slíkt og þegar hún heyrði þetta við réttarhöldin, þá vildi hún ekki trúa því, en síðan hafði hún neyðzt til að trúa því og líka því að hann hefði verið sá, sem myrti föður henn- ar. Henni fannst hún hafa leg- ið í göngunum í heila eilífð. Bill hlaut að vera kominn heim. Óttinn heltók hana á ný. Fyrir sjónum sér sá hún Bill koma upp stigann og mæta Stephen. Ef hann lá nú myrtur einhvers staðar niðri og Step- hen biði ennþá eftir að myrða hana. Hún vissi að hún varð að gera eitthvað, en gat ekki feng- ið sig til þess, en svo heyrði hún fótatak fyrir framan skáp- inn og dyrnar voru rifnar upp á gátt. Óttinn kom henn til að troða sér lengra inn í göngin. Hún heyrði nafn sitt hrópað og á hverju augnabliki bjóst hún við að finna hendur þrífa til sín... Svo gafst hún upp, gaf upp alla von til að bjarga lífinu. En þá heyrði hún röddina skýrt. — Janet, í guðs bænum, Janet, — er allt í lagi með þig! Komdu út úr þessari holu. Eg get ekki komið til þín. Það var ekki rödd Stephens, það var rödd Bills. Bill var kominn heim, hann var á lífi, og þegar henni var það ljóst, sleppti hún sér alveg. Hún grét og öskraði, meðan hún var að troða sér til baka úr göngunum og Bill tók hana í faðm sér og sagði: — Þökk sé góðum guði, ég bað til Hans að þú værir þarna. Ertu ómeidd? — Stephen . . . hóf hún mál sitt. — Komdu niður, sagði hann rólega og leiddi hana að stig- anum. — Nei, þú skilur ekki, Step- hen er þarna niðri. Hann . . . þeir slepptu honum . . . hann er . . . Hann vafði hana örmum. — Komdu nú. Og þegar hún ætl- aði að streitast á móti, sagði hann: — Ég veit allt um Step- hen. Þú skalt ekki hafa áhyggj- ur af honum. Ég er hérna hjá þér. Komdu nú. Hún reyndi að stimpast á móti, en hann var ákveðinn og ýtti henni fram fyrir sig. — Hann ætlaði að d . . . drepa mig, stamaði hún. — Hann elti mig um allt húsið. — Elti hann þig, áttu við að hann sé búinn að vera hér lengi? Bill virtist ekki trúa henni. Hún kæfði grátinn og gat ekki svarað. — Vesalingurinn minn litli, sagði Bill blíðlega. -— Geturðu nokkurn tíma fyrirgefið mér? Ég hefði aldrei átt að láta þig ' koma hingað í þetta hús, ég hefði ekki átt að skilja þig eina eftir. —• Hvar er Stephen? Þú sagðir að þú vissir það. —• É'g hitti hann, þegar ég kom heim. Það var ekkert ljós og síminn var í ólagi. Mér varð hálfillt af hræðslu. Hann sagði eitthvað um að þú værir ein- hvers staðar hér uppi og ég sló hann í rot. Líklega var ég harðhentari en ég ætlaði. Svo heyrði hún ánægjutón í rödd hans. — Að minnsta kosti ligg- ur hann nú þarna niðri í and- dyrinu, meðvitundarlaus. — Ó, Bill, þetta er svo óhugnanlegt. Ég var svo hrædd um að hann . . . hún skalf ■— . . . að hann myndi drepa þig líka, sagði hún að lokum. — Nú er þessu lokið, sagði hann. — Komdnu nú niður. Ég skal gefa þér eitthvað hress- andi að drekka og svo sjáum við hvað hægt er að gera við Stephen. Við verðum að binda hann og koma honum á lög- reglustöðina. —• Nei! andmælti hún. — Við skulum bara fara héðan. Við getum skilið hann eftir og látið þá koma og taka hann. — Svona, svona, vertu nú róleg, sagði Bill. — Treystu mér. Þegar þau komu niður í and- dyrið. nam hann staðar. — Bíddu hérna, ég ætla að ná í vasaljós. Hann gekk yfir gólf- ið og hún sá hvar Stephen lá, í ljósrákinni frá vasaljósinu. — Sjáðu, þetta er strax betra. Við skulum kveikja á nokkrum kertum. Hún var óstöðug á fótunum, þegar hún gekk að sófanum og hneig niður í hann. Andartaki síðar var Bill kominn til henn- ar með glas í hendinni. — Drekktu þetta, ég ætla að fara fram og athuga Stephen. Lyktin af koníakinu. sem Bill hafði fengið henni, gerði henni flökurt. Hún setti glasið frá sér og lokaði augunum. Svo heyrði hún eitthvert hljóð fyr- ir framan dyrnar og kallaði: — Bill! — Þetta er ekkert, ég er bara að flytja Stephen, svo ég geti haft auga með honum. Taktu böndin af gluggatjöldun- um, Janet. Við verðum að binda hann. Hún stóð upp, en var mjög rykug í kollinum og hún var á leið til gluggans, þegar Bill kom dragandi Stephen á eftir sér. — Þú hefur ekki drukkið koníakið, sagði hann blíðlega við hana. — Flýttu þér nú elskan, skelltu þessu í þig, þú hefur fengið áfall í kvöld. — Það er svo vond lykt af því og það er svo sterkt, sagði hún. — Haltu um nefið og kyngdu því strax. eins og þú sért að taka lyf. Hann fékk henni glas. — Gerðu nú eins og ég segi, næstum skipandi. Þá kom eitthvað upp í hug- skot hennar, eitthvað sem skýrði hvers vegna hún var ennþá svo hrædd. Hún setti aftur frá sér glasið. — Hvar hittir þú Stephen? spurði hún. — Við útidyrnar, rétt um leið og ég kom inn. — Hvenær var það? — Hvenær? Hann horfði á hana með undrunarsvip. — Það hefur líklega verið nokkrum mínútum áður en ég fann þig. Ég sá að allt var í myrkri og opnaði dyrnar og þarna í and- dyrinu hitti ég Stephen, sem var eitthvað að þvæla um að þú hefðir sloppið frá honum og komizt upp á háaloft. Hann hrukkaði ennið. — Hvað er að þér, Janet? — Þá er einhver annar í húsinu, sagði hún, vegna þess að einhver vár í hælum mér upp á háaloft. Ég hélt að það væri Stephen, en það getur ekki verið, ef hann hefur ver- ið kominn hingað niður. — Það er enginn annar í hús- inu, sagði hann hægt. — Step- hen hlýtur að hafa komið hing- að, þegar hann fann þig ekki. Framháld á hls. 31. 22 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.