Vikan


Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 33

Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 33
við lengur. Ef þeir reyndu að tala saman, þá endaði það allt- af með einhverjum ósköpum. Einasta manneskjan sem Ric- hie hlustaði eitthvað á, var móðir hans. Ef hún hækkaði ekki raustina eða reyndi að tala um fyrir honum að fyrra bragði, lofaði hann henni bót og betrun. En svo gekk hann í burtu frá henni og braut lof- orð sitt. Um nætur lágu þau Carol og Georg andvaka og reyndu að gera sér ljósa ástæðuna fyrir þessum hörmungum, reyndu að kafa eftir eigin mistökum. Ge- org var örvæntingarfullur og kenndi sjálfum sér um það sem orðið var. Carol reyndi að hug- hreysta hann, sagði að þetta gæti aldrei verið honum að kenna. Hann hafði alla ævi drengsins hugsað um velferð hans og það ætti Richie að skilja. Georg, sem alla ævi hafði verið heiðarlegur og far- ið eftir beinum línum, alltaf vitað hvað hann vildi og hugs- að um það eitt að láta fjöl- skyldu sinni líða vel. sem vænti svo mikils af syni sínum, hann gat ekki skilið þennan framandlega síðhærða ungling, sem bjó í húsi hans. Það var sem svar við þessum hörmung- um að Georg varð æ íhalds- samari. Hann tautaði oft með sjálfum sér, en þó svo hátt að það heyrðist, að þessi linkind í Vietnam væri óþolandi. Hann reyndi að finna afsökun þess- um vandræðaunglingum, með því að hengja sökina á þjóð- félagið. Georg átti líka við fleiri erf- iðleika að stríða. Fasteigna- skatturinn á húsi hans hafði fjórfaldazt á sjö árum og þau Carol áttu bágt með að láta tekjurnar endast. Hann sá líka, sér til mikillar gremju, að alls konar glæpahneigð gerði vart við sig. Nágrannar hans höfðu orðið fyrir ránum og innbrot voru tíð, í þessu hverfi, sem annars hafði alltaf verið svo rólegt. Svo var brotizt inn hjá Georg. Hann hafði tekið að sér næturvörzlu til að auka svolít- ið á tekjur sínar og þá hafði hann fengið leyfi til að bera byssu. Hann átti tvær skamm- byssur, en eina nóttina var brotizt inn og annarri byssunni stolið. • Nokkrir af vinum Carol og Georgs áttu í sömu vandræðum með börnin sín, en það var al- drei talað um það. Það var erfitt að viðurkenna að and- rúmsloftið í East Meadow var ekki eins skemmtilegt og þau höfðu búizt við og vonað að það yrði. Georg vann tíu klukkutíma á daginn og á kvöldin vann hann mikið við æskulýðsstarf- ið í hverfinu. Hann vildi reyna að hjálpa börnum nágrann- anna, stuðla að hollri frístunda- iðju þeirra. Því erfiðara var það fyrir hann að sjá sinn eig- in son koma heim á kvöldin í annarlegu ástandi, rauðeygðan og viðutan. Eitt kvöldið gat hann ekki stillt sig lengur, í þeirri von að hann gæti ..barið vit í kollinn á drengnum“, æddi hann inn í herbergið hans og öskraði: — Þú, sem trúir á lögmál götunnar og á að sá sterki sigri, komdu þá! Richie leit á föður sinn, undrandi á svipinn og greip belti til að verja sig með. Georg réðist á son sinn og sló hann svo hann var bólg- inn í andlitinu í marga daga. En svo bað Georg hann afsök- unar, sem Richie tók ekki til greina. Þegar Georg fór að gruna son sinn um að selja eiturlyf, fékk hann hlustunartæki á sím- ann og ætlaði að fá þannig vitneskju um það rétta. —- Við getum ekki lagzt svo lágt að njósna um okkar eigin son, sagði Carol. en Georg hélt fast við ákvörðun sína. Áður en Richie komst að því að hlustað var í símann, voru þau búin að fá grun sinn staðfest- an. • Eftir ný áflog, þar sem Ge- org hafði slegið Richie í ör- væntingu sinni, fóru feðgarn- ir til félagsráðgjafans. í þetta sinn fengu þeir að tala við sál- fræðing, sem lofaði að gera það sem hann gæti fyrir Richie og honum tókst að vinna trúnað hans. En svo var þessi sálfræð- ingur fluttur í annað hverfi og sá sem kom í hans stað, lét al- drei heyra frá sér og Richie var látinn eiga sig. Dag nokkurn í febrúar var Richie kærður fyrir búðarrán, en hann var saklaus. Hann lenti í áköfum slagsmálum og var settur inn í fyrsta sinn. Georg kærir son sinn fyrir lögreglunni. Svo leið að 14. febrúar. Þann dag var Richie rekinn úr skóla. Georg var heima þennan dag og það var því hann sem fór í símann, þegar rektor hringdi. Þegar Richie kom heim. í fylgd með hóp af unglingum, sat Ge- org og beið hans. En Georg sá að unglingarnir myndu ekki koma inn, meðan bíllinn hans stóð fyrir utan húsið, svo hann gekk út og ók í burtu. Meðan hann var í felum við húsið, tók hann örlagaríka ákvörðun. Þeg- ar hann sá að unglingarnir voru komnir inn. á herbergi Richies, hringdi hann til lögreglunnar og kærði son sinn. Hann bað um að gerði yrði húsrannsókn. — Ég hélt ég gæti hrætt hann til að hætta, sagði Georg. En lögreglan fann ekki neitt og þetta varð aðeins til þess að feðgarnir lentu í ofsalegum deilum og lauk þannig að Ric- hie náði í skæri og hótaði að drepa föður sinn. Til að fyrir- byggja að til meiri átaka kæmi, fór Georg út og Richie hringdi til móður sinnar á vinnustað hennar. — É'g hlýt að vera brjálaður, sagði hann, — ég reyndi að myrða pabba. Carol, sem hélt að þetta væri neyðaróp frá piltinum, reyndi að róa hann og lofaði að koma fljótt heim. Hún náði ennþá einu sinni sam- bandi við lækni, sem lofaði að reyna að hjálpa henni. Richie fékk að koma aftur í skólann til reynslu og næsta vika þar á eftir var síðasta rólega vik- an, sem þeim auðnaðist að eiga saman. Richie var heima á kvöldin og las lexíurnar sínar. — Það var eins og við hefð- um heimt drenginn okkar úr helju, sagði Carol. • En í vikulokin kom stór sending af pillum til skólans og Richie, sem keypti nokkrar pillur, var tekinn og færður til rektors. Um kvöldið fór hann út á bar, þar sem félagar hans voru vanir að hittast. Lögreglan kom á staðinn og nokkrir, sem ekki höfðu nafnskírteini á sér, voru settir inn. Það var í ann- að sinn, sem Richie var tekinn fastur. Daginn eftir bað Richie móð- ur sína um að skutla sér til fé- laga hans. Hún gerði það, en þegar hann kom heim, nokkr- um klukkutímum síðar, hafði hún hann grunaðan um að hafa reykt hass, en hún minntist ekki á það við hann. Næsta dag bað hann hana að leyfa sér að skreppa svolítið á bíln- um hennar. Að vísu hafði hún, í eitt skipti fyrir öll. bannað honum að snerta bílinn, en hún sagði: — Hann hafði verið svo góð- ur alla vikuna, svo ég lét þetta eftir honum. Ég gerði reyndar samning við hann, hann átti að fá sér eitthvert starf, sem gæti greitt tryggingar á bíln- um. Richie varð mjög glaður og Carol, sem hélt að hún væri nú búin að f inna lausn á vanda- máli hans, hélt að þetta ein- falda ráð væri nóg, til að koma honum á rétta braut. • Richie ók svo með einum félaga sínum á matbar. Þar varð hann fyrir því að bakka á annan bíl. Bílarnir skemmd- ust ekkert að ráði, en sá, sem átti hinn bílinn, hringdi til for- eldra Richies, sem settust nið- ur til að bíða hans, þegar þau höfðu fullvissað sig um að Richie væri ómeiddur. Á heimleiðinni ók Richie á 100 kílómetra hraða gegnum íbúðarhverfi. Það sprakk á einu hjólinu og hann missti vald yfir bílnum, rakst á ann- an bíl og eyðilagði girðingu. Hvorugur piltanna slasaðist. En Richie hafði tekið pillur. Georg kom fyrstur á slysstað- inn, sendi Richie heim og beið sjálfur eftir lögreglunni. Áður en Richie og foreldrar hans settust niður til að ræða málin, hafði Georg lofað að reyna að stilla sig. En Richie var óvenjulega erfiður. — Þú virðist ekki einu sinni vera leiður yfir þessu, sagði Carol. — Þú virðist ekki skilja að þú hefur eyðilagt bílinn minn. Eða að þú hefðir getað slasað fjölda manns og sjálfan þig- — Það hefði kannski verið það bezta, sagði Richie. Georg þagði, hristi áðeins höfuðið. — Já, hristu bara hausinn, öskraði Richie skyndilega, — hristu hausinn! Georg stóð upp og gekk nið- ur í kjallara. Hann vildi, um- fram allt, forðast árekstur. Richie og móðir hasn héldu samtalinu áfram, en hann var sí og æ að fara í símann og hringdi í allar áttir. Að lokum yfirgaf hann móður sína, gekk inn á herbergið sitt, setti band- ið í gang, lagði sig ofan á rúm- ið og hlustaði. Carol skutlaði yngri syni sínum til bowling- hallarinnar og var í burtu í hálftíma. Þegar hún kom heim aftur, kom Richie út úr her- berginu sínu. Hann slagaði og augun voru eins og rauðar rif- ur. — Hvað hefurðu nú tekið inn, í hamingjunnar bænum, Richi, hrópaði hún. Richie virti hana ekki við- lits, en gekk fram til að hringja. Hann ákvað að hitta félaga sinn klukkan 18.30. Þegar hann hafði lagt frá sér símtólið, öskraði hann til móður sinnar: — Viltu svo hætta að róta til í herberginu mínu, þegar ég er úti! 36.TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.