Vikan


Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 18

Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 18
HVERNIG MYNDUÐ ÞÉR DÆMA GEORGE DIENER? Georg Diener hafði náð takmarki sínu. Hann bjó nú með konu sinni og sonum í fallegu, vel búnu húsi. En það sem var öðru ofar, hann átti son. Smám saman breyttist líf hans í martröð, sem endaði í hræðilegum harmleik. Georg Diener skaut son sinn, - en var sýknaður. Lesið þetta greinarkorn og íhugið hvernig þér mynduð hafa dæmt... Hin dæmigerða „ameriska fjölskylda", mynd af Dienerhjónunum og sonum þeirra, nokkrum árum áSur en sorgirnar dundu yfir þau. Fyrir 18 árum. 6. júlí árið 1954, fæddist Richie, eldri son- ur hjónanna Georgs Edwards Diener og Carol konu hans. Foreldrarnir þekktust frá því þau voru börn, alin upp í sömu leigublokk, í ömurlegu hverfi í New York. Þegar vinir þeirra spurðu síðar, hvernig þau hefðu kynnzt, þá svaraði Ge- org alltaf hlæjandi og leit glettnislega á konu sína: — Ég var svo latur. Ég kvæntist stúlkunni úr næsta stigagangi. Carol lauk skólagöngu sinni, sérhæfði sig til að verða mót- tökustjóri og fékk, að því loknu, vinnu í einni banka- höllinni í Wall Street. En Ge- org lauk ekki skólagöngu. Hann hætti í skóla, nokkrum árum fyrir lokapróf og fór til sjós. Hann var ungur og hald- inn ævintí'raþrá og vonaðist til að hagnast í róti eftirstríðs- áranna. Þegar hann hafði verið á siglingu um öll heimsins höf í sjö ár, setti Carol honum stól- inn fyrir dyrnar og sagði að ef hann hugsaði til sambúðar Georg Diener rétt fyrir réttarhöldin. við sig, yrði hann að koma í land. Richie var kátur strákur með eldrautt hár. Carol var íhaldssinnuð og gekk í félagsskap, sem kallaði sig DAR. (Dauthers of the American Revolution). Hún var stolt af félagi sínu og hengdi félagsskírteinið upp á vegg. Þau tóku á leigu litla íbúð, þegar þau giftu sig og hún setti sitt stolt í að halda henni snyrtilegri og hún sá líka til að heimilispeningarnir hrykkju til. Georg Diener var rólegur ná- ungi, frekar þrekinn með dökkt og liðað hér. Það fyrsta, sem maður tók eftir, var að hann hafði látið tattóvera bandaríska fánann á annan handlegginn. Það var fullur tattóveringameistari, sem hafði gert þetta, þegar Georg var 15 ára. Georg var mjög hressileg- ur í tali og þegar hann talaði, ljómuðu augu hans og hann baðaði mikið út höndunum. — Mér þykir aðeins gaman að því sem ég get gert, var hann vanur að segja. Honum þótti gaman að skipu- leggja skemmtiferðir með

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.