Vikan - 14.09.1972, Side 6
Hverju sinni sem einhver þota banda-
ríska flughersins rýfur hljóðmúrinn
yfir þjóðgarðinum US Park í Utah,
þjóta garðverðirnir af stað til að sjá,
hvort nokkurt tjón hafi orðið á stein-
boga einum miklum gerðum af nátt-
úrunnar höndum, sem er mesta dýr-
indi garðsins. Steinbogi þessi er hundr-
að metra að þvermáli og frægastur
slíkra boga í öllum heimi.
Þegar þoturnar brjótast gegnum
hljóðmúrinn, gera þær það með óhemju
brestum og blæstri, svo að líkja má
við sprengingar. Hefur þetta marg-
sinnis valdið skaða, þegar lágt hefur
verið flogið. Boginn sem hér um ræð-
ir má ekki við miklu, svo að garð-,
verðirnir hafa af honum þungar
áhyggjur. Þeir fullyrða að flugmenn-
irnir hegði sér af ábyrgðarleysi og
glannaskap og leiki sér að því að fljúga
sem lægst, rétt eins og þeir séu að
reyna að brjóta niður bogann. Annar
staður, sem flugherinn hefur mjög
notað til æfinga, er Dauðadalurinn
frægi í Kaliforníu, en botn hans er
hundrað metra undir sjávarmáli og
beggja vegna fjöll upp í þrjú þúsund
metra hæð. Þarna eru flugmennirnir
vanir að steypa sér niður í allt að tíu
metra hæð yfir jörðu. í fyrra hleyptu
þotubrestir af stað miklum
skriðuföllum, sem eyðilögðu þúsund
ára gamlar rústir Indíánabygginga í
Canyon de Chelly í Arizona.
AFGÖMUL BARNFÖSTRA
Elzti borgari Taílands, sem kunnugt er
um, er Tongsúk Namkaeó til heimilis
í þorpinu Sí Sjang Maí bei Nong Kaí
í norðurhluta landsins. Hann fullyrðir
sjálfur að hann sé hundrað þrjátíu og
sjö ára að aldri, og hefur enginn getað
afsannað það ennþá. Og ýmislegt
mælir með því að karl segi satt til.
Pó Tú, eða Tú afi, eins og hann er
kallaður, hefur séð á bak í gröfina
tveimur eiginkonum og á nú dálagleg-
an hóp afkomenda: ellefu börn, fimm-
tíu barnabörn og fjörutíu og sjö barna-
barnabörn. Elzt barna hans er dóttir
að nafni Fúang, nú áttatíu og fimm
ára, en það yngsta er fjörutíu og sex
ára gamall sonur.
Tongsúk var annar í röðinni af tíu
barna hópi fátæks bónda í Súrat-Tani
í suðurhluta Taílands. Foreldrar hans,
sem og systkini, eru auðvitað löngu
dáin. Móðir hans náði þó hundrað
þrjátíu og tveggja ára aldri.
STRÍÐSÞOTUR VALDA
NÁTTÚRUSPJÖLLUM
Steinboginn mikli, sem óttast er aS þot-
urnar blási um koll. Náttúruverndarmönn-
um er mjög uppsigað við þessi tæki, en
flugherinn segist hins vegar ekki eiga ann-
ars kost en æfa liðsmenn sína og maskínur
yfir strjálbýlum svæðum.
Þúsund ára gamlar rústir Indíánabygginga,
sem lentu undir skriðuföllum, er þotu-
brestir komu af stað.
SfoAN SfoAST
Tongsúk var lengi öldungur eða odd-
viti í þorpi sínu, og enn er hann ern
vel og fylgist með því sem er að ger-
ast í landinu, sem og á erlendum vett-
vangi. Hann er sextíu kílóa þungur og
hundrað sjötíu og tveir sentimetrar á
hæð. Hann segir bezta ráðið til að ná
svo háum aldri sé að bera ekki of
þungar áhyggjur af morgundeginum,
láta sér ekki leiðast og vera alltaf
ánægður. Nú hefur hann fyrst og
fremst fyrir stafni að gæta barna og
barnabarna, og má skilja að það sé
ærið starf fyrir jafn roskinn mann.
Dr. Peter Kreisky, sonur Austurríkiskansl-
ara. Myndin er tekin þegar hann tók þátt
í mótmælaaðgerðum gegn Nixon, er hann
var í opinberri heimsókn til föður hans.
ÖLÍKT HÖFÐUST ÞEIR AÐ
Nýlega kom Nixon Bandaríkjaforseti í
opinbera heimsókn til Austurríkis og
hafði ágætar viðtökur af forsætisráð-
herra landsins, sem Kreisky heit-ir. En
ekki voru allir Austurríkismenn jafn
hrifnir af gestinum. og kom til svæs-
inna mótmælaaðgerða, þar sem látin
var í ljós andúð á hernaði Bandaríkj-
anna í Víetnam. Og einn þeirra, sem
þar var fremstur í flokki, var enginn
annar en sonur forsætisráðherrans eða
sambandskanslara, eins og það heit-
ir þar í landi. Sá heitir Peter Krei-
sky, tuttugu og átta ára og læknir að
mennt og starfi.
Einhverjir hafa orðið til að hneyksl-
ast á þessu og segja að kanslarinn hafi
alið strákinn illa upp. Kreisky kansl-
ari hefur tekið því öllu létt og segir að
pólitískar skoðanir sonarins og hegð-
un samkvæmt þeim sé hans einkamál.
Frjálslyndi af þessu tagi er annars
ekki nýmæli í þýzka heiminum; þannig
demonstreraði sonur Willys Brandts
fyrir fáeinum árum af miklum móði
gegn Nató-stefnu föður síns, sem þá
var utanríkisráðherra Vestur-Þýzka-
lands. Bar strákur þá járnkross úr
síðari heimsstyrjöld á berri bringunni
að hippasið. En Brandt sagði það sama
og Kreisky nú: sonur minn ræður
sjálfur sírrum pólitísku athöfnum, ekki
I síður en ég mínum.