Vikan - 28.09.1972, Page 8
HARMLEIK
BREYTT í HAMINGJU
Barn verður foreldralaust. Það er harmleikur,
sem það kemst e. t. v. aldrei yfir. Það
kemst e. t. v. á barnaheimili, fær fæði, klæði
og húsnæði. En það er ekki nóg. Ást og
umhyggja, heimili, fjölskyldulíf, allt þetta er
ekki síður mikilvægt, og það er þetta, sem
skilur „SOS-barnabæina“ frá öðrum
uppeldisstofnunum.
Á veginum milli Salzburgar
og Vínar í Austurríki draga
lögreglumenn og sjúkraliðar
tvær hálfs árs gamlar tvíbura-
systur út úr bílflaki. Foreldrar
þeirra hafa látizt í slysinu. En
þær eru ómeiddar.
Lögreglumennirnir aka með
litlu stúlkurnar beina leið í
næsta „SOS barnabæ“. Þar eru
þær strax teknar inn í nýja
„fjölskyldu“, þær eignast nýja
„mömmu“ og sex ný „syst-
kini“. Líf þeirra heldur áfram
í sælu og öryggi, eins og ekk-
ert hafi í skorizt. Þegar þær
hafa náð nægilegum þroska, fá
þær vitneskju um, hvernig þær
misstu sína réttu foreldra.
„ SOS-Kinderdorf-Internati-
onal“ er alþjóðleg hreyfing,
sem stofnuð var í Austurríki
eftir síðari heimsstyrjöldina.
Hún rekur nú tíu svokallaða
barnabæi í Austurríki sjálfu og
60 slíka í þeim 44 löndum, sem
hreyfingin nú nær til. 24 nýir
barnabæir eru í uppsiglingu á
næstu árum. Ennfremur rekur
hreyfingin hótel fyrir æskufólk,
skóla- og nemendaheimili,
stúlknaheimili o. fl.
Hugmyndin að þessari starf-
semi fæddist hjá austurrískum
barnalækni, Hermann Gmeiner
að nafni, sem rann til rifja
eymd og vanmáttur munaðar-
lausra barna eftirstríðsáranna.
Honum var ljóst, að venjuleg
barnaheimili leystu aðeins hálf-
an vanda. Hann vildi koma á
fót stofnun, sem líktist sem
mest raunverulegu heimili.
Höfuðröksemd Gmeiners var:
fæði, klæði og húsnæði er engu
barni nóg. Sérhvert barn hef-
ur rétt til þess að eiga móður
til að elska og sem elskar það.
Fyrsti SOS-barnabærinn
komst á laggirnar í Imst í Týr-
ol árið 1949. Til þess að ná sam-
an stofn- og rekstrarfé varð
Hermann Gmeiner að kynna
hugmynd sína víðs vegar um
landið og fá fólk til að styðja
hana með frjálsum framlögum.
Nú telur hreyfingin í kringum
milljón styrktarfélaga í Aust-
urríki, sem greiða minnst sem
svarar um 35 kr. íslenzkum á
mánuði. Margir greiða meira.
Á öllum pósthúsum í Austur-
ríki og mörgum öðrum opin-
berum stofnunum má sjá
áskoranir til fólks um að styðja
hreyfinguna fjárhagslega. Einn-
ig er hægt að styðja eitthvert
ákveðið barn með vissum mán-
aðarlegum fjárupphæðum og
þá fær viðkomandi að sjálf-
sögðu allar upplýsingar um
„sitt“ barn og getur fylgzt með
ferli þess. Þá eru fjölmörg fyr-
irtæki og stofnanir, sem styðja
hreyfinguna með fjárstyrkjum,
mjög háum í sumum tilfellum.
Árið 1951 gekk Fritz Haider,
þá 18 ára að aldri, til samstarfs
við Hermann Gmeiner, og nú
er hann „bæjarstjóri" í barna-
bænum Hinterbriihl í grennd
við Vín. Eins og allir aðrir
barnabæir lítur Hinterbrúhl út
nákvæmlega eins og hver ann-
ar venjulegur austurrískur bær.
Einbýlishús standa þar í röð-
um, hvert með sínu móti, og í
hverju húsi býr ein „mamma“
með átta börn, stúlkur og
drengi á ólíkum aldri. Þetta
litla samfélag hefur líka sitt
,,ráðhús“, og þar er einnig til
húsa leikskóli, verzlun, þvotta-
hús, músíksalur o. fl.
Mjög margir, sem alizt hafa
upp í slíkum barnabæjum halda
sambandi við hreyfinguna og
reyna að leggja sitt af mörkum
í hennar þágu. Einn þeirra er
Martin Kreil, sem tilheyrði ein-
um af fyrstu „systkinahópun-
um“ í fyrsta barnabænum í
Imst. Hann stundar nú nám við
tækniháskóla í Vín, en hvenær
sem hann hefur tíma til, ekur
hann til Hinterbrúhl og að-
stoðar sem hann má við kennslu
barnanna o. fl.
Martin Kreil segir svo frá
kynnum sínum af hreyfingunni:
— Móðir mín dó 1950. Faðir
minn var langferðabílstjóri og
hafði engin tök á að annast
sómasamlega um mig. Um tíma
var ég algjörlega upp á eigin
spýtur. Ég fór í skólann á
morgnana og kom heim síðdeg-
is og fékk að borða hjá ná-
grönnunum. Ég var. bara sjö
ára, og það var enginn til að
líta eftir mér.
Þannig gat þetta ekki gengið.
Martin var komið fyrir á barna-
heimili, þaðan fór hann á ann-
að barnaheimili og síðan á enn
eitt. Líf hans var öryggislaust
og gleðisnautt.
— Svo var mér sagt, að ég
gæti fengið pláss í SOS-barna-
bænum í Imst. Hreyfingin var
þá tiltölulega ný, og ég gat
ekki skilið, að líf mitt mundi
nokkuð breytast við það að fara
á eina stofnunina enn.
Til Imst kom Martin á 10
8 VIKAN 39. TBL.