Vikan


Vikan - 28.09.1972, Qupperneq 35

Vikan - 28.09.1972, Qupperneq 35
ræöa. En I bili er fjandans lltið að fara eftir við rannsóknina. Þessi ungfrú Carroll fullyrðir, að stúlkan geti ekki hafa haft neina hugsanlega ástæðu til að fremja sjálfsmorö. En aö þvi er ég bezt get séö, haföi heldur engin lifandi mannskepna neina ástæðu til að myrða hana. — Þá er að finna það, svaraöi hinn. — Og úr þvi þér virðist þegar orðinn svo kunnugur þessu máli, sé ég ekki annaö en ég verði aö biðja yöur fyrir það. Takiö þér yður þá til, og góða ferð! Hanslet eyddi eitthvað klukku- stund I það að skrifa skýrslu um það, sem þegar var vitað um málið, og þvinæst nokkrar athugasemdir, ser til minnis. Svo hringdi hann I simann. — Eruð það þér, hr. Merefield? Hanslet, sem talar frá stöðinni. Ætli prófessorinn sé búinn að borða. — Já, nýbúinn, var svarað. — Hann var einmitt að minnast á yður I morgun og sagði, aö það væri langt siðan hann hefði séö yöur. Viljið þér tala viö hann? — Mér þætti vænt um, ef ég mætti koma og tefja hann stun- darkorn. Hefur hann nokkuð sér- staklega mikið aö gera eins og er? — Nei, hann hefur eiginlega ekkert að gera og er þessvegna meö versta móti I skapinu. Ég hef satt aö segja veriö i hálfgeröum vandræðum með hann siðustu vikuna eða hálfa mánuðinn. Ég er alveg viss um, aö hann heföi gaman af aö tala við yður, einkum þó ef þér hefðuö eitthvert dularfullt mál handa honum að glima við. Biöiö þér andartak, ég skal spyrja hann. Eftir dálitla þögn heyrðist aftur til Merefield: — Þér skuluð koma. Hann var ekkert sérstak- lega hrifinn, þegar ég sagði honum af yður, en það er ekkert aö marka — svona er hann alltaf. Ef þér getiö gert hann forvitinn, er allt I lagi. — Ég ætla þá að taka bil og koma strax, svaraöi Hanslet brosandi og lagði frá sér heyrnar- t.ólið. Hann þekkti dr. Priestley eins vel og nokkur annar. Þegar doktorinn var ekki önnum kafinn við visindastörf, haföi hann þaö sér til gamans aö leysa ein- hverjar gátur mannlifsins. Hann stóð i þeirri trú, að enginn vissi um þessa áráttu hans nema skrifarinn hans, Merefield, og svo örfáir kunningjar, enda þótt þetta væri á hvers manns vitoröi, en visasti vegurinn til þess að gera hann vondan, var að taka þaö sem gefinn hlut, að allir vissu um þennan veikleika, sem hann kallaði svo. Hanslet var ekki laus við hræöslu þegar hann kom heim til dr.'Priestley. Hann vissi vel, aö viðtökurnar mundu fara alveg eftir þvi, hvort honum tækist aö vekja áhuga prófessorsins með sögu sinni. Ef hún vekti forvitni hans, var allt i lagi, en ef ekki, yrði hann rekinn út eftir stutt og kuldalegt samtal. Prófessorinn hafði enga löngun til að koma glæpamanni fyrir lög og dóm, en áhugi hans á hverju máli, fór eingöngu eftir þvi, hve erfitt það var. Hanslet var vlsað inn I skrif- stofuna þar sem prófessorinn sat. Hann leit upp, þegar gesturinn kom inn og hleypti brúnum. Þessar hrukkur, sem hann setti upp, gáfu til kynna gáfumanninn, sem neyðist til að vera iðjulaus og er þessvegna í.vondu skapi. En Hanslet tók þetta alvarlegar en þörf var á oe fannst það ekki spá neinu góðu fyrir erindi sinu. — Ég vona, að ég trufli yður ekki, prófessor, sagði hann þegar hann hafði heilsað húsbóndanum. — En ég dirföist ab ónáöa yður með svona litlum fyrirvara, af þvi að ég hef vandasamt mál til meðferöar. — Þér eruð velkominn I slikum • erindum, hvenær sem þér viljiö, svaraði hinn, fremur kuidalega. — Ég býst viö, að þaö sé eitthvert mál, sem þér hafið fengið til meðferöar, embættislega? — Þaö er það. Fyrst vildi ég mega segja yöur söguna. Ég var við réttarhald I morgun. Doktorinn svaraði engu en kinkaöi aöeins kolli. Þegar Hanslet hafði fengið þá hug- hreystingu, tók hann að skýra frá réttarhaldinu I smáatriðum, og endaöi á upplýsingum, sem Sir William og ungfrú Carroll höfðu gefið i skrifstofu Everleys. Siðan beiðhann þess, að doktorinn segöi eitthvað. Vitanlega var svarið ekki sérlega innihaldsrikt: — Jæja, sagði lærði maðurinn og kenndi óþolinmæði I röddinni. — Já, prófessor, og svo á ég að finna manninn, sem kyrkti stúlkuna, og mér finnst það hreint ekki sem aögengilegast. — Aö hvaða leyti er það ekki aögengilegt? — Fyrst og fremst vantar öll merki til þess að feta sig eftir. Við höfum ekkert nema snöruna og ég hef litla von um, að hún komi að miklu gagni. — Mér finnst mega hafa fleiri aðferðir. Til dæmis mætti „setja upp” morðiö, eins og maður gæti helzt hugsað sér, aö þaö hefði veriö framið. Þvi var, hvort sem er, ætlað að verða tekið fyrir sjálfsmorð. Og sennilega hafði það allt haft sinn gang, hefði ekki ungfrú Carroll komið tilskjal- anna, og verið svona j sannfærö um, að það gæti ekki verið sjálfs- morð. Gat lögreglan þarna á staðnum bent á nokkra ástæðu til sjálfsmorðs? — Já, ég held nú það. Hún hafði aflað sér sennilegra upplýsinga um þaö, að stúlkan hefði verið ástfangin af flugmanni, sem fórst viku áður, og svo var þvi haldið fram, að hún hefði stytt sér aldur i örvæntingu sinni. En einkenni- legt er, aö hún skuli ekki hafa sagt þessari vinkonu sinni neitt um þessi ástamál sin, og var hún þó trúnaðarmaður hennar um öll alvarleg mál. Heldur ekki virðist hún hafa sýnt af sér nein sorgar- merki, en auövitað gæti'það legið i þvi, aö hún hafi ekki verið búin að heyra um slýsiö, fyrr en þá rétt áður en hún dó. En vitanlega eru þetta einskisverð atriöi nú, ef hún hefur veriö myrt. — Hvað kemur yður til aö segja það? spurði dr. Priestley. — 1 svona rannsóknum er ekkert atriði einskisvert. — Að minnsta kosti, ef hún hefur verið myrt, getur ekki maður hafa gert það, sem er dáinn fyrir viku, svaraöi Hanslet. — Ég skil ekki þessa röksemda- færslu. Vinátta hennar — eöa hvað þaö nú var — getur vel hafa veriö eitt af þvi, sem hvatti morðingjann til verksins. Ekki, að ég vilji halda þvi fram, að svo hafi verið I þessu tilviki. En svona atriði eru alltaf athugandi. Hvað þekktuö þér til þessa manns og hvaö var samband hans við hana? Hanslet romsaöi upp öllu þvi, sem hann vissi um Vilmaes, og svo þvi, hvernig þau ungfrú Bartlett höföu hitzt. — Þér skiljið, prófessor, að þaö hlýtur að hafa verið eitthvert samband milli þeirra, hélt hann áfram. — Það er enginn vafi á því, aö hún fór til Waldhurst, til þess að eiga hægt með að hitta hann. Þessi húsaleit hennar var ekkert annað en átylla. Svo fór hún frá Waldhurst daginn eftir, að Vilmaes fór til Belgiu, til að dvelja þar heila viku. Og þegar ég var að taka saman athuga- semdir minar áöan, hitti ég einmitt á ástæðuna til þess, að stúlkan hefir farið til Wargrave House, þetta kvöld, sem varö hennar siöasta. —Einmitt?sagðiPriestley, með vart sýnilegu háði. — Þaö þætti mér gaman að heyra nánar um. — Gott og vel. Mitt álit er þetta: Vilmaes fór burt til þess að verða viku 1 ferðinni, um það eru allir sammála. Enginn veit, hversvegna hann kom svona óvænt heim aftur, aö morgni hins 3., þvi aö hann dó sjálfur, án þess að gefa neina skýringu á þvi. Fyrst hann ætlaöi að verða burtu I viku, var engin ástæða fyrir ungfrú Bartlett aö vera lengur i Waldhurst en raun varð á. En nú átti Vilmaes einmitt aö koma heim þann 10. Þaö er þvi mjög tnilegt, að þau hafi ætlaö sér að mætast einslega á þeim degi, og valið garðinn við Wargrave House til stefnumótsins. — Ungfrú Bartlett kom eins og um var talað, þar sem hún vissi ekki, að maðurinn var dáinn. 39. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.