Vikan - 14.09.1972, Qupperneq 29
TEXTI:
DAGUR ÞORLEIFSSON
UÓSMYND:
BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON
i
matarsmekk, það fer heilu
borgirnar á enda til að kaupa sér
Danish Food. Þó að það sé nú
fyrst og fremst fyrir augað, þvi að
danskur matur er heldur litið
skemmtilegur, nema hvað hann
er fallegur. Sama er að segja um
ungverskar salami-pylsur. Það er
þannig með vissar vörutegundir,
sem hlotið hafa frægð og vin-
sældir tengdar heitum ákveðinna
landa. Maður leggur á sig að
kaupa franskan ost hérna og
ungverska salami þarna.
Svipaðan orðstir ætti að mega
afla islenzkum fiskafurðum,
vörum frá landinu með þetta
ómengaða loft og tæra vatn.
Þannig að þeir, sem lifa fyrir að
éta, fari að hlaupa heilu stór
borgirnar á enda til að ná i
Icefood, eða hvað sem nú isl.
lagmeti verður kallað.
— Hvaða afurðir úr sjó koma
helst til greina i lagmetis-
iðnaðinum, til viðbótar þeim sem
þegar er unnið úr?
— Þar kemur áreiðanlega
margt til greina, og nýtingin á
sumum tegundum sjávarafla er
enn skammt á veg kominn. Það
má nefna skelfiskinn, enn hefur
litið verið rannsakað hvað mætti
gera úr honum. Grálúðu, loðnu og
ýmsan annan fisk má nýta
öðruvísi en gert er. I þessu
sambandi er á það að lita að
íslendingar eru afskaplega
konvensjónell i bæði matar-
framleiðslu og matarneyzlu.
Sérstaklega i neyzlunni, og við
miðum okkar framleiðslu við það.
Fa bragðaði nýlega tvær tegundir ,
•agmetis, annað var r^ykt ýsa i
grænmetissósu — þetta er hitað
upp og borðað með kartöflum —
og hitt var lúða tilreidd á ein-
hvern sérstakan hátt. Ýsa hefur
ekki verið talin h'eppileg til
niðursuðu, en það sýnir sig þó að
þetta er vel hægt. Hér skal
fiskurinn vera soðinn eða
steiktur, og helst ekkert með
nema kartöflur. Og svo leggur
margt fólk leið sina hingað til
lands til að njóta fjölbreyttra
fiskrétta, sem við auðvitað ættum
að geta haft á boðstólum, betri og
fjölbreyttari en flestar eða allar
aðrar þjóðir.
— Hvar er markaður okkar
fyrir lagmeti einkum eins og
sakir standa?
— Það má segja að hann hafi
fyrst og fremst verið i
Tékkóslóvakiu, Sovétrikjunum og
eitthvað örlitið i Austur-
Þýzkalandi. Þá hafa Rúmenar
áhuga á viðskiptum við okkur á
þessu sviði. Nokkuð hefur verið
selt á Bandarikjamarkað,sem
mikill áhugi er fyrir að auka.
Einnig til Bretlands. Og svo
horfum við stórum augum á
Japan og kannski Kina.
— Svo við vlkjum aðeins að
sjálfri þér. Hvernig stóð á þvi að
þér datt i hug að leggja þetta svið
fyrir þig?
— Ég hafði alltaf hugsað mér að
starfa innan fiskiðnaðarins, og
reyndi lengi fyrir mér um eitt-
hvert tækninám á þvi sviði. Það
tókst ekki lengi vel, unz mér
bauðst að nema við Humboldt-
háskólann i Berlín, og tók þvi.
Þetta var á þeim árum þegar
sildinni var mokað unnvörpum úr
sjónum i gúanó, og hálfur
heimurinn sveltandi hinumegin
við bæjarlækinn. I Humboldt-
háskólanum var ég árin 1963-68.
— Og eftir heimkomuna fórstu
svo að starfa innan kjöt-
iðnaðarins.
— Já. Þegar ég kom heim, var
énga vinnu fyrir mig að fá I fisk-
iðnaðinum. Ég hafði vist aldrei
látið mér detta i hug að ég ætti
eftir að vinna við kjötiðnað, en
þetta hefur komist upp i vana.
— Þú minntist áðan á að til
greina kæmi að hafa fleiri vörur
sem hráefni I lagmetisiðnaðinum
en sjávarafurðir. Kemur það til
greina með kjöt?
— Ég veit ekki alveg hvað
segja skal. Eins og er flytjum við
út dálitið af lambakjöti og inn-
yflum, við erum rétt djjálfum
okkur nóg með ærkjöt. Nautakjöt
og svinakjöt er af skornum
skammti. Svinakjötsframleiðslan
er dýr hérna, vegna þess hve
mikið þarf að flytja inn af fóðri.
En hingað tiK hefur þessi út-
flutningur einkum verið á um-
framframleiðslu og með
verulegum útflutningsbótum.
— Hefur þá ekki verið stórtap á
þeim útflutningi?
— Það er ekki rétt, að minum
dómi, þvi að menn gleyma þá að
lita á allt það, sem risið hefur upp
I sambandi við þetta. Ef við
framleiddum ekki svona mikið
lambakjöt, þá hefðum við ekki
svona mikinn sútunariðnað, eða
jafnmikinn ullariðnað og við
höfum nú af að státa. Nú, það
mætti sjálfsagt skipuleggja þetta
allt betur, svo sem búskap bænda
i dag, gera hann á einhvern hátt
hagkvæmari, en ég held ekki að
nokkursstaðar i heiminum
þekkist að landbúnaður sé rekinn
nema með einhverjum greiðslum
úr rikissjóði, hvort sem þær þjóna
bændum eða bara launajöfnuði
innan landsins. En viðvikjandi
útflutningnum á dilkakjöti, þá vil
ég ekki halda þvi fram að hægt sé
i einum hvelli að stökkva úr þvi
að flytja út skrokkana i heilu lagi
og flytja þess i stað út tilbúin
matvæli, en hinsvegar sé ég
ekkert þvi til fyrirstöðu að hægt
sé að vinna úr dilkakjöti ein-
hverjar Islenzkar sérvörur, sem
næðu vinsældum á mörkuðum
erlendis. Það eru ýmsir
möguleikar fyrir hendi á þvi
sviði, og hafa þeir aukizt með
nýjum kjötiðnaðarstöðvum,
búnum fullkomnum tækjum til
niðursuðu.
— En setur landið sjálft ekki
viss takmörk fyrir þvi, að hægt sé
að framleiða svo mikið af land-
búnaðarvörum að um stórfelldan
útflutning væri að ræða.
— Jú, mitt persönulega álit er
nú það, að við búum það
norðarlega að landbúnaður geti
aldrei orðið atvinnuvegur til
meiriháttar útflutnings. Við
verðum fyrst og fremst að miða
við það að landbúnaðurínn
framleiði nóg til neyzlu frm-
anlands. En þar með er ekki
sagt að ekki sé hægt að íramleiða
eitthvað meira I góðu ári.
— I hverju er starf þitt hjá
Sambandinu fóigið, fyrst og
fremst?
— Starf mitt er aðallega i
sambandi við nýbyggða
kjötiðnaðarstöð i Reykjavik,
meðal annars uppbygging
framleiðslu- og gæðaeftirlits með
vinnsluvörúm. Einnig ferðast ég
á milli sláturhúsanna og fylgist
með hreinlæti og verkun afurða.
— Þessu fylgja mikil ferðalög
og umstang. Ertu ekki þreytt á
þvi?
— Ég held ég yrði miklu
þreyttari á að sitja kyrr á sama
stað. Þegar ég á fri, fer ég
gjarnan i gönguferðir. Á þessu ári
hef ég til dæmis labbað Reykja
nesskagann þveran og endi-
langan.
37. TBL. VIKAN 29