Vikan


Vikan - 28.09.1972, Qupperneq 36

Vikan - 28.09.1972, Qupperneq 36
Mér finnst þetta liggja beint við. Kvenfólk les ekki blöðin vandlega að jafnaði, svo að hún getur vel hafa hlaupið yfir smá-frétta- klausur, eins og um slysið. Og hafi hún ekki veriö i sambandi við Partington eða systur hans, hefur enginn verið til að segja henni frá þvi. Ef hún hefði vitað af þvi, er hér um bil vist, að ungfrú Carroll, að minnsta kosti, hefði séö á henni einhver sorgarmerki. — Þetta litur sennilega út, sagði Priestley. — Það er vel hugsan- legt að stúlkan hafi, þrátt fyrir allt, haft einhvern tilgang meö þessari húsaleit sinni, sem sé aö finna stað þar sem hún gat hitt Vilmaes i einrúmi. Og eftir þvi, sem þessu húsi er lýst, hefur þaö einmitt verið tilvalinn staður. Og frágangurinn á þessum eldhús- glugga hefur verið sérstaklega heppilegur. En hver háfði annars lyklana að húsinu? — Umboðsmaðurinn hefur annan og frú Chad, sem tekur þar til, hinn. En nú vill svo skritilega til, aö lykillinn umboðsmannsins var I raun og veru hér i London, frá þvi þann 4,.og þangaö til i gær. Priestley hleypti brúnum. — Ég hef enga trú á þessum til- viljunum. En hvernig komst lykillinn til London? — Það var fólk, sem skoðaði húsiö, þann. 4., sem tók hann með sér óviljandi. Hjón að nafni Hewlett. Ég hef sjálfur hitt manninn og ég er sannfærður um, að þetta hefur verið hrein tilviljun og óviljaverk, og að lykillinn hefur aldrei fariö úr vasa hans hér i London. — Og hann hefur ekkert getað sagt yöur, sem gæti verið nein bending? — Alis ekki neitt, og var hann þó sæmilega tölugur, svaraði Hanslet brosandi. — Ég ætlaði aldrei að sleppa frá honum. Hann vildi endilega segja mér ástæðuna til þess, að frúin gugnaöi á húsinu, I öllum smá- atriöum. Þvi að mér skildist, að sjálfur hefði hann viljað taka það. — Og hverjar voru þessar ástæður? spurði Priestley áfram. — Þær voru hreinn bjána- skapur, eins og oft vill veröa hjá kvenfólkinu. Ég hef aldrei séð húsið, en mér skilst það vera heldur skuggalegur bústaður. Að minnsta kosti segir fólk þarna i kring, aö þar sé reimt. Sennilega hefur þaö haft einhver áhrif á frú Hewlett. En það sem endanlega fældi hana frá þvi, var vægast sagt, hlægilegt. Eftir þvi sem maðurinn sagði, hafði hún fengið þá hugmynd, að óviðkomandi fólk væri að sveima kring um húsið. Harold Merefield, sem var áheyrandi að samtalinu, gat ekki betur séð en brúnin á Priestley lyftist ofurlitið viö þessi orð. — Hvernig fékk hún þá hug- mynd? spurði hann rólega. Sem svar við þessu sagði Hanslet söguna um blaða- böggulinn, sem fannst og var horfinn daginn eftir. Mér finnst varla ástæða til að leggja neitt upp úr sliku, eða hvaö finnst yöur, prófessor? — Engir tveir menn leggja sama upp úr sama atvikinu, svaraöi Priestley, spámannlega. — En segiö mér nú, hvernig þér ætlið að haga leit yöar? — Fyrst af öllu ætla ég — úr þvi að ég hef fengið verkiö i minar hendur — aö fara og athuga húsið. Það er alltaf hugsanlegt, að ég rekist á einhver ummerki, sem Everléy hefur sézt yfir. — Þaö erað minnsta kosti alltaf trúlegt, að einhver slik ummerki séu fyrir hendi. Og hvað gerið þér svo næst? — Ég er að vona, að ég finni eitthvað kring um húsið, sem komi mér á sporið. Ef ekki, er ekki annað aö gera en nota listann yfir kunningja ungfrú Bartlett og spyrja hvern einn þeirra. Aöallega komast að þvl, hvort nokkur hafi vitað, að hún ætlaði til Wargrave House, þennan dag, sem um er að ræða. — Þetta er heilbrigt, það sem það nær, svaraði prófessorinn, Yfirleitt finnst mér þér litiö þurfa á að halda þessari hjálp, sem þér voruð að tala um. Hanslet iðaði órólega á stólnum. Hann sá ekki betur en Sér heföi mistekizt aö vekja áhuga prófessorsins, og þá var ekkert upp úr þessu að hafa. Hann leit á Merefield, sem átti að vera glöggvari á húsbónda sinn en ókunnugur maður. Sér til undrunar, sá hann, að Merefield deplaði augunum hughreystandi. — Það var nú kannski ekki beint ætlun min að leita ráða hjá yður, en hinsvegar langaði mig til aö vita, hvort þér vilduö koma með mér til Wargrave House á morgun. Þér takið oft eftir ýmislegu, sem enginn annar tekur eftir og mundi aldrei leita aö. — Þaö er bara af þvl, að ég hef ásett mér fyrirfram aö leita aö hlutunum á vissum stað. Leit út i bláinn gerir sjaldan neitt gagn, eins og þér vitið sjálfsagt af reynslunni. Og þetta Bartlettmál viröisthafa ýmislegt einkennilegt i sér fólgið, sem ég er hræddur um, að þér metið ekki eins og skyldi. Og afþvi að svo er, ætla ég að koma með yður til Wargrave House. — Það er fallega gert af yður, sagöi Hanslet, allshugar feginn. Ég hafði hugsaö mér lestina frá Liverpoolstræti kl. 10.30, ef yður er það ekki óþægilegt. — Ég skal hitta yður á stöðinni. Meðal annarra orða, þá væri gott, að þér tækjuð með yður snöruna, sem þér töluðuö um. Hanslet lofaði þvi, kvaddi siðan og fór. Þegar hann var kominn út, sat Priestley fyrst nokkrar minútur, steinþegjandi, með ofurlitið bros um munnvikin. Harold Merefield horfði á hann meö eftirvæntingu, þvi aö hann vissi, aö húsbóndinn mundi bráðlega segja eitthvað um þetta mál, sem nú lá fyrir. En þegar húsbóndinn rauf þögnina, sagði hann allt annað en skrifarinn hafði hugsað sér: — Þetta er nú ekki svo ómerkilegt . . . .að vissu leyti, sagöi hann allt i einu. — En ef til vill samt einfaldara en Hanslet vinur minn gerir sér I hugarlund. Til dæmis getur varla verið vafi um tilganginn með morðinu. En ég er hræddur um, að leitin að moröingjanum geti leitt sitthvað eftirtektarvert I ljós. 13. kafli. Dr. Priestley og skrifarinn hans hittu Hanslet á járnbrautar- stöðinni á tilteknum tima. Prófessorinn settist út i horn I fyrsta flokks vagni og sökkti sér niöur I landabréf yfir Waldhurst og nágrenni. Hanslet reyndi tvlvegis að draga hann inn i samtalið, en árangurslaust. Hann sagði yfirleitt ekki stakt orö, fyrr en lestin staönæmdist á stöðinni i Waldhurst. — Mér finnst það gæti verið gott fyrir okkur, ef við gætum séð, eins ná- kvæmlegaog hægter, hvernig likið fannst. Kannski Everley fulltrúi gæti komiö með okkur á staðinn. Hann gæti sjálfsagt lika útvegaö okkur lögregluþjóninn, sem skar niður likið. Hanslet samþykkti þetta. Þeir gengu siöan til lögreglu- stöðvarinnar, og Hanslet kynnti Everley prófessorinn og Merefield sem tvo vini sina, er ætluöu að hjálpa til við rann- sóknina. Hvað sem Everley kann að hafa hugsað, lét hann það að minnsta kosti ekki uppskátt. Eftir fáar minútur voru þeir á leiöinni til hússins I vagni, og dr. Priestiey athugaði leiðina mjög vandlega og bar saman við landabréf sitt. — Við þurfum ekki að gera boð fyrir Holley, sagði Everley. — Undir eins og ég fékk skeytiö um, að þú ætlaöir að koma, sagöi ég honum að hitta okkur við húsið. Annars hefur hann sama sem ekki sleppt af þvi augunum, allan timann. Þeir komu nú að húsdyrunum og jafnskjótt sem heyrðist til til vagnsinskom Holley á móti þeim. Þeir gengu rakleitt niður i eld- húsið. Þar haföi enginn' hlutur verið snertur, aö þvi er Everley fullyrti, nema trappan, sem lá á gólfinu. — Þaðergott, sagöi Hanslet. — Sjáið þiö nú til. Ég hef hérna snöruna meö mér, og nú ætti Holley að hnýta hana i krókinn, nákvæmlega eins og hann fann hana. Lögregluþjónninn, sem var upp með sér af þvi að tala við þennan mikla mann frá Scotland Yard, hlýddi tafarlaust. Hann steig upp á tröppuna, festi snöruna á krókinn, og brá síðan lykkjunni um hálsinn á sjálfum sér. — 1 þessari hæð, hér um bil, hékk likið, þegar ég fann það, sagði hann. — Og eins og ég sagði, lá trappan á gólfinu, sagði Everley. — Þaö var svo sem ekki hægt aö efast um, að um sjálfsmorö væri að ræða. Viö læknirinn uröum lika fljótt sammála um, að svo væri: að stúlkan hefði gengiö upp tröppuna, og þvinæst fellt hana undan fótunum á sér. Hanslet kinkaði kolli. Það var svo sem auðséð, hversvegna þetta hafði verið taliö sjálfsmorð. Hann leit spyrjandi á Priestley, sem hafði enn haft sig litið i frammi. Prófessorinn svaraði með meðaumkvunarbrosi: — Agætt! sagði hann. Þetta var mjög vel sýnt. Oh þér munuö taka eftir þvi, aö þessi sýning hefur afgert eitt atriði, sem ég er viss um, að þið leggið talsvert upp úr. Hanslet glápti. — Hvaða atriði eigið þér við? — Litið þér á tröppuna. Finnst yöur ekkert einkennilegt við hana? Allra augu litu nú á tröppuna, þvi að mennirnir hugðu, að prófessorinn heföi séð einhver merki á henni. En I fljótu bragði var ekkert merkilegt á henni að sjá. Þetta var gömui trappa, eins og til er 1 mörgum eldhúsum. Hún var úr tré og með hjörum að ofan. Talsvert slitin, en vandlega þvegin og hrein. — Ég skal játa, að ég sé ekkert merkilegt við tröppuna, sagði Hanslet eftir vandræðalega þögn. Prófessorinn brosti aftur. — Þá verð ég að skýra mál mitt betur, sagði hann. En fyrst við höfum séö greinilega, hvernig likið hékk, er vist rétt að losa Holley lögregluþjón úr þessari óþægi- legu stellingu sinni, en áöur ætti hann að taka snöruna niöur. Holley gerði þaö og rétti Hanslet báöa spottana. Dr. Priestley tók viö þeim af honum og athugaði þá vandlega. — Má ég leysa þessa hnúta? spurði hann. — Geriö þér svo vel, sagöi Hanslet. — Við höfum allir séð hnútinn, hvort sem er. Dr. Priestley tók nú að leysa lykkjuna og hnútinn, sem spot- tarnir höfðu verið hnýttir saman með. — Þið sjáið, að snærið hefur verið i tvennu lagi, og svo hafa spottarnir verið hnýttir saman meö algengum hnút, sagði hann. Lögregluþjónninn skar þaö sundur, rétt neðan við þennan hnút, svo að nú er það i þrennu lagi. En ef við leggjum nú snærið 36 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.