Vikan - 28.09.1972, Page 37
■ • ■ Ef þér gerið kröfur til snöggrar fryst-
ingar, sem lengirgeymsluþol matvælanna,
þá uppfylla KPS fystikisturnar kröfur yðar.
270 og 400 lítra kistur á lager.
Frysting allt að —35°.
Mjög góðir greiðsluskilmálar.
fyrir vandláta.
Einar Farestveit & Co. hf., raftækjaverzlun.
Bergstaðastræti 10, sími 16995.
á gólfiB, sjáum við, að upp-
runalegu spottarnir eru svo að
segja alveg jafnlangir, eða um
það bil þrjú fet, hvor fyrir sig.
Everley eat nú ekki lengur
setlð á óþolinmæöí sinnf. — Af-
sakið, en þetta hef ég þegar getið
um i fyrstu skýrslu minni, sagði
hann.
—- Vist svo, svaraði Priestley
kuldalega, — en þér hafið ekki
getað leitt neitt af þvi. Ég vil
biðja yður að llta enn einu sinni á
tröppuna. Svona tröppur eru
alltaf festar saman að neðan með
snæri, svo að þær gliðni ekki
sundur, þegar þær eru reistar
upp. Á þessari tröppu er ekkert
snæri. En við getum gengið út
frá, að það hafi einhverntima
verið, þvi að þarna eru að minn-
sta kosti götin fyrir þaö.
— Þér hafiö svei mér lag á að
finna sitthvað út, eins og ég sagði
yður i gærkvöldi, sagði Hanslet
hrifinn. — Auðvitað liggur þetta I
augum uppi, nú þegar þér bendiö
á það. Vitanlega er snærið úr
þessari tröppu. Og það getur
gefið bendingu, finnst þér ekki,
Everley?
— Mér er óskiljanlegt, hvernig
mér gat sézt yfir þetta, sagði
Everley eins góölátlega og hann
gat, eftir atvikum. — Þaösannar
endanlega, aö morðið hefur veriö
framið hérna I eldhúsinu, þvi aö
Sir William Rolsford fullyrti, aö
snaran hefði verið sett um
hálsinn, strax og stúlkan var
dáin.
— Ef ekki I eldhúsinu, þá að
minnsta kosti hér I húsinu, sagði
Hanslet. — Það getur alltaf
hugsazt, að morðinginn hafi setið
fyrir henni og verið búinn að
útvega sér snærið áður. Frú Chad
mun geta sagt okkur, hvort
snærið var á tröppunni, þegar hún
sá hana seinast. Ég veit ekki,
hvernig þú lítur á það, Everley,
en ég er tekinn að hallast aö þeirri
skoðun, að ungfrú Bartlett hafi
verið elt hingað, ef til vill alla leið
frá London, og siðan myrt. En ég
veit bara ekki, hversvegna.
Við þessi siöustu orð leit
Hanslet á dr. Priestley, en hann
virtist ekki hafa heyrt þau. Það
var eins og prófessorinn hefði
misst áhuga á öllu, sem kring um
hann var, siðan hann hafði gert
sér grein fyrir snörunni. Þegar
Hanslet hafði lokið máli sinu og
þögn varð, sneri hann sér að
skrifara sinum.
— Ég þykist vita, að herrarnir
vilji rannsaka eldhúsiö ná-
kvæmlega, til þess aö leita að
fleiri merkjum eftir morð-
ingjann, sagði hann. — Við
veröum bara- fyrir þeim hérna
inni. Við ættum heldur aö rangla
hérna um garðinn, þangað til þeir
eru búnir. •
Hanslet varö vandræöalegur á
svipinn við þessi orö. — En við
þurfum einmitt á hjálp yðar að
halda hérna, prófessor . . .
byrjaði hann, en dr. Priestley var
þegar kominn út. — Jæja,
fjandinn hafi þaö allt saman,
bættihann við i hálfum hljóðum.
— Hvað ætli sé nú hlaupið i hann?
Everley hló. — Þetta er
skritinn kall, þessi vinur þinn,
sagði hann. — En það var nú
samt vel gert af honum að finna
út, hvaðan snaran kom. Auövitaö
lá það I augum uppi. Ég hefði átt
að geta séö það strax og ég kom
hingað inn. En þaö er nú eitt af
þessu, sem manni hættir til að
hlaupa yfir.
— Þú mátt trúa mér, aö dr.
Priestley hleypur ekki yfir
margt, svaraöi Hanslet. —
Þessvegna hefði ég viljaö, aö
hann yrði kyrr hérna inni og
hjálpaði okkur. En þaö dugar
ekkiaðtalaumþað. Ef maðurinn
— hver sem hann er — hefur skilið
eftir nokkur merki, ættum við
sjálfir að geta fundið bau.
A meöan hafði Priestley, ásamt
skrifara slnum, gengið út og um
allan garðinn. Hann gekk eftir
malarstig, sem var þakinn
illgresi, og rakti hann þegjandi,
stundarkorn. Stigurinn lá gegn
um lund af skrauttrjám, sem
hafði sýnilega verið vanræktur
siðan húsiö varð óbyggt. Þegar
gegn um lundinn kom, varð fyrir
grasvöllur með blómarönd allt i
kring. Þá kom lágur veggur og
handan við hann matjurtagaröur.
Dr. Priestley hristi höfuðið yfir
þessum vanhirta garði, sem var
fram undan. — Það er skömm að
láta svona fallegan garð fara
forgöröum sagði hánn. Fyrst
eigendunum þykir ómaksins vert
að hafa konu til að hreinsa húsið,
ættu þeir lika að tima að fá sér
garöyrkjumenn, nokkra
klukkutima á viku. En þaö er
greinilegt, aö þessi garður hefur
ekki verið snertur lengi. Þéf
sjáið fúna kálleggi frá I fyrra,
handan viö vegginn. Og þessi
fallegi garðhjalli, svona á kafi I
illgresi, er ömurleg sjón.
Prófessorinn tók að ganga um
grasvöllinn og benti á einstöku
fögur blóm, sem höföu staðizt
illgresið og teygt sig upp úr þvi.
Harold elti hann og jánkaöi þvi
sem hann sagði. Hann hafði
aldrei orðið þess4 var áður, að
húsbóndi hans heföi neinn áhuga
á garðyrkju. Honum fannst hann
aðeins vera aö drepa timann, I
einhverjum dularfullum tilgangi.
Þeir gengu nú hægt hringinn
kring um garðinn og Priestley
var alltaf öðru hverju að athuga
hinar og þessar jurtir, sem þarna
uxu. Þegar hann var kominn
næstum hringinn, fóru þessar
afhuganir hans að veröa ná-
kvæmari. Hann beygði sig niöur
og rannsakaði garðhjallann fyrir
framan sig I nokkrar minútur.
Þar voru stórvaxnar jurtir, sem
lukust saman að ofan, svo að vel
hefðu stórir hlutir getað leynzt.
undir blööum þeirra.
Dr. Priestley rétti úr sér, dró
upp úriö sitt og beindi tima-
visinum á sólina, sem skein I
heiöi. — Þetta er ekki annað en
það, sem búast mátti viö, sagöi
hann. — Þér sjáið, Harold, aö
þessi garðhjalli liggur hér um bil
beint norður og suður og að hann
er vestanmegin viö rjóðrið þar
sem grasvöllurinn og matjurta-
garðurinn eru. Þetta rjóður er
umgirt trjám, svo að það sést
ekki frá húsinu, og i raun og veru
sést það alls ekki tilsýndar.
— Já, ég sé það, sagði Harold,
án þess að láta nokkurn áhuga i
ljós.
— Sjáið þér þá nokkuð annað?
spurði húsbóndi hans hvasst. —
I»itiö þér á garðhjallann fyrir
framan yöur.
Harold laut niður og horfði.
Það hafði veriö þurrt veöur i
nokkrar vikur, og þar sem sást i
mold, var hún skraufþurr. En
þótt hún liti út fyrir að vera grjót-
hörð, var hún samt óslétt á yfir-
boröinu, hingað og þangað, þar
sem blöðin höfðu skýlt henni. Og
á slikum stöðum mátti sjá eitt-
hvar, sem vel heföi getað verið
fótspor.
— Þaö er rétt eins og einhver
hafi verið hér á gangi, ekki alls
fyrir löngu, sagði Harold.
— Það virðist svo, sagði hinn,
samþykkjandi. — Þér kunnið að
hafa tekið eftir þvi, að svona för
sjást ekki nema á þessum hluta
garðhjallans. Það er eftirtektar-
vert og ef til vill þýðingarmikið,
þegar athuguð er afstaöa þessara
bletta. Þér vitiö, að við erum
vestanmegin við grasvöllinn. Nú
skulum viö athuga, hvort nokkur
mælir með þeirri skoðun, sem ég
hef verið að skapa mér.
Bak við hjallann, sem þarna
var fimm til sex skref á breidd,
voru runnar og siðan tók við trjá-
belti. Priestley stakk stafnum
sinum þar sem mest var um
fótsporin og hélt siöan áfram
hringferð sinni um grasvöllinn.
— Mig langar til aö athuga
þessa runna, sagöi hann, — en ég
vil ekki ganga yfir hjallann, ef
ske kynni, að ég skemmdi þessi
spor. Ef við göngum völlinn á
enda, getum við komizt þaðan inn
i runnana.
Runnarnir voru, eins og allt
annað kring um húsið, I megnustu
vanhirðu. Þeim gekk seint að
komast gegn um þá. Harold gekk
á undan. Loksins komust þeir þó
39. TBL. VIKAN 37