Vikan


Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 43

Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 43
TITO Frarrihald af bls. 9. verkfall. Stjórn stöðvarinnar tók honum það miður vel upp og rak hann úr vinnunni ann- an október 1926. Um veturinn vann hann í járnbræðslu skammt frá Beo- grad. Vinnudagurinn var sext- án stundir á sólarhring. Broz hvatti niðurnídda vinnufélag- ana til kjarabaráttu og skrif- aði í blað nokkurt grein um vinnuskilyrðin við bræðsluna, sem voru heldur bág. Fyrir það var hann rekinn úr þeirri vinnu. Þar með lauk ferli hans sem verkamanng. Hann hafði nú getið sér það góðan orðstír meðal félaga sinna í flokknum að hann var skipaður erind- reki félags málmverkamanna 1 Zagreb. Þetta félag var að heita mátti alkommúnískt og því undir stöðugu eftirliti lög- reglunnar. í júní 1927 var Josip Broz aftur handtekinn, og í þetta sinn án þess að nokkur skýr- ing væri gefin. Fram til tutt- ugasta október þá um haustið var hann geymdur í Ogulin- kastala í turni frá fimmtándu öld, og þar voru að lokum sett yfir honum réttarhöld. Hann var dæmdur til fimm mánaða fangelsis, en þar af kom tveggja mánaða varðhaldsvist til frá- dráttar. Afgangur refsingar- innar var skilorðsbundinn. Josip Broz var aftur frjáls, en hann vissi að það frelsi kæmi til lítils, því að flokkur hans var bannaður og að sjálf- ur yrði hann framvegis undir ströngu eftirliti. Nú lá fyrir honum að fara huldu höfði, sitja ráðstefnur í afskekktum húsum, sofa við byrgða glugga, ferðast undir fölskum nöfnum með fölsk vegabréf, laumast til að reka undirróður í verksmiðj- um, gista hjá vinum í kjöllur- um og útihúsum. Þegar sósíalistar héldu upp á fyrsta maí í Apollo-kvik- myndahúsinu í Zagreb, reyndi Broz, sem þar var mættur, að koma af stað rökræðum með framíköllum. Upp úr því hafð- ist þó ekki annað en slagsmál milli kommúnista, sem dreifð- ir voru um salinn, og starfs- manna hússins. Lögreglan kom á vettvang, tók Broz fastan og hafði á brott með sér. Að tveim- ur vikum liðnum var honum þó sleppt, og hann tók aftur upp líf sitt í felum með svört gleraugu og uppbrettan frakka- kraga. Tuttugasti júní 1928 varð svartur dagur fyrir júgóslav- neska lýðræðið, sem að vísu hafði aldrei verið beysið. Þá reiddist konunghollur fulltrúi á þinginu í Beograd svo Stjepan Radic, foringja bændaflokks Króata, að hann brá upp byssu og skaut þennan andstæðing sinn til bana. Tvo aðra króa- tíska þingmenn, sem sátu nærri foringja sínum, skaut sá konungholli honum til samlæt- is. Þetta vakti óhemju reiði í Zagreb. Verkalýðssamtökin hvöttu til vopnaðrar uppreisn- ar Króata gegn Serbum. Lög- reglan svaraði með rassíum. Fjórða ágúst 1928, í rökkr- inu, kom Josip Broz að Vinov- gradskaja fjörutíu og sex, þar sem einn vikstaður hans var. Lögreglumenn sátu þar fyrir honum, gripu hann og hand- járnuðu og drógu með sér í fangelsi. í þetta sinn var hann dæmdur til að sitja inni í fimm ár. Hann sat inni í Lepoglava fram í júní 1931 og síðan í Maribor. Hann notaði þessi fimm ár til að lesa allt um stjórnmál og heimspeki, sem hann festi hendur á. f Lepo- glava kynntist hann Mosche Pijade, sem dæmdur hafði ver- ið í tuttugu ára fangelsisstraff, og varð vinur hans. Þessi markverði hugmyndafræðingur júgóslavneskra kommúnista var smár maður og veikbyggð- ur, en úthaldið dæmafátt. Hann hafði skólazt í París og Vín. Tito sagði síðar: „Fangelsið varð háskóli minn.“ Meðan Josip sat á bak við lás og slá hvarf Pelagea úr lífi hans, enda gefur að skilja að það hefur ekki verið neinn dans á rósum að vera eiginkona kommúnísks byltingarmanns í því afturhaldssama konungs- einræðisríki sem Júgóslavía var í þá daga. Hún fór til Rúss- lands með drengina. Tíu árum síðar giftist hún efnilegum em- bættismanni þar í landi, enda hafði fyrra hjónaband hennar þá verið gert ógilt. Um þetta leyti, sjötta janúar 1929, leysti Alexander konung- ur júgóslavneska þingið upp, afnam allt lýðræði og stjórn- aði síðan af litlu minna ein- ræði en stéttarbræður hans á átjándu öld. f það mund héldu júgóslav- neskir kommúnistar fjórða þing sitt í útlegð, nánar tiltekið í Dresden í nóvember 1928. Af hálfu Kominterns, alþjóðasam- bands kommúnista, var þar mættur ítalinn Togliatti, og kunngerði eftirfarandi kenni- setningu: Menntamenn verða að gerast verkalýðnum undir- gefnir. Þeir mega ekki vera forustumenn verkalýðsins. Þetta skipti allmiklu máli fyr- ir Josip Broz. Enginn gat neit- að því að hann hafði lengst af ævinnar unnið hörðum hönd- um, og vegna þessara fyrir- mæla Komintern jukust nú framalíkur hans innan flokks- ins, sem til þessa hafði einkum lotið mönnum úr borgarastétt. Tólfta marz 1934 var Josip Broz látinn laus. Hann hafði fengið laun fyrir vinnu sína í fangelsinu og sparað þau sam- an, svo að hann gat keypt sér skó og látið skera sér nýjan alklæðnað. Hann var alltaf nokkur áburðarmaður og sótt- ist eftir að ganga glæsilega bú- inn .Hár sitt litaði hann rautt, lét sér vaxa yfirskegg og keypti sér gleraugu, enda þótt hann hefði haukfrána sjón. Hann vissi að hann yrði að beita meiri kænsku nú en áð- ur, ef hann vildi ekki lenda í fangelsi aftur innan skamms. Hann ferðaðist um landið, bjó hjá hinum og þessum félögum, rak áróður og skipulagði. Nú þurfti hann ekki að taka tillit til annarra en flokksins, þar eð fjölskyldan var á bak og burt. Og ástandið var ekki björgulegt. Meira en þriðjung- ur þjóðarinnar bjó við atvinnu- leysi. Á fangelsisárunum fimm hafði verðlagið hækkað um nærri tuttugu prósent, en kaup- gjaldi hafði á sama tíma verið haldið niðri. Fólk bjó við hungur. Á. kvöldin sást óvíða ljós í glugga, því fáir áttu fyr- ir steinolíu. Karlar og konur hímdu niðurdregin og vonlaus á þröskuldum niðurníddra heimila. Um helmingur eldra fólksins var ólæs og óskrifandi. I utanríkismálum var ástandið ekki betra. Öll nágrannaríkin, að Austurríki einu undan- teknu, gerðu landakröfur á hendur Júgóslavíu. Mussolini heimtaði hluta af Dalmatíu, Ungverjar kröfðust stórra spildna að norðaustan, Búlgar- ar kröfðust hluta af Makedón- íu og Albanir vildu fá Kosovo- Metohija. Josip Broz hófst nú hendur við það verk að endurlífga kommúnistaflokkinn, sem var ekki svipur hjá sjón eftir of- sóknir og fangelsanir. Til þessa fékk hann fjármagn nokkurt frá aðalstöðvum Komintern í Moskvu. Yfirmaður hans og þáverandi aðalritari kommún- istaflokks Júgóslavíu var Mil- an Gorkic, tungumálamaður mikill. Hann var kominn af gamalli austurrískri embættis- mannafjölskyldu og hafði mjög gaman af að ganga í silkinátt- fötum. Frá honum fékk Broz vegabréf, peninga og fyrir- mæli. Broz gekk nú undir ýms- um nöfnum eins og Rudi, Spiridon. Carlsson, Babic, To- manek, Walter — og Tito. Hann kleif yfir Karawanken í flokki fjallgöngumanna og fékk hjá ballerínu í Vín fyrir- mæli, nýkomin frá Moskvu. Hann sat flokksráðstefnu í villu nokkurri nálægt Ljubljana, Buxur og mittisjakki úr burstuðu denim. Opið til ld. 10 á kvöld- in þriðjudaga og föstu- daga og kl. 12 laugard. Skeifunni 15. / 36. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.