Vikan


Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 9

Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 9
Tito hefur alltaf kunnað vel að meta góðlífi, góðan mat, Ijúfar veigar, falleg föt. Hér er hann ásamt núverandi eiginkonu sinni. land og fékk þar vinnu við kornmyllu í Veliko Troijstov, níutíu kílómetra fyrir austan Zagreb. Hann vissi að þar sem mylla er, þar er venjulega eitt- hvað af korni í brauð. Mylluna átti Samuel Polak, gamall mað- ur, og var hún knúin með viðar- kolum. Meðan Josip dvaldist þarna fæddi Pelagea honum þrjú börn. Aðeins eitt þeirra, sonur að nafni Zarko, lifði. Annað hinna dó úr blóðkreppu- sótt, hitt úr barnaveiki. Faðir þeirra hjó þeim litla legsteina, svo að grafir þeirra yrðu ekki auðar með öllu. Broz var þá þegar skráður í kommúnistaflokk Júgóslavíu, en hafði sig enn sem komið var lítt í frammi þar. Fyrsta stjórn- málaaðgerð hans sem kunnugt er um var sú, að hann mætti með rauðan fána við jarðarför flokksfélaga eins og flutti stutta kveðju yfir moldum hans, þeg- ar klerkurinn sem jarðsetti hafði lokið sinni tölu. Jafn meinlaus og þessi að- gerð var, þá kallaði hún yfir Josip Broz reiði yfirvaldanna. Daginn eftir sóttu hann lög- regluhermenn. Hin konunglega stjórn hafði gefið út nokkuð liðlega orðaða tilskipun, þar sem stóð að bönnuð væru öll samtök sem prédikuðu bylt- ingu, einræði og ofbeldi, og enginn vandi var að skipa kommúnistaflokknum í þann hóp. í þetta sinn var Josip Broz þó sleppt úr haldi eftir átta daga yfirheyrslur. í september 1925 dó Polak, og erfingi hans vildi ekki hafa þennan rauðliða í þjónustu sinni. Josip Broz fékk þá vinnu í skipasmíðastöð í Kraljevica og gerði við gamla austurríska tundurskeytabáta, sem nú Tito lærSi járnsmíSi í æsku og iSkar þá iSn ennþá í frístundum. sigldu undir júgóslavnesku flaggi. Þegar eitt sinn höfðu liðið tíu vikur án þess að verka- mönnum við stöðina væru borguð laun, skipulagði hann Framhald á bls. 43. 36. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.