Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 6
árið 1958. En nú er Chi-Chi orðin göm-
ul, 15 ára, og sýnir sig ekki nema
endrum og eins. Því hafa stjórnendur
dýragarðsins komið upp skilti við búr
hennar. sem á er letrað: .,Chi-Chi er
orðin gömul. Hún er ekki alltaf til
sýnis“. Árið 1966 var Chi-Chi send til
Moskvu, þar sem vonazt var til að
pandabirninum An-An, sem er karl-
kyns, tækist að geta við henni af-
kvæmi. En þau vildu ekkert með hvort
annað hafa, enda ekki sérlega gott
samkomulag á milli Kína og Sovét. —
Tveimur árum síðar flaug An-An til
London en enn skeði ekki neitt. Því
bendir allt til þess, að Chi-Chi deyi
án þess að hafa verið við karlbjörn
kennd.
KING KONG HEIÐRAÐUR
í ENGLANDI
King Kong er ákaflega v'insæl teikni-
myndafígúra í Bretlandi, Bandaríkjun-
um og víðar. Hann er konungur frum-
skógarins, stór og sterkur górilluapi,
sem er samt góða dýrið og einfalda.
í Englandi hefur verið hafin mikil
herferð, sem hvetur fólk til að prýða
og fegra landið og hefur í því sam-
bandi verið komið upp miklu magni
af styttum hér og þar. Stytta af King
Kong hefur verið reist í Birmingham.
Listamaðurinn situr við fætur sköpun-
arverks síns og heitir hann Nicholas
Monro. Sagði hann, að íbúar borgar-
innar fengju sex mánuði til að segja
til um hvort þeir vildu hafa King Kong
á aðaltorgi borgarinnar fyrir fullt og
allt eða ekki.
King Kong fæddist í Hollywood ár-
ið 1932 og er enn jafnvinsæll um allan
heim.
Vestur-þýzki akróbatinn Herbert
Neupert, sem einkum fæst við að sýna
listir sínar á reiðhjóli, datt nýlega nið-
ur á sniðuga aðferð til að auglýsa sjálf-
an sig. Hann fékk sér pínulítið hjól og
hjólar nú á því um götur Hamborgar.
eins og myndin sýnir.
BORGAR BLOÐPENINGA
FYRIR 700 ARA
GAMALT MORÐ
MINI-HJÖL
Bóndi nokkur í Danmörku borgar á
hverju ári 50 krónur danskar til bæj-
arstjórnarinnar. Ástæðan er sú, að ár-
ið 1284 bjó forfaðir bóndans á bænum
og varð hann fyrir því að myrða ná-
granna sinn — prest bæjarins. Þá
tíðkaðist það meðal þeirra sem áttu
peninga, að þeir gátu borgað sig út
úr glæpum og féllst forfaðir bóndans
á að borga 50 krónur á ári til yfir-
valda og ætlaði hann jafnframt að sjá
um, að afkomendur hans gerðu slíkt
hið sama. Bæjaryfirvöldin hafa nokkr-
um sinnum nefnt við bóndann, Sören
Andersen, að hann þurfi ekkert að
vera að borga þetta, en honum þykir
þetta vera orðin skemmtileg hefð og
heldur því áfram og áfram og áfram
og . . .
CHI-CHI KARLÆG
Pandabjörninn fröken Chi-Chi er enn
uppáhaldsdýrið í dýragarðinum í Lond-
on og hefur hún reyndar verið það
allar götur síðan hún kom frá Kína
í vor bar svo við í Upton Park í Lond-
on, þegar fyrstu deildarliðin West Ham
og Liverpool léku þar, að stöðva varð
leikinn í nokkrar mínútur vegna þess
að óboðinn gestur settist skyndilega að
í marki Liverpool, svo markmaðurinn,
Ray Clemence, gat ekki sinnt skyldu-
störfum sínum við að bjarga þrumu-
skotunum í stöngina. Hundurinn Bon-
zo var sem sé kominn á kreik og not-
aði stöngina á sinn sérstaka hátt, eins
og sést á efri myndinni. Hundurinn var
fjarlægður eins og sjá má af neðri
myndinni en Clemence var úr stuði og
West Ham sigraði 2—0.
FÖTBOLTAHETJAN
BONZO
SÍÐAN SÍÐAST