Vikan


Vikan - 28.09.1972, Síða 25

Vikan - 28.09.1972, Síða 25
Nú er hægt að sjá hvemig vellrikar aðalsfjölskyldur bjuggu á fyrri hluta þessarar aldar - með þvi að bregða sér i Norræna húsið og blaða þar i safnskrá Hallwylska safnsins i Stokkhólmi. fulltrúar rikisvaldsins mundu ekki skilja mikilvægi þess, sérhver hlutur i höllinni yrði að varöveitast á sinum stað, svo að heildarsvipurinn héldist, og þess- vegna var gjafabréfið fullt af ströngum fyrirmælum. Þannig mátti t.d. ekki hreyfa nokkurn hlut af sinum stað, nema til þess að ljósmynda hann eða skrásetja. Ef einhver hlutur - þrátt fyrir þessi ströngu fyrirmæli - yrði tekinn burt, skyldi skilin eftir nákvæm lýsing af honum. Og svo varð safnskráin til. Svo nákvæmlega var unnið að skráningu muna, að verkinu var ekki lokið fyrr en löngu eftir dauöa von Hallwyl greifaekkju árið 1930, en þá hafði lika skapast alveg einstætt ritverk. Það liggur I augum uppi, að þvilikt rit hefur ekki mikið gildi fyrir hinn almenna safnskoðara, en ritið er vísindamönnum sú uppspretta. sem seint mun þverra. Vera má, að hinu sérstæða safni listaverka eftir hollenzka meistara og listaverkum úr postulini, silfri, bronzi o.fl. hafi ekki verið raðað samkvæmt ströngustu nútima kröfum fræðslusafna. Gefendurnir höfðu heldur ekki hug á þvi. Það sem. þeir vildu sýna, var einmitt hvernig fjölskylda, er til þess haföi ráð, safnaði listmunum og kom þeim fyrir á heimili sinu. Vaxandi vinsældir. Nú er svo komið, að safn- stjórnin hefur frjálsari hendur en áður. Að visu geta safngestir ekki enn gengið frjálst um safnið, vegna þess að enn hafa ekki fundizt öryggisráðstafanir, er leyfi slikt. Sýningargestir verða enn að hlýða reglum þeim, er með gjafabréfinu voru settar, að skoða safnið i fylgd leiðsögumanns, sem er sérfróður I listasögu þess. En þrátt fyrir þetta nýtur safnið stöðugt aukinna vinsælda. Þannig eru það ýmis fyrirtæki, sem sjá sér bæði hag og ánægju i þvi að halda fundi sina i safninu og ljúka þeim með skoðunarferð um það og ef til vill enda I eldhúsinu, þar sem fund- argestir' fá sér matarbita úr eigin skrinum, þvi að sjálfsögðu eru upprunaleg eidhúsáhöld öll varðveitt undir glerhjálmum. Auk þess er nú unnt að lána hluti úr safninu til sýninga út um allan heim, lög safnsins má túlka á það frjálsan hátt. A sumarkvöldum setja nú ungir leikarar upp sýningar i garði safnsins og kammertónleikar eru haldnir i sölum þess. Hallwylska safnið, sem svo mörgum sýnist gamaldags, sómir sér nú vel innanum nútimalegri sænsk fræðslusöfn, sem hafa það að markmiði að tengja hina ört vaxandi nútimamenningu við gamlan menningararf. 39. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.