Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 12
mM
MATTUR
DROTTINS
eftir Sherwood Anderson.
MYNDSKREYTING: SIGURÞOR JAKOBSSON
■
Séra Curtis Hartman
var prestur i Oldunga-
kirkjunni i Winesburg
i Ohiofylki og hafði
gegnt þeirri stöðu i tiu
ár. Hann var fjörutiu ára gamall
og i eðli sinu þögull og kyrrlátur.
Honum veittist alltaf erfitt að
prédika. Hann kveið alltaf fyrir
þvi aö standa i prédikunar-
stólnum frammi fyrir söf-
nuðinum. Frá þvi á
miövikudagsmorgni þangað til á
laugardagskvöldi hugsaði hann
ekki um annaö en ræðurnar tvær,
sem hann yröi að halda næsta
sunnudag. Snemma á sunnu-
dagsmorgnum gekk hann inn i
litið herbergi, sem kallað var
lesstofan. Það var i klukkuturni
kirkjunnar. Þar féll hann á kné
og baðst fyrir. 1 bænum hans
hafði ein ósk sifellt yfirhöndina:
„Gef mér vald og hugrekki i
starfi minu fyrir riki þijtt, algóði
Guð!” þrábað hann. Hann lá á
hnjánum á beru gólfinu og beygði
höfuð sitt i virðingu fyrir þvi
verkefni, sem fyrir honum lá.
Séra Hartman var hávaxinn
maður með brúnt skegg. Hin
gilda og taugaóstyrka kona hans
var dóttir nærfataframleiðanda I
Cleveland i sama fylki.
Presturinn sjálfur var vel látinn i
bænum. Eldri kynslóð safn-
aöarins geðjaöist að honum,
vegna þess aö hann var kyrrlátur
og þóttalaus. Frú White, konu
bankastjórans, fannst hann vera
kennimannlegur og siðfágaður
maður.
öldungakirkjusöfnuðurinn leit
á kirkju sina og sjálfan sig með
nokkru stærilæti. Söfnuðinum og
safnaöarstjórninni fannst þau
taka fram öllum öörum kirkjum i
Winesburg. Söfnuöurinn var
stærri og safnaöarmeðlimirnir
yfirleitt efnaöri en i hinumsöfn-
uöunum. Presturinn var lfka
betur launaður en prestar hinna
safnaðanna. Hann átti jafnvel
sinn eigin léttivagn og á sumar-
kvöldum ók hann stundum um
bæinn meö konu sinni. Hann ók
um Aðalstræti og beygði siðan inn
i Buckeystræti. Hann hneigði
höfuðið alvarlega i kveöjuskyni
til vegfarenda, en kona hans
horfði á hann i laumi, með leyndu
stolti. Hún var sifellt hrædd um
að hesturinn fældist með þau.
Arum saman gekk séra Curtis
allt I haginn, eftir að hann kom til
Winesburg. Hann var ekki
þannig maður að hann vekti
eldlegan trúaráhuga á meöal
safnaðarmeðlimanna, en á hinn
bóginn eignaðist hann enga óvini.
1 rauninni var trú hans djúp og
heitog stundum greip hann iðrun,
sem hann þjáðist þá af i langan
tima. Þá iðraðist hann þess að
hann gat ekki prédikað Guðsorð á
götum og gatnamótum bæjarins.
Hann velti þvi fyrir sér, hvort
eldur hins Heilaga Anda þrynni i
rauninni i honum. Hann dreymdi
um aö sá dagur kæmi, er
voldugur, indæll, nýr straumur
ofurmáttar birtist skyndilega i
rödd hans og sál og fólkið skylfi
frammi fyrir anda Guðs, sem þaö
sæi opinberast i honum. „Ég er
vesæll maöur, og slikt mun aldrei
henda mig,” hugsaði hann
hnugginn. Siðan breiddist bros
yfir andlit hans. Það bar vitni um
þolinmæði. „Jæja, ég býst við að
ég þurfi ekki að kvarta,” hugsaði
hann heimspekilega með sjálfum
sér.
Það var aðeins' einn gluggi i
lesstofunni i klukkuturni kirkj--
unnar. 1 þessari litlu stofu baðst
presturinn fyrir á sunnu-
dagsmorgnum. Hann bað um að
hann öðlaöist aukinn guðlegan
styrk - guðlegan mátt. 'Þessi
gluggi var hár og mjór. Hann
var á hjörum, likt og hurð, sem
opnaðist út á við. 1 glugga
þessum voru margar málaðar
smárúöur, sem mynduöu til
samans málverk af Kristi og
sýndu hann vera að blessa barn.
Hönd hans hvildi bliðlega á höfði
barnsins. Sunnudagsmorgun
nokkurn að sumri til, sat hann að
venju við skrifborð sitt i her-
berginu. A borðinu fyrir framan
hann lá stór biblia, en á við og
dreif um borðið lágu blöð, sem
hann hafði ritað á ræðuna, er
hann var að semja. Prestinum
varð snögglega litið upp og hrökk
hann þá við, er hann sá konu
liggja reykjandi uppi i rúmi á efri
hæð næsta húss.
Hún lá þar reykjandi og las i
bók, Hún blés út úr sér reyknum.
Þessi sýn hneykslaði hann.
Curtis Hartman læddist úr að
glugganum og lokaði honum
hljóðlega. Honum fannst þessi
sýn hryllileg. Honum fannst
hryllilegt að sjá konu liggja þarna
reykjandi. Einnig fór örlitill
titringur um hann, er honum varð
hugsað til þess, að augu hans,
sem nýlega höfðu hvilt á opinni
bók Drottins, höfðu litið þessar
hvitu axlir og nakinn háls þessar
reykjandi konu. Allt komst 1
uppnám I heila hans og þannig á
sig kominn steig hann i
ræöustólinn og hélt langa ræðu,
án þess að hugsa vitund um
látbragð sitt, handahreyfingar né
rödd. Ræðan vakti óvenjulega
athygli, vegna þess hve hún var
þrungin miklum mætti. Það var
sem hver setning væri sveipuð
heiörikju himinsins.
„Skyldi hún hlusta á mig?
Skyldi rödd min flytja sálu
hennar boðskap,” hugsaði hann
meö sér og tók að vona, aö á
sunnudagsmorgnum fram-
tiðarinnar tækist honum að mæla
orð af munni, sem snertu og vektu
þessa konu til sanns lifs, þessa
konu, sem auösýnilega var
djúpt sokkin I sina leyndu synd.
I húsi þessu, sem næst var kirk-
junni, bjuggu tvær konur.
Gegnum glugga á húsi þessu
haföi prestinum birzt þessi sýn,
sem kom honum i slikt uppnám.
Elizabet gamla Swift, grá,
dugnaðarleg ekkja, sem átti
peninga I Þjóöbankanum i
Winesburg, bjó þar með dóttur
sinni, Katrinu Swift, en hún var
kennslukona. Katrin kennslu-
kpna var þrjátiu ára gömul og
grönn og spengileg i vexti. Hún
átti fáa vini og það fór það orð af
henni að hún væri viðskotaill i
tilsvörum. Er Curtis Hartman
tók nú til að hugsa um hana,
mundi hann að hún haföi farið til
Evrópu og hafði búið tvö ár i New
York. „Kannske að tóbaksnautn
hennar gefi i rauninni ekki til
kynna hennar innri mann,”
hugsaði hann. Hann minntist nú
skáldsagnalesturs sins á skóla-
árunum. Kvenpersónurnar i
einni þeirra, sem hann haföi af
tilviljun rekizt á og lesið, höfðu
reykt. Þær höfðu aö sönnu verið
veraldlega þenkjandi, en samt
góðarkonur. Með endurnýjuðum
ásetningi vann hann að ræðum
sinum alla vikuna. I ákafa sinum
i að ná til innstu sálarfylgsna hins
nýja áheyranda, gleymdi hann
bæöi sinni venjulegu feimni og
vandræðum i prédikunarstólnum
og nauðsyn bænarinnará sunnu-
dagsmorgnum.
Reynsla séra Hartmans af
kvenþjóöinni haföi verið fremur
takmörkuð. Hann var sonur
vagnasmiðs i Muncie i In-
díanafylki. Hann hafði unnið
fyrir sér á skólaárunum. Dóttur
nærfataframleiöandans hafði
leigt í húsi, sem hann leigði i og
mataðist i á skólaárum sinum.
Hann haföi kvænzt henni eftir
formlegt og langt tilhugalíf, sem
stúlkan átti drýgstan þátt i. A
brúökaupsdegi þeirra hafði
nærfataframleiöandinn gefið
dóttur sinni fimm þúsund dali og
lofað aö arfleiða hana aö minnsta
kosti tvöfaldri þeirri upphæð.
Prestinum hafði fundizt
Framháld á bls. 37.
12 VIKAN 36. TBL.