Vikan - 28.09.1972, Blaðsíða 43
HARMLEIK BREYTT ?
HAMINGJU
Framhald af bla. 9.
— Ég held sambandi við
hálfsystur mína í Salzburg, sem
er þremur árum eldri en ég,
segir Martin, — en að öðru
leyti hef ég ekkert samband við
mína réttu ættingja.
Fritz Haider segir: — Okkur
er annt um, að barnabæirnir.
okkar séu ekki neitt „öðruvísi“.
Börnin ganga í venjulega skóla
með jafnöldrum sínum, en ef
þau fá ekki framhaldsmenntun
við sitt hæfi í grenndinni, geta
þau flutzt í eitthvert af skóla-
heimilum okkar, eins og Mart-
in Kreil gerði.
Sönnun þess, hve „SOS-börn“ ,
eru ánægð með uppfóstrið, er
að mörg þeirra starfa að þess-
um málefnum á fullorðinsaldri.
í Hinterbriihl er t. d. Karla
Pansi, 20 ára fóstra við leik-
skólann þar, en hún var alin
upp í barnabæ frá 8 ára aldri,
þegar hún missti móður sína.
Og þar er einnig Herbert
Stranner, 24 ára smiður, sem
kom barn að aldri til Hinter-
brúhl. Eftir iðnnám kom hann
aftur til Hinterbrúhl og er þar
við öll hugsanleg störf, hann
slær á sumrin, mokar snjó um
vetur, keyrir bíl, gerir við hús,
húsgögn, leikföng o. fl.
☆
HIN EIGINKONAN
Framhald af bls. 13.
ur og fór að borða. Hreyfingar
hennar voru rólegar og hún
hafði fulla stjórn á þeim.
— Hvers vegna sagðirðu
mér ekki að hún hefði líka blá
augu? spurði hún eftir nokk-
urra sekúndna þögn.
— En elskan mín, ég hafði
nú ekki einu sinni hugsað út í
það!
Hann kyssti hönd hennar er
hún rétti hana að brauðkörf-
unni, og hún snöggroðnaði af
gleði. Hún var dökk í húð og
allþrýstin, svo að hún hefði
getað sýnzt aðeins grófgerð.
En stór, blá augun, sem sífellt
virtust skipta um lit, og liðað
gullið hár hennar gerði í stað-
inn að verkum að hún sýndist
veikbyggð og andleg. Þakklæt-
iskennd hennar til eiginmanns-
ins átti sér engin takmörk. Hún
var opinská án þess að vita af
því sjálf og allur persónuleiki
hennar lýsti af ódulinni ánægju
og hamingju.
Þau borðuðu og drukku af
góðri lyst, og hvort um sig hélt
að hitt hefði gleymt brúnklæddu
konunni. Að vísu hló Alice ein-
staka sinnum fullhátt, og Marc
sat eins og hann væri alltaf að
hugsa um hvernig hann liti út
og kæmi fyrir. Beinn í baki og
hnakkakertur. Þau urðu að
bíða smástund eftir kaffinu og
voru þögul á meðan. Sterkt
sólskinið endurvarpaðist frá
sjónum og þarna inni var næst-
um óþolandi skjannabjart.
— Hún situr þarna ennþá,
hvíslaði Alice allt í einu.
— Fer það í taugarnar á þér?
Eigum við kannski að drekka
kaffið einhvers staðar annars
staðar?
— Alls ekki! Ef einhverjum
stendur ekki á sama, þá ætti
það að vera hún! Þú ættir að
líta á hana — það lítur ekki
beinlínis út fyrir að hún hafi
það mjög skemmtilegt . . .
— Ég þarf ekki að líta á hana
— veit nákvæmlega hvernig
hún er á svipinn.
— Jæja, var hún svona?
Hann blés reyk út um nefið
og hrukkaði augabrýrnar.
— Svona? Nei — í alvöru
talað, þá var það mér að kenna.
Ég gat einfaldlega aldrei gert
hana hamingjusama.
— Þetta er það versta, sem
ég hef heyrt!
— Þú ert svo góð, elskan.
Svo frábær. Sannkallaður eng-
ill . . . Ég veit að þú elskar
mig. Ég er svo hreykinn af því.
Þegar þú horfir á mig eins og
þú gerir núna . . . En hún —
hún . . . Já, ég gat ekki veitt
henni það sem hún vildi. Það
var bara þannig. Eg gat aldrei
gert hana hamingjusama.
— Það hlýtur þá að vera
erfitt að gera henni til hæfis.
Alice hristi vasaklútinn pirr-
uð og gaut augunum á konuna,
sem sat og reykti, augu hennar
lokuð og kyrrð og velþóknun í
svipnum.
Marc yppti öxlum hógvær-
lega.
— Það er hún sjálfsagt, við-
urkenndi hann. — En hvað er
hægt að gera fyrir manneskj-
ur, sem aldrei eru ánægðar?
Ekkert nema vorkenna þeim.
Hugsaðu um okkur í staðinn,
elskan, okkur sem erum svo
hamingjusöm. Eða erum við
það ekki?
Hún svaraði ekki. Hún virti
andlit hans fyrir sér næstum í
laumi, kannaði reglulega and-
litsdrættina, slétta húðina,
þykkt hárið sem örlítið var far-
ið að silfrast, leit á smáar, nett-
ar hendur hans. í fyrsta sinn
frá því að hún hitti hann fór
hún að efast.
— Hvað var það þá sem
hún vildi? spurði hún.
Og allan tímann, allt þangað
til Marc hafði borgað reikning-
inn og spurt hvert þau ættu að
keyra, allt þangað til þau stóðu
upp til að fara, sat hún og virti
hina konuna fyrir sér, horfði á
hana forvitin og öfundsjúk.
Þessa óánægðu, ófullnægðu,
yfirlætislegu konu . . .
28 ÁR f FRUMSKÚG-
UM GÚAM
Framhald af bls. 11.
til fanga og settir í einangrun-
arfangabúðir.
Leifar bandaríska liðsins
flýðu inn í frumskóginn með
Japanina á hælunurn. Þar rann
blóðið í stríðum straumum,
Japanir sökuðu flóttamennina
um skemmdarverk og háls-
hjuggu þá og pynduðu til bana.
Engu betur fóru Japanir með
eyjarskeggja, svívirtu og myrtu
konur og börn. Fjölmargir
skátar voru drepnir af því að
Japanir villtust á búningi
þeirra og einkennisbúningi her-
manna.
Aðeins einum bandarísku
hermannanna á Gúam tókst að
sleppa við að verða drepinn eða
fangaður af innrásarliðinu. Her-
maður þessi, George Tweed að
nafni, faldi sig í frumskógin-
um nyrzt á eynni, bjó þar í
helli og lifði á kókoshnetum,
kröbbum og músum.
— Það sem bjargaði mér var
að ég hafði móttökutæki hjá
mér, sagði hann frá síðar. —
Ég gat hlustað á fréttirnar frá
Bandaríkjunum. Ég naut líka
hjálpar fólksins í nágrenninu,
sem hataði Japanina eins og
hverja aðra pest. Án þessa sam-
bands við umheiminn hefði ég
sennilega brjálazt í einverunni.
39. TBL. VIKAN 43