Vikan - 28.09.1972, Blaðsíða 44
Þegar bandaríski herinn réð-
ist á Gúam tuttugasta og fyrsta
júlí 1944, stóð Tweed uppi á
kletti og veifaði til herflugvél-
anna, sem komu í breiðum inn
yfir ströndina og felldu sprengj-
ur svo skipti þúsundum smá-
lesta á bækistöðvar Japana. Já,
hann gat meira að segja leið-
beint löndum sínum við árás-
irnar.
Sama dag og næstum þúsund
ára skógarvist hans tók enda,
hófst sams konar skeið í ævi
Jókoj. Og það átti að verða
miklu lengra og einmanalegra.
— Orrustunni um Gúam var
lokið eftir daginn, sagði Sjó-
itsji Jókoj frá eftir að hann
hafði verið fangaður.
Tuttugu þúsundum japanskra
hermanna var slátrað í þeirri
viðureign. Margir frömdu hara-
kiri þegar öll sigurvon var úti.
Þessi pálmum vaxna paradísar-
ey varð alþakin líkum.
Nokkur hundruð hermanna,
þeirra á meðal Jókoj, sem lifðu
af orrustuna, hlýddu síðustu
fyrirskipunum yfirmanna
sinna. Þeir fóru inn í frumskóg-
inn og hófu skæruhernað. Þeir
frömdu skemmdarverk og
gerðu árásir að næturþeli. Þeir
reyndu að vona hið bezta og
bjuggust á hverri stundu við
liðstyrk frá Japan.
En í salarkynnum yfirher-
stjórnarinnar í Tókíó voru
menn hrelldari en nokkru
sinni fyrr. Todsjó hafði neyðzt
til að segja af sér, allt var að
komast á Tingulreið og frá öll-
um vígstöðvum bárust fréttir
um ósigra og vonbrigði. Japan
var hvarvetna á undanhaldi og
hafði ekkert varalið til að senda
til vígvallanna. Níu milljónir
manna höfðu þegar verið kall-
aðar í stfíðið, og eftir voru
einungis börn og gamalmenni.
Þrítugasta september 1944 var
allt tuttugasta og níunda her-
fylkið talið af, og lýsti her-
málaráðuneytið því yfir að liðs-
menn þess myndu allir dauðir.
I heiðursskyni voru þeir allir
hækkaðir í tign um eina gráðu.
Jókoj varð þannig undirforingi,
enda þótt nærri þrír áratugir
ættu eftir að líða unz hann
frétti af þeirri upphefð.
Presturinn við Gjún-dji-hof-
ið í Tomita færði frú Tsúrú
Jókoj fréttina af dauða sonar-
ins.
— Það getur ekki verið satt,
hann lifir, snökkti hún. -—•
Hann kemur aftur einhvern
daginn. aHnn lifir . . .
En hún varð að taka allt það
litla, sem hún hafði sparað sam-
an, og kaupa fyrir það legstein
til minningar um einkason sinn.
Á steininn lét hún grafa:
„Héðan burtkallaður undir-
NÝTT FRÁ RAFHA
NÝ ELDAVÉL GERÐ HE6624. 4 hellur, þar at 1 með stiglausri
stillingu og 2 hraðsuðuhellur, stór ofn, 56 lítra, yfir- og undirhiti
fyrir steikingu og bökun, Ijós í ofni. Fæst með eða án glóðar-
ttelkar elements (grill). — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð.
Berry
leikf imibúningar
Svartir, hvítir,
bláir.
Verð frá kr. 340,00.
Leikfimibuxur.
Rucana
strigaskór,
íþróttatöskur.
Voit
körfuboltar.
Póstsendum.
Laugavegi 13 - Kjörgarði - Glæsibæ
VIÐ ÓÐINSTORG - SÍMI 10322
foringi Sjóitsji Jókoj, sæmdur
þjónustuorðunni af áttundu
stærð, dáinn þrjátíu ára að
aldri á Omíja-jima (japanska
heitið á Gúam), þegar herein-
ing hans öll varðist sem hetj-
ur allt til dauða.“
Síðan fór fram í Tomita tákn-
ræn jarðarför Jókojs skraddara
og undirforingja, þar sem
nokkrir ættingjar og grannar
heiðruðu minningu hans.
En gröfin var tóm, og ör-
væntingarfull móðirin skrifaði
yfirvöldunum hvert bréfið af
öðru og bað þess að leitað væri
að jarðneskum leifum sonar
hennar. Hún fékk aldrei svar
— yfir átta hundruð týndir
japanskir hermenn höfðu ver-
ið yfirlýstir fallnir á þennan
hátt.
Og að lokum gafst móðirin
upp, tók frænda Sjóitsjis, Ósa-
mú að nafni, að sér sem sinn
eigin son og arfleiddi hann.
Arfurinn var raunar ekki ann-
ar en bernskuheimili sonarins,
sem nú hafði verið yfirlýstur
dáinn.
Jókoj og félagar hans, sem af
hlýðni við skipanir yfirmanna
höfðu flúið inn í frumskóginn,
voru þegar tveimur mánuðum
eftir orrustuna gleymdir og yf-
irgefnir af stjórn sinni.
— Gefizt aldrei upp! Látið
aldrei taka ykkur lifandi! var
það síðasta, sém yfirmaður
þeirra hafði kallað til þeirra.
Bandarísku hermennirnir
þaukönnuðu eyna í leit að Jap-
önum þeim, er lagzt. höfðu í
skóginn. Þeir dreifðu út yfir
skóginn þúsundum flugrita og
æptu í hátalara að farið yrði
vel með alla, sem gæfust upp.
Og morgir gáfust upp. En
Jókoj og tuttugu aðrir, sem
mðe honum voru, afsögðu það
með öllu.
— Við þorðum það ekki,
sagði Jókoj á blaðamannafundi
í Tókíó. — Árum saman höfðu
yfirmenn okkar hrætt okkur á
Churchill, MacArthur og Roo-
sevelt, og Englendingum og
Ameríkönum hafði verið lýst
fyrir okkur sem blóðþyrstum
barbörum. Við vildum ekki
láta taka okkur til fanga, því
að þá gerðum við ráð fyrir að
44 VIKAN 39. TBL.