Vikan


Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 38

Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 38
meB henni?” spurði hann Opanas. „Aö undanteknum dýrunum er ekki nokkur djöfull hér á ferö, það væri þá helzt, að náðugur herrann liti inn hjá okkur. Kyrir hverjum ætti ég þá að vernda konuna mina? Líttu á, bölvaður kósakkinn þinn, vertu ekki að espa mig, annars færöu að vita af mér.” Vissulega hefðu þeir farið i taugarnar hver á öðrum, ef góss- eigandinn hefði ekki tekið i taumana: hann stappaði i gólfið - og allir þögnuðu. „Þegið,” sagði hann, ,,þið djöfulsins afkvæmi! Við erum ekki hingað komnir til þess að slást, við ætlum að óska nýgiftu hjónunum til hamingju og fara svo út að veiða i kvöld. Hæ, fylgið mér! ” Gósseigandinn snerist á hæli og þrammaði út úr kofanum. Meðreiðarsveinarnir höfðu á meðan tilreitt matinn undir trénu. Bogdan elti góss- eigandann, en Opanas stöðvaði Roman i dyrunum. ,,Vertu ekki reiður við mig, bróðir,” sagði hann. „Hlýddu á hvað Opanas segir: þú sást hvernig ég varpaði mér fyrir fætur gósseigandans og kyssti stigvél hans, og bað hann að gefa mér Oksönu? Jæja, en Guð veri með þér . . .Presturinn hefur blessað ykkur, það eru örlögin! En hjarta mitt þolir ekki, aö hinn illi fjandi hafi þig og hana aftur að athlægi. Enginn veit, hvað það þyngir mér i sinni . . . betra væri, að ég sendi bæði hann og hana niður i svarta moldina með byssu minni fremur en i sængina.” Roman gaut augunum á kósakkann og spurði: „Heyrðu mig, kósakki, þú ert þó ekki genginn af vitinu?” Ég heyrði ekki hverju Opanas hvislaði að Roman i dyrunum, ég sá aðeins, hvernig Roman klappaði honum á axlirnar. „Ak, Opanas, Opanas! Aldrei hefur verið svona slægt og vont fólk á jörðunni! Og ég, sem á heima i skóginum, hafði ekki hugmynd um það. Æ-æ, gósseigandi, gættu nú að, að ekki fari illa fyrir þér.” „Nú,” sagði Opanas, „farðu nú og láttu ekki bera neitt á neinu, að minnsta kosti ekki svo Bogdan verði var við. Hann er höfðingja- sleikja og séður. Og taktu eftir: Drekktu ekki of mikið af korn- brennivini gósseigandans, og ef hann sendir þig með hesta- sveinunum út i skóginn og ætlar sjálfur að vera eftir i kofanum, þá fylgtíu þeim aðeins að gömlu eikinni og sýndu þeim lengri leiðina og segðu aö þú ætlir að stytta þér leið i gegnum skóginn . . . Og komdu svo strax aftur . . .” „Agætt,” svaraði Roman, ,,ég skal útbúa mig til veiða. Byssuna hleð ég hvorki með höglum eða öðru drasli, heldur með reglulegri kúlu, sem dygði á björn . . Svo gengu þeir út úr kofanum. Gósseigandinn var setztur á teppiö og lét færa sér flöskuna og drykkjarkeið, hann hellti brenni- vini i skálina og bauð Roman. Ferðaflaskan og drykkjarskál gósseigandans voru góðar, en kornbrennivinið var ennþá betra. Drekkir þú eina skál gleðst sálin, drekkir þú aðra, hoppar hjartað i brjóstinu, og sé maður óvanur þá veltur maöur niður af bekknum eftir þriðju skál, ef kona manns hefur ekki lagt mann fyrir. Já, það get ég sagt þér, gósseigandinn var slunginn. Hann ætlaði að drekka Roman undir, en það kornbrennivin var ekki til, sem gat lagt Roman að velli. Hann drakk úr hendi góss- eigandans eina skál, hann drakk aöra, og hann drakk þá þriðju, augu hans skutu gneistum eins og I úlfi og hann strauk svart yfir- skeggið. Það fór að þykkna i góss- eigandanum. „Það er meiri karlinn, sem geturdrukkið svona brennivin án þessaðblikna. Flestir væru löngu farnir að gráta, en litið á þennan, þið drengir góðir, hann hlær ennþá . . .” Hinn klóki gósseigandi vissi, að þegar einhver grætur af korn- brennivini, lætur hann höfuðið fljótlega siga niöur á borðið. En i þetta sinn skjátlaöist honum. „Hversvegna ætti ég endilega að gráta?” spuröi Roman. „Það væri ekki einusinni við hæfi. Náðugur herránn kom til min til þess að óska mér til hamingju, og þá ætti ég að skæla eins og kona. Svo er Guði fyrir að þakka, að ég hef enga ástæðu til þess, frekar væru það óvinir minir, sem hefðu ástæðu til þess.” „Það þýðir sem sagt,” sagði gósseigandinn, „að þú ert ánægður?” „Já, hvað ætti ég að vera óánægður með?” „En manstu ekki eftir hvernig við létum svipuhöggin dynja á þér?” „Hvernig ætti ég að gleyma þvi? Þessvegna segi ég lika, að ég var ekki nógu skynsamur og vissi ekki hvað er beizkt og hvað er sætt. Svipan er bitur, en ég kaus hana fremur en konuna. Kærar þakkir, náðugi herra, að þér hafið kennt mér heimskum að bragða á hunanginu.” „Jæja, það var gott,” sagði gósseigandinn. „1 staðinn getur þú gert mér greiða: farðu út á mosaþemburnar með hesta- sveinunum og skjótið eins mikið af fuglum eins og þið getið og færið mér fyrir alla muni orrastegg.” „Og hvenær kemur þá góss- eigandinn út i mosaþemburnar?” spurði Roman. „Drekkum eina skál i viðbót. Opanas getur sungiö okkur söng og svo förum við, með Guðs hjálp.” Roman horfði á gósseigandann og sagði við hann: „Það getur orðið nógu erfitt: það er nú þegar orðið all framorðið, það er löng leið út i mosann, vindurinn þýtur i skóginum, og það verður storm- ur. Hvernig á maður að komast i færi við fugl, sem er eins var um sig og orrinn?” Gósseigandinn var orðinn drukkinn og æstur eins og alltaf undir þeim kringumstæðum. Hann heyrði mennina hvisla sin á milli: „Roman hefur rétt fyrir sér, það er að ganga i storm.” Gósseigandinn varð reiður, barði drykkjarskálinni i borðið - allir þögnuðu. Aðeins Opanas var ekki smeykur, eftir bendingu gósseigandans gekk hann fram til að syngja, stillti bandúruna, leit hornauga til gósseigandans og sagði: „Attið yður, náðugi herra! Hvenær hefur það átt sér stað, að menn hafi verið sendir undir nóttina i stormi til að veiða fugla i dimmum skógi.” Já, svona áræðinn var hann. Hinir ánauðugu menn góss- eigandans voru auðvitað hræddir, en hann var frjáls maður, fæddur kósakki. Gamall kósakki, sem lék á bandúru, hafði á sinum tima tekið hann sem barn með sér frá Úkrainu. í bænum Uman hafði komið til óláta. Fólkið hafði stungið augun úr gamla kósakkanum og skorið af honum eyrun og leyft honum svo að hlaupa hvert sem hann kærði sig um. Hann eigraði milli þorpanna og villtist að lokum til okkar með fylgisvein sinn, drenginn Opanas. Gamli gósseigandinn tók hann að sér,þvi aðhann unni góðum söng. Þegar gamlinginn dó varð Opanas eftir á setrinu þar sem hann óx upp. Nýja gósseigand- anum þótti einnig vænt um hann og tók ekki alltaf til þess, þótt hann segði sitthvað, sem aðrir hefðu fengið bágt fyrir. Þannig var það eipnig núna: Fyrst rauk gósseigandinn upp, og allir héldu, að hann mundi berja kósakkann, en hann sagði aðeins við Opanas: „Opanas, Opanas! Þú ert skynugur náungi, en þú veizt vist ekki, að maður á ekki að stinga nefinu inn i dyragættina, ef maður vil) forðast að verða á milli með það.” Littu á, svona gátu fór gósseigandinn með. En kósakkinn skildi meininguna og svaraði gósseigandanum með söng. O-ho, ef gósseigandinn hefði nú aöeins skilið söng kósakkans, er ekki vist að konan hans heföi þurft að fella tár yfir honum. „Herra, þökk fyrir ábend- inguna,” sagði Opanas, „i staðinn skal ég syngja fyrir þig, og þú skalt hlýöa á.” Svo sló hann strengi band- úrunnar. Þvi næst hóf hann höfuöið og leit upp i loftið, þar sem örninn hnitaði hringa og vindurinn þyrlaði svörtum skýjiunum. Hann lagði við hlustir og heyrði dyninn i háu furutrjánum. Og aftur sló hann á strengina. O-hó, strákur, þú getur ekki heyrt hvernig Opansa Schwidski lék, og nú færöu aldrei að heyra það. Littu á, bandúran er ekki margbrotið hljóðfæri, en hvaö hún getur túlkað i höndum kunnáttumanns. Stundum strauk hann hana meö hendinni og hún tjáði honum allt: hvernig dimmur skógurinn dynur i óveðrinu, og hvernig vindurinn þýtur i háu steppugrasinu, og hvernig skrælnaður hálmurinn skrjáfar á gröf kósakkans. Nei, strákur, hinn eina rétta tón færenginn lengur að heyra. Stöku sinnum kemur ferðafólk hingað, sem hefur ekki einungis veriö i Wolyniu og Pódóliu, heldur lika I tJkralnu, Tachigirin, Poltava, Kieff og Tscherkass. Og það segir að bandúruleikarar séu að hverfa, þeir sjást ekki lengur á mörkuðunum og kaupþingunum. A veggnum i kofanum minum hangir ennþá gömul bandúra. Opanas kenndi mér að leika á hana, en enginn hefur lært þá list af mér. Þegar ég dey - og þaö rekur brátt að þvi - heyrist hvergi i heiminum kliður bandúrunnar. Já, þannig er það! Opanas hóf sönginn veikt. Rödd hans var ekki há, en svo ljúf - hún náði að hjartarótum. Og, strákur,' þetta lag hafði kósakkinn'sjálfur ort fyrir gósseigandann. Ég fékk ekki að heyra það aftur, og þegar ég þrábað Opanas seinna aö endurtaka sönginn, synjaði hann þess alltaf. ,,Sá, sem söngurinn er ortur um,” svaraði hann, „er ekki lengurofarmoldu.” t kvæði þessu hafði kósakkinn sagt gósseigandanum hvaö fyrir hann kæmi, og gósseigandinn grét, svo að tárin hrundu niður i yfirskeggið, en þrátt fyrir það skildi hann sjáanlega ekki orð i söngnum. Æ, ég man ekki allan sönginn, ég man aðeins brot úr honum. Kósakkinn söng um gósseigandann ívan: ó-hó, herra, hó, Ivan hverjum manni vitraW er upp til hæða hann veit að valur vill, á lofti krákur drepur. ó-hó, herra, hó, ívan! Hugsað getur ekki hann að haukinn sjálfan hendið geti i hreiöri sinu drepinn verði. 38 VIKAN 37. TB

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.