Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 33
hingaö, ásamt konunni sinni, man
ég eftir. Þau eru bæöi ung og
viröast vera efnafólk.. Sögöust
vera aö leita aö nokkuö stóru hilsi
úti i sveit, og mér fannst þeim
vera alvara meb þaö og hélt, aö
þarna væru góöir skiptavinir
komnir. Ég gaf þeim upplýsingar
um mörg hús, þar á meöal þetta,
þó aö ég heföi litla von um, aö þaö
mundi veröa við þeirra hæfi. En
eins og svo margir aörir, komu
þau aldrei aftur, og ég man núna,
aö þau skiluðu heldur ekki
lyklinum.
Fulltrúinn svaraði engu strax.
Hann var sýnilega önnum kafinn
aö hugsa, og þegar hann tók til
máls, talaöi hann höstuglegar en
venja hans var: — Sjáið þér til
hr. Briggs. Þér ættuö aö fela mér
aö ná i þennan lykil. Ég skal
senda mann til aö tala viö þennan
Hewlett, og komast að því, hvort
hann hefur lykilinn enn. Dugar
yður það?
Briggs leit á hann, steinhissa.
— Hver skrattinn gengur nú aö
yöur fulltrúi? sagöi hann. — Ekki
kann ég nú við að senda
lögregluna á manngreyið. Ég er
alls ekki að gefa i skyn, aö hann
hafi stoliö lyklinum, heldur bara
gleymt honum i vasa sinum. Slikt
skeöur þráfaldlega.
— Þaö kann aö vera, svaraöi
Everley, — én i þessu sérstaka
tilviki eru ýms atvik i sambandi
viö húsiö, sem valda þvi, aö ég vil
heldur hafa uppi á lyklinum
sjálfur. Þaö er bezt aö segja
yöur, hversvegna ég er aö þessu
öllu saman.
Hann sagöi nú söguna i stórum
dráttum og hr. Briggs gat ekki aö
sér gert, en gapti af undrun.
Loksins fékk hann þó máliö og
sagði: — Þetta er svei mér þaö
undarlegasta, sem ég hef heyrt.
Hvaö i veröldinni getur hafa
fengiö stúlkugarminn til þess
arna? Og þaö á alveg sama hátt
og hinn veslingurinn fyrir meira
en tuttugu árum! Þetta gengur
undri næst. Hún hlýtur að hafa
heyrt gömlu söguna og fengiö
hana einhvernveginn á heilann.
Annars leizt mér þannig á
stúlkuna, aö hún mundi seinast af
öllu finna upp á þessu. En annaö
er vist, og þaö er, aö mér er eins
gott aö láta rifa húsið tafarlaust,
þvi aö þó aö kannski væri hægt aö
leigja þaö eftir eitt sjálfsmorð, þá
leigist það aö minnsta kosti aldrei
eftir tvö!
Fulltrúinn fór leiöar sinnar og
Briggs stóö eftir og hristi höfuðiö.
Everley hafbi engan tima til að
fara neitt aö stumra yfir tilfin-
ningum hans. Þessi lykili var
ofar I huga hans en nokkur hlutur
annar. Aö visu var hann
smáatriði, sem gat ekki sýnt
annað en það, aö stúlkan heföi
fremur fariö inn um dyrnar en
eldhúsgluggann. Og það var
aöeins eitt. sem gaf lyklinum
nokkra þýöingu i augum
Everleys. Þaö var dagurinn: 3.
júli.
Everley haföi aldrei taliö sig
hafa neina sérstaka njósnara-
hæfileika, og var meir en van-
trúaður á dularfullar gáfur, sem
gerðu einn mann betri spæjara en
starfsbróöur hans. Eftirtekt og
almenn greind var þaö, sem
lögreglumaður þurfti fyrst og
fremst að hafa, aö hans áliti. Og
það haföi hann oft sagt undir-
mönnum sinum. Sjálfur haföi
hann báöa þessa kosti i meðallagi
og treysti þeim i öllu starfi sinu.
Þetta sjálfsmorð var i hans
augum ómerkilegt, á almennan
mælikvarða reiknaö. Hann
efaöist ekki um, að stúlkan heföi
einhversstaöar heyrt söguna um
fyrra sjálfsmorðiö, og svo þegar
unnusti hennar fórst, heföi hún
sleppt sér og farið að eins og sú
fyrri. Til dæmis: Hvaö haföi
ungfrú Bartlett hafzt að, siöustu
dagana? Og var þessi heimsókn
Hewlett-hjónanna sama daginn
og Vilmaes fórst, tilviljun og án
alls sambands við hitt? Aö
minnsta kosti var þaö hugsanlegt,
að ungfrú Bartlettheföi þekkt þau
og einhvernveginn fengiö hjá
þeim lykilinn, og meira aö segja
oft komið I húsiö milli þess aö
Vilmaes fórst og hún sjálf geröi
enda á lifi sinu. Að minnsta kosti
var sjálfsagt aö spyrja Hewlett-
hjónin og komast aö þvi, hver-su
mikið þau vissu.
Svo var annar, sem einnig varð
að spyrja, og þaö var Partington.
Everley hleypti brúnum, er hann
hugsaöi um þá hliö málsins.
Þetta ástarævintýri ungfrú
Bartlett hafði verið leynilegt, aö
minnsta kosti aö nokkru leyti.
Eftir að hafa dvalið i Quarley
Hall, hafðihún fariö til Waldhurst
og svo aftur til London, og loks
aftur til Waldhurst. Hversvegna
haföi hún ekki farið beint til
Waldhurst? Sennilega af þvi að
hún vildi ekki láta Partington
vita, aö hún væri þar, og þvi slður
systur hans. Hinsvegar haföi hún
ekkert leynt dvöl sinni i
Waldhurst .... til dæmis haföi
þessi kjaftakind Heath læknir
vitaöumhana. Og auövitaö haföi
hún hitt Vilmaes á þessum göngu-
ferðum sinum, sem gestgjafinn
haföi talaö um. En hversvegna
þetta pukur? Hversvegna gat
hún ekki hitt hann, svo allir sæju?
Everley hristi höfuðiö meöan
hann var aö brjóta heilann um
þetta.
Fyrsta verk hans á stööinni var
aö hringja aftur til Scotland
Yard. En I þetta sinn geröi hann
boö fyrir nafngreindan mann,
sem hann þekkti. — Er Hanslet
fulltrúi viö? spuröi hann. — Ed
svo er, viljiö þér þá segja honum,
aö Everley fulltrúi I Waldhurst
vilti tala viö hann.
Hanslet var viö og svaraði
þegar I staö. — Sæll, Everley.
Langt siðan ég hef heyrt I þér.
Hvaö er á seiöi? á
— Ekkert merkilfegt, en mig
langar aö biöja þig aö spyrja fyrir
mig um eitt atriöi, ef þú hefur
tima til þess, þvi ég nenni ekki að
snúa mér formlega til stöö-
varinnar. Ég skal segja þér,
hvernig I þessu liggur.
Hann skýröi siöan frá erindinu.
— Mér þætti gaman aö vita, hvaö
þessi Hewlett segir,sagði hann.
— Sennilega veit hann ekkert um
veslings stúlkuna, en þaö er þó
alltaf reynandi aö tala viö hann.
Ég hef þegar beðiö stöðina að
tilkynna ættingjum hennar, en
eins og þú skilur, vil ég fréttá þaö,
sem ég get, áður en réttarprófið
Framhald, á bls. 41.
37. TBL. VIKAN 33