Vikan - 28.09.1972, Page 10
TUTTUGU OG
ÁTTA ÁR í
FRUMSKÖGUM
GÚAM
2. HLUTI
SÍÐASTA SKIPUNIN
ALDREI AÐ
GEFAST UPP
Þann tuttugasta og fyrsta júlí 1944 réðist Bandaríkjaher
á Gúam, sem Japanir þá hersátu. í ógurlegri orrahríð,
sem stóð þó aðeins yfir einn dag, voru um tuttugu
þúsund japanskra hermanna brytjuð niður. En hermaður
að nafni Jókoj og nokkrir aðrir tóku ekki í mál að
gefast upp. Þeir flýðu út í frumskóginn, þar sem þeir
hugðust bíða nýs liðstyrks frá Japan ...
Jókoj var vannærður og horaður, en annars við dá
góða heilsu.
Að ofan eru skór, sem Jókoj gerði sér úr jurtatrefj-
um. I pokanum er hnetuhýði, sem hann hafði fyrir
eldsneyti.
Um hádegisbilið tuttugasta
og fimmta janúar 1972
fékk japanska fréttastofan
Asahi Sjimbún tilkynningu
um að maður, sem teldi
sig liðsmann japanska
hersins, hefði fundizt í
frumskóginum á eynni
Gúam. Þar hafði hann
lifað sem útilegumaður
i tuttugu og átta ár. Iiann
var nú fimmtíu og átta ára
að aldri, hét Jókoj og hafði
ekki hugmynd um að
heimsstyrjöldinni síðari
var lokið fyrir 27 árum.
Fimmta ágúst 1941 var rauðu
umslagi smeygt í póstkassa fjöl-
skyldunnar Jókoj. Það var inn-
köllun í herinn!
Allir níu hundruð níutíu og
sex íbúarnir í fátæklega bænda-
þorpinu Tomita, sem er nokkra
kílómetra frá milljónaborginni
Nagoja, litu á rauða bréfið sem
heiðursvott.
Einn af sonum þorpsins fengi
nú þann heiður að berjast fyr-
ir keisarann og föðurlandið í
hinum ódaúðlega keisaralega
her Japans!
í snarheitum var undirbúin
kveðjuveizla, sem haldin var í
Akabosji-hofi, sem var rautt að
lit og í þorpinu miðju. Velt var
fram tunnum fullum af rís-
víni, og hver bóndabær lagði
fram eitthvað af hrísgrjónum,
fiski og kjöti. Og menn hróp-
uðu „Bansaí“ og „Hann lifi“
fyrir sveitunganum, sem var
að fara í stríðið.
Allir í þessum litla, fátæka
stað voru hamingjusamir og í
hátíðaskapi. Aðeins ein mann-
eskja var niðurlút og sorgbit-
in, Tsúrú Jókoj, móðir hins
verðandi stríðsmanns. Hún var
veik fyrir hjarta.
— Frímerki sem kostar einn
eyri er of lágt gjald fyrir líf
einkasonar míns, sagði hún
bitur.
Eins og flest annað fólk þar
í byggðinni var hún meðlimur
trúarhreyfingar þeirrar, sem
tilbað hið helga fjall Ontake.
Margoft hafði hún farið þang-
að pílagrímsferðir, klædd hvít-
um möttli, ásamt syni sínum
Sjóitsji. Hún hafði beðið fjall-
ið um endurfæðingu og ham-
ingju, hyllt keisarann og gert
bæn sína til hans og sólarinn-
ar rísandi, þjóðartákns Japans.
Hún var sannfærð í trú sinni
á keisarann sem guð. Samt sem
áður fannst henni fórnin, sem
sonur hennar var krafinn um,
of stór.
Hún átti ekki fleiri syni. Sjó-
itsji var henni allt — allt líf
hennar.
Sjóitsji Jókoj var þá tuttugu
og sex ára, klæðskeri og þótti
snjall í sinni iðn. Hann var laus
10 VIKAN 39. TBL.