Vikan


Vikan - 14.09.1972, Side 21

Vikan - 14.09.1972, Side 21
Tito er mikiO fyrir hunda, og eiga þau kona hans Jovanka, sem erþrjátiuárum yngrienhann, allnokkur cintök af þeirri dýrategund. sameiginlegt: allir voru þeir fóstraðir upp i kaþólskri trú og allir höfðu verið hermenn i fyrri heimsstyrjöld. Liklega var það fyrst við þessar aðstæður, sem Tito fór að hugsa sem heimsstjórnmálamaöur. Honum hefur áreiðanlega verið ljóst, hvilikur voði útþenslustefna Hitlers og Mussolinis hlaut að verða fyrir Júgóslaviu, land þar sem hver höndin var upp á móti annarri. Vorið og sumarið 1939 dvaldi Tito i föðurlandi sinu. Hann lagði nú mesta áherslu á aö koma fótunum undir æskulýðsfylkingu flokksins. Við þetta voru honum einkum innan handar tveir menn: Vladimir Dedijer, sem hafði fylgst með Spánarstriðinu sem blaðamaður (hann skrifaði siöar ævisögu Titós), og Ivo Lola- Ribar. Sá siöarnefndi var sonur fyrrverandi þingforseta Júgóslaviu og hafði ákaflega gaman af aö láta einkennisbúinn bllstjóra aka sér I kádilják föður sins á mótmælafundi. Tito, sem alltaf var dálitið veikur fyrir stertimennsku I klæðaburði og snobbi, var mjög hrifinn af þessum unga manni og þáði gjarnan hjá honum heimboð. Griðasáttmáli Hitlers og Stalins, sem undirritaður var tuttugasta og þriðja ágúst 1939, varð júgóslavnskum komm- únistum sem flestum öðrum mikið andlegt áfall. En Tito taldi öllum góðum flokksmönnum skylt aö taka þessum tiðindum með þögn og þolinmæði, sem og öðru þvi er frá Moskvu kæmi. Veturinn 1939-40 var hann enn i þeim stað, las þá prófarkir að þýðingu sinni á riti Stalins og þáði ritlaun fyrir. Um vorið lagöi hann af staö heim, og fór aö þvi sinni gegnum Tyrkland. Hann dokaöi við i nokkrar vikur á lúxushótelinu Park i Istanbúl, eyddi þar slatta af ritlaununum frá Stalin og keypti sér hring skreyttan brilljöntum, sem hann ennþá ber. t mars 1940 smaug hann i dulargervi inn.yfir júgóslavnesku landamærin og hélt til Zagreb. Fara nú litlar sögur af honum um hrið, en um þær mundir kynntist hann ungri konu sióvenskri, er Herta Has hét. >au bjuggu saman I litlu húsi á rólegum stað i útjaðri borgarinnar, og þar fæddi Herta son, er hlaut nafnið Alexander, skömmu áður en ósköpin dundu yfir Júgóslaviu i marz 1941. Téð ósköp áttu sér svofelldan aödraganda: Niunda október 1934 var Alexander fyrsti Júgóslaviukonungur veginn i opinberri heimsókn i Marseille, og tók þá Páll nokkur prins að sér rikisstjórnina fyrir Pétur konuig annan, son Alexanders, sem þá var enn bernskur. Páll sá ekki annaö ráð vænna en að halla sér að Þjóðverjum, er þeir virtust hafa örlög Evrópu utan Sovét- rikjanna að minnsta kosti i hendi sér. Tuttugasta og fimmta mars 1941 gerðist Júgóslavia aðili að þriveldasáttmála Þýskalands, Italiu og Japans. Hópur serbneskra liðsforingja vildi ekki una þessu. Tuttugasta sjöunda mars gerðu þeir stjórn- arbyltingu i Beograd og lýstu Pétur konung myndugan, þótt hann væri þá aöeins seytján ára að aldri. En sú dýrð varö skömm. Hitler varö ógurlega reiður, er hann frétti af þessu tiltæki Ifr 37. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.