Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 16
Rokkið tekur nýja stefnu
erfitt fyrir mig.” Þessi orð eru
greinilega sögð af hreinskilni og
það fer örugglega ekki á milli
mála, að hann gerir sér engar
grillur út af eigin kunnáttu.
Knoheitir sá næsti. Hann gegnir
mun veigameira hlutverki i
hljómsveitinni, en nafnið bendir
til. Hann er stjórnandi þess, sem
á ensku kallast „synthesiser”.
Ekkert nafn hefur enn verið
fundið á þetta hljóðfæri á is-
lenzku.það mun vera segulhand,
sem hefur að geyma ýmis
elektrónisk hljóð og allt sem
nöfnum tjáir að nefna. (Emer-
son, Lake og Palmer nota
Enska hljómsveitin Roxy Music
stefnir nú hraðbyri upp á stjörnu-
himininn I Englandi og víðar.
Hljómsveitina skipa sex menn og
eru aðeins tveir þeirra með ein-
hverja reynslu i hljómsveitar-
bransanum. Það eru þeir Rik
Kenton og Paul Thompson. Rik
Kenton spilar á bassa. Fyrir um
þaö bil fimm árum byrjaði hann
aö spila á orgel og gltar. Þá spil-
aði hann að mestu jass og blues.
1969 tók hann til viö bassann og
hefur haldið tryggð við hann
slðan. Hann spilaði i fyrsta skipti
opinberlega með Roxy Music
þann 27. mai 1972, en þá voru
fyrstu tónleikar hljómsveitar-
innar. Paul Thompson er
trommuleikari hljómsveitar-
innar. 1 hans eigu mun vera eitt
fullkomnasta trommusett, sem
fyrir finnst. Hann komst I sam-
band við Roxy Music I gegnum
auglýsingu I Melody Maker.
Hann er ættaður frá Newcastle og
hefur spilað með nokkrum hljóm-
sveitum þaðan, þar á meðal
Smokestack, ef einhver kannast
viö nafnið. Hann segir sjálfur svo
um trommuleik sinn. — ,,Ég
reyni að spila melódlska tónlist
jafnt sem rythmiska. Flestir
trommuleikarar spila aðeins
annað hvort. Þegar þeir leika,
mætti llkja þeim viö klukku.
Alltaf það sama. Ég reyni oft að
fara öfugan klukkuhring og
árangurinn er stórkostlegur”.
(Þá vantar ekki sjálfsálitiö). Phil
Manzanera byrjaöi með Roxy
Music sem „soundmixer”. Slðar
leysti hann David O’List sem
gftarleikari, en hann hafði veriö
meö frá upphafi. Phil Manzanera
byrjaði að spila á gltar, þegar
hann var 12 ára gamall en ekkert
of erfitt, eins og hann segir
sjálfur. Þeir, sem mest áhrif
höfðu á gltarleik hans voru Georg
Harrison og Chuck Berry. Nú
viöurkennir hann áhrif frá Lou
Reed, sem er ameriskur gitar-
leikari og allvinsæll þar vestra.
Hann segir sjálfur. —„Roxy
Music hæfir mér fullkomlega.
Viö spilum nákvæmlega það sem
mig hefur alltaf langað til að spila
og svo vill til, aö ekkert er of
Eno, hann átti á tímabili 30 segulbönd.
Paul Thompson, trommuleikari
Andv Mackey saxafónleikari. — ,,Ég hefði getað orðið klassiskur óbóisti’
Phil Manzanera gltarleikari, sem by'rjaði sem „soundmixer .
Rik Kenton, spilar á bassa.
Bryan Ferry, tónskáld, pianoleikari og stofnandi Roxy Music.
16 VIKAN 36. TBL.