Vikan


Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 11

Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 11
bylgjur. Margir parasálfræð- ingar halda að aðeins heili í lifandi manneskju geti sent frá sér skyggnibylgjur. En ekkert sér jafnilla' og lifandi heila- frumur. Því að heilinn er eins og foss — hugsanirnar eru vatnið, sem fellur. Þegar við deyjum, byrjum við fyrst fyrir aivoru að „senda“, eða það heldur Anna Elisabeth. Liggi manneskja dá- in í vatni, hindrar vatnið skyggnimyndirnar, sem frá henni streyma. Og það er ekki hugur þess skyggna, sem ryðst niður í vatnið til þess látna, heldur bylgjurnar frá þeim látna, sem koma upp og til hans. Meðal annarra, sem liggja í vatni og hafa látið Önnu Elisa- beth vita af sér, eru nokkrar stúlkur, sem horfið hafa og mikið verið skrifað um í blöð. Þeirra á meðal ein sænsk, sem Viola hét, og önnur norsk, Bente að nafni. Sögusagnir ganga um að þær hafi verið myrtar — Anna Elisábeth hef- ur hins vegar séð þær báðar fremja sjálfsmorð. Þær gengu sjálfar í dauðann, drekktu sér, óhamingjusamar og örvænting- arfullar. Ánna Elisabeth segir að lík norsku stúlkunnar muni finnast, en þeirrar sænsku ekki. Anna Elisabeth hefur fundið marga, sem horfið hafa. Hún gat bent nákvæmlega á hvar gömul kona lá dáin úti í skógi. Sú gamla hafði gengið út í skóginn og villzt. Lögreglan sagði að það væri ómögulegt að hún gæti verið þarna, landa- Anna Elisabeth Westerlund er gædd skyggnigáfu - og það ekkert í smáum stíl. HvaS þaS snertir stendur enginn í Noregi henni á sporSi - og kannski enginn í Evrópu allri. Hún er þegar orSin þjóS- sagnapersóna. Hún fær mörg þúsund bréf vikulega og fimmtíu manns hringja til hennar dag hvern. bréfið sýndi að þangað væri ekki hægt að komast. En svo sýndi sig að landabréfið var gallað — Anna Elisabeth hafði á réttu að standa. Nokkrir hafa komið til Önnu Elisabethar og leitað hjálpar til að finna týnda muni. En því neitar hún. Hún sér enga ástæðu til að éyða tíma og leggja á sig erfiði vegna svo- leiðis smámuna. Það er fólk og örlög þess, sem hún hefur áhuga á. En hún viðurkennir, að hún hafi enn ekki getað vanið sig af skelfingunni, sem grípur- hana þegar hún sér hengda manneskju í tré eða einhvern sem hefur skorið sig á háls. — Skyggnigáfan er algerlega, líkamlegt fyrirbæri. segir hún. — í bernsku erum við öll með móttökutæki. Við höldum áfram að senda frá okkur til- kynningar allt lífið. Eiginlega er spurningin bara um að hitta á rétta bylgjulengd — alveg eins og þegar maður sýslar við útvarps- eða sjónvarpstæki. Skyggnigáfa gengur aldrei í erfðir. Hún segist geta séð sína eig- in framtíð, sem verður ekki án þjáninga. En hún möglar ekki, veit að þetta er óhjákvæmi- Framhald á bls. 47. 36. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.