Vikan


Vikan - 14.09.1972, Side 7

Vikan - 14.09.1972, Side 7
MIG DREYMDI ÞRIR SÆGRÆNIR STEINAR Kæri draumráðningaþáttur! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru. Hann er svona: Mér fannst ég horfa á hægri hönd mína. Var ég þá með gullhring fremur breiðan, og i hann voru greyptir þrír sæ- grænir steinar, mjög fallegir. Þeir voru allir af sömu stærð, lögun og lit. Þá sé ég ennfremur, að í hinni hendinni held ég á öðrum þremur steinum, sem líka eru nákvæmlega eins. En sá hængur var á, að.við tvo þeirra hékk gullvír eða smá hluti úr hring, en ekkert við þann þriðja. Sg hugsa með mér: Ég fer til gullsmiðs og bið hann að festa þessa tvo steina við hringinn minn, en sá þriðji kemur ekki til; hann verður að vera eins og hann er. Þá vaknaði ég. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. SS. Þetta er táknrænn draumur um framtíð þína, og ef hann rætist, þarftu sannarlega engu að kvíða. Draumurinn er mjög jákvæður og boðar þér giftingu. Steinamir þrír, sem þú heldur á í lófanum, tákna fortíð ykkar beggja. Steinarnir tveir, sem gullvír eða hluti úr hring hékk við, eiga við hann, en þriðji steinninn á við þig. Kannski giftistu ekkju- manni, sem á tvö börn? STRÁKURÁHONDU Kæri draumráðandi! Mig dreymdi allfurðulegan draum í nótt, að mér finnst. Og hér kemur hann: Ég var að ganga með mömmu og mágkonu hennar að heiman og að kaupstað. Þá kemur allt í einu strákur á hondu-hjóli. Ég stanza hann og spyr hann, hvort ég megi vera með til kaupstaðarins. Hann var svolítið tregur í fyrstu, en svaraði síðan játandi. Þegar við vorum komin til kaupstaðarins, bað ég hann að stanza og gerði hann það. Eg settist niður á gangstéttar- brún og beið eftir konunum, sem ég hafði verið með. Þá bregður svo við, að hann fer af hjólinu, sezt við hliðina á mér og við förum að tala saman. Þegar konurnar voru alveg að koma, ætlaði hann að kyssa mig, en hætti við það. Allt í einu vorum við lögð af stað heim, ég, tvö systkini mín, mamma og pabbi. Strákurinn kemur á eftir okkur og er alltaf að hjóla þarna fram og til baka. Loks stanzaði hann og fór af hjólinu. Ég spurði hann um símanúmerið hans, en hann tók þá upp gult umslag, sem nafn hans og heimilisfang var skrifað á og neðst var einnig símanúmerið. Eg man alls ekki hvað hann hét eða hvað hann var kallaður. Hann sagði, að ég ætti að skrifa sér fyrst og fór að svo mæltu, og við héldum öll áfram göngunni heim. Hann sagðist vera átján ára, en leit út fyrir að vera sextán. Hann var grannur og með slétt hár. Jæja, ég ætla að vona, að þetta birtist og lendi ekki í ruslinu. — Bless. Ein sem heldur þetta vera draumaprinsinn. Það er alls ekki fráleitt, að þetta sé draumaprinsinn þinn. En foreldrar þinir og aðrir í f jölskyldunni koma skuggalega mikið við sögu, svo að ekki kæmi það okkur á óvart, þótt þú lentir í einhverjum erfiðleikum við þitt helmafólk, þeg- ar þú byrjar að njóta sælunnar með honum. I RJLLRIALVORU SUMARLEYFI SKOLANEMENDA Sumarleyfi skólanna er alltaf að styttast. Nú eru það ekki lengur yngstu nemendurnir, þeir sem eru að stiga sín fyrstu skref á liinni löngu og þyrnum stráðu menntabraut, sem látnir eru hefja nám í byrjun september, heldur einnig hluti menntaskóla- nema. Þróunin virðist stefna í þá átt að lengja skólaárið í líkingu við það sem tíðkast erlendis, svo að nemendur útskrifist yngri en áður. Skyldi þetta vera heillavænleg þróun? Sú skoðun hefur nýlega komið fram, að hið langa sumarleyfi okkar sé höfuðorsök vaxandi drykkjuskapar með- al æskufólks. Röksemdin er sú, að unglingarnir vinni sumarmánuðina og fái dágott kaup margir hverjir og sé leyft að ráðstafa því að eigin vild. Of mikil fjárráð unglinga er ef til vill ein orsök vaxandi drykkjuskapar, en þær hljóta að vera miklu fleiri. Hið langa sumarleyfi skólafólks hef- ur tíðkazt hér á landi í áraraðir og gert mörgum efnalitlum nemendum kleift að ganga menntaveg- inn. Og kostir þessa skipulags eru fleiri: Skólafólk kynnist snemma atvinnulífinu og tileinkar sér þann lærdóm og þroska, sem felst í þvi að vinna fyrir sér. Verðandi læknar, lögfræðingar, prestar og kannski stjórnmálamenn hafa áreiðanlega gott af því að liafa unnið i hópi alþýðu manna, — i verka- mannavinnu, við bjTggingar eða til sjós. Þetta fyrir- komulag er ef til vill ein ástæða þess, að hér á landi er stéttaskipting ekki eins áberandi og víða erlendis. Eitt af mörgum vandamálum, sem kennarar ])urfa að glíma við í starfi sínu, er námsleiði nem- endanna. Skyldi hann ekki aukast til muna, ef skólaárið verður lengt og sumarleyfið verður að- eins einn mánuður eða svo? Erlendar fyrirmyndir eiga ékki alltaf vel við ís- lenzkt þjóðfélag. Við þurfum að sniða okkur stakk eftir vexti. Sumarleyfisfyrirkomulag skólanna hef- ur verið við lýði hér á landi lengi, og þótt gallar þess kunni að vera einhverjir, eru kostirnir fleiri. í skólamálum okkar liefur um nokkurra ára skeið staðið yfir tímabil tilrauna og breytinga. Svo langt er gengið, að menntaskólarnir hafa nú hver sitt kennslufyrirkomulag, þótt takmark þeirra allra heiti enn sama nafninu — stúdentspróf. Margar þær nýjungar, sem fitjað hefur verið upp á, eru vafalítið til bóta, þótt aðrar orki tvímælis. 1 þessu mikla umróti breytinga og hugmynda, sem ætlað er að svara kröfum nýs tíma, verður vonandi síðast hróflað við þvi gamla og góða skipu- lagi — að skólafólk fái langt og gott sumarfri. G. Gr.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.