Vikan - 14.09.1972, Side 44
04)
FRÁ RAFHA
RAFHA eldavél, gerð 2650, með föstum hellum, 30 ára reynsla.
— ÓDÝRASTA RAFMAGNSELDAVÉLIN á markaðinum. — Heim-
keyrsla og Rafha ábyrgð.
VIÐ ÖÐINSTORG - SlMI 10322
Matreiðslan er auðveld
'' og bragðið ljúffengt
ROYAL
SKYNDIBÚÐINGUR
M œ 1 i 5 i/2 llter af kaldri
m|ólk og hellið 1 skál.
Blandið innihaldi pakk-
ans saman við og þeyt- /
íð I eina mínútu — Æ
Bragðtegundir- —
Súkkulaði
Karamellu
Vanillu
Jarðarberia /||§|§?!Í
vegna hitamisturs og reyks frá
tugum verksmiðjureykháfa.
Umhverfi Shanghai gæti þess
vegna verið hvar sem er í hin-
um iðnvædda heimi. Það er
þurrt, snautt og ólífrænt og
fengi sjálfsagt hvaða grasa-
fræðing sem vera skal til að
staldra við og hrista höfuðið.
Við horfðum á fiskimenn
draga net sín í námunda við
skipið. Heldur hefði okkur þótt
aflinn rýr á heimamiðum.
Áhöfn þessara fiskibáta var
gjarnan heil fjölskylda, faðir
og sonur, kona og jafnvel smá-
börn, enda þótt djúnkurnar séu
opnir bátar, aðeins með óveru-
legu sólskýli í miðrúmi. Við sá-
um einnig mörg tvöhundruð
tonna togskip, bæði halda á haf
út og sigla heim á markaðinn í
Shanghai. Störf þessa fólks
einkenndust fyrst og fremst af
þolinmæði, eins og reyndar all-
ar siglingar um fljótin. Þegar
straumur var hvað harðastur á
móti, voru djúnkurnar kannski
klukkutíma að þoka sér háifa
sjómílu áleiðis. Það má líka
lesa í bókum um gamla Kína,
að óþolinmæði þjáir ekki Kín-
verja, og hefur það sjálfsagt
hjálpað þeim gegnum margar
þrengingarnar. Listmunir þeirra
bera þess einnig greinilega
merki, svo sem útskurður og
vefnaður, sem því miður virð-
ist vera hverfandi heimur nú
á tímum hraðans og f jöldafram-
leiðslunnar. Leifarnar kaupa
erlendir farmenn uppi á sjó-
mannaklúbbnum í Shanghai
fyrir hlálega lítið verð, ef vinn-
an og sköpunargleðin er skoð-
uð ofan í kjölinn. En fornum
mynstrum og þjóðlegum hug-
myndum stöku listamanna spúa
verksmiðjur nú úr sér. Nú skal
það heita „made in China“ og
flæða yfir heimsmarkaðinn eins
og japanskar myndavélar og
hjólbarðar.
Við máttum ekki nota tal-
stöð, og fóru öll viðskipti skip-
anna við land fram á ljósa-
morsi. Skipin voru ekki tekin
inn í Shanghai í þeirri röð, sem
þau komu. Sum sigldu nærri
rakleitt upp Hsin-shang-tad,
en önnur þurftu að bíða í viku
eða lengur. Við biðum í átta
daga og vorum að vonum orðn-
ir leiðir á þessu seinlæti. Jafn-
vel kínversku hermennirnir
sýndu orðið áhuga á því að fara
að komast í land. Ekki gátum
við gert okkur í hugarlund eft-
ir hvaða reglum þeir fara og
ekki þýddi að spyrja neins.
Þeir svöruðu morskalli okkar
að vísu, en á dæmigerðan kín-
verskan máta:
„Please — bíðir fyrirmæla.
Sorry — sýnið þolinmæði."
Þar eð við áttum að flytja
fryst svínakjöt til Suður-Evr-
ópu, gat vélstjórinn sér þess til,
að sláturtíðin væri alls ekki
hafin og við mundum sjá haust-
ið þarna úti í gulmórauðum
straumi Chang-ciang í þessu
guðs glataða landi.
Ferjur komu og fóru. Flest-
ar þeirra voru fremur fornleg-
ar útlits. Þær spúðu svörtum
reykmekki hátt í loft, og sá
grunur læddist að mönnum, að
farartæki þessi hefðu Kínverj-
ar erft frá Bretum, sem eins
og kunnugt er hrökkva ekki í
kút, þótt byltingar verði ann-
ars staðar í tæki og siglingum.
Fólkið virtist nota tímann,
jafnvel á ferðalögum sínum,
því að þvottur hékk alls stað-
ar upp um rjáfur og reiða.
Það er ekki hægt að segja,
að litagleðinni sé fyrir að fara
hjá Kínverjum, fremur en í
öðrum sósíalistískum ríkjum. í
því efni eru þeir algjör and-
stæða við Japani, sem gjarnan
mála heila sólarupprás á byrð-
ingin á sínum ferjum. Sósíal-
istísk lönd virðast hins vegar
ekki enn hafa komið auga á
gildi litanna fyrir vellíðan al-
mennings. Flest er ýmist grátt
eða brúnt. Aðrir litir eiga ekki
upp á pallborðið, nema auðvit-
að sá skærrauði, sem er eins
og allir vita notaður í ákveðnu
augnamiði. Þessi heljarstóru
hárauðu slagorðaspjöld þeirra,
sem alls staðar blasa við, verka
næstum eins og varir á föln-
aðri gleðikonu.
Loks á áttunda degi kom
hafnsögubáturinn til okkar, og
við héldum upp Hsin-cang-tad,
sem ekki er meira en þriðjung-
ur úr sjómílu á breidd, og ann-
an eins urmul af skipum, djúnk-
um og alls slags prömmum hef
ég aldrei séð. Jafnvel Hamborg
verður eins og róleg útkjálka-
höfn í samanburði við þetta.
Þess ber þó að geta, að höfnin
í Hamborg er bæði rúmbetri
og betur skipulögð. Höfnin í
Shanghai er eiginlega eins og
löng akbraut, þar sem bifreið-
um er lagt til beggja handa og
aðrar þjóta ýmist í þessa átt
eða hina. Og skipin þeyttu eim-
pípur sínar. Bílflaut, skips-
blástur og alls konar skarkaii
virðist vinsæl íþrótt hjá þeim í
Shanghai, og hlýtur maður að
undrast, hve fáir árekstrar
verða í þessari elfu lágvax-
inna, gulra manna og stórra og
smárra farartækja. Bakkar
Hsin-cang-tad beggja vegna
44 VIKAN 37. TBL.