Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 30
RENSJÖHOLM
Hvorki þér né Ajax
þurfið sjálfvirka þvottavél
til að fá gegnhreinan, hvítan þvott
því Ajax er sjálft sjálfvirkt
Ajax er blandað efnakljúfum og því óháð orku þvottavéla
Með Ajax - efnakljúfum
verður Þvotturinn
gegnhreinn og
blæfallegur.
Ajax er gætt sjálfvirkri
Þvottaorku og hreinsimætti,
sem óhreinindin fá ekki staðizt.
Ajax er kjörefnið í stórÞvottinn - gerir
hverja flik leiftrandi hvíta. Ajax er
íika tilvalið í fínni Þvotta, t. d. orlon og
nælon, sem gulna Þá ekki. Ajax
er rétta efnið, ef leggja
Þarf í bleyti, og við forÞvott. Notið
Þá Ajax og horfið á
óhreinindin hverfa.
Framhald af bls. 19.
ég vona að við tvö getum hjálpast
að ....
En kennarinn ... hugsaði ég.
Skilur hann ekki heldur dreng-
inn?
— Það getur tekið tima að
kynnast honum og ég vara yður
við, hann getur orðið erfiður til að
byrja með, hélt hann áfram. —
Hann var ákaflega mótfallinn þvi
að fá hjúkrunarkonu. En það er
nauðsynlegt. Ég vona, systir, að
þér hafið þolinmæði með honum,
meðan hann er að venjast þvi.
— Það get ég örugglega, svar-
aði ég. — Ég á sjálf tvo yngri
bræður og mér þykir vænt um
börn.
Hann brosti vingjarnlega. —
Þetta verður allt i lagi. En nú
viljiö þér sjálfsagt kom yður fyrir
og hvila yður eftir ferðina. Ég
skal hringja á frú Mattson.
Ég ætlaði að fara fram í forsal-
inn og biða þar, en hann stöðvaði
mig. —Það er eitt ennþá, systir.
Ég held að Claes verði auðveldari
viðureignar ef þér eruð i venju-
legum fötum, ekki hjúkrunarbún-
ingi. Þessir hvitu búningar geta
verið nokkuð kuldalegir ... Já, frú
Mattson, systir Malin vill gjarnan
sjá herbergið sitt núna.
Ég fylgdi á eftir ráðskonunni
upp breiðan hringstigann. Hér
voru sannarlega engin brakandr
þrep! Ráðskonan sagði ekki neitt
og ég hugleiddi samtal mitt og
doktorsins. Áhrifin voru nokkuð
blandin, það var greinilega eitt-
hvað meira en lítið undarlegt við
þennandreng. Það var mér ljóst,
þegar afi hans talStði við mig, þótt
hann væri ekki eins opinskár og
Klemens sonur hans.
Herbergið mitt var i annarri
hliðarálmunni á næstu hæð og á
leiðinni hugsaði ég að þetta væri
sannarlega höll en ekki hús. En
þvilik höll, það var ekki amalegt
fytir barn að alast hér upp!
Bræður minir hefðu þegið það á
Claes -aldri. Þeir hefðu heldur
ekki verið hrifnir af þvi aðfá unga
stúlku til að annast sig.
Frú Mattson benti mér á aðrar
dyr. — Þetta er herbergi drengs-
ins, doktor Renfeldt vildi að systir
hefði herbergið við hliðina á
honum.
Ég elti hana inn á mitt her-
bergi. Ég staðnæmdisi á þrösk-
uldinum, þetta var ekki herbergi,
þetta var salur. Stofuhæðin i hús-
inu okkar hefði komizt þarna
fyrir. Fyrir utan rúmið, var her-
bergið búið stofuhúsgögnum.
— Baðherbergið er þarna. Hún
benti ,á dyr. — Ég held þér finnið
þar ailt sem þér þarfnist. Ef yður
vantar eitthvað, þá skuluð þér
bara hringja. Maturinn verður
tilbúinn klukkan sjö, doktorinn
vill að þér boröið með fjölskyld-
unni.
30 VIKAN 37.