Vikan - 28.09.1972, Síða 48
UNESCO
1872
ALÞJðÐLEGT BÚKAAR
ÚTVEGUM ALLARv
FÁANLEGAR BÆKUR
SÍMAR 14281 13133 11936
Bókaverzlnn
SNÆBJARNAR
Hafnarstræti
henni og hann stækkaði hana
stöðugt.
Lífsskilyrðum hans lýstu
kannski hvað bezt þeir tuttugu
og sex blaðamenn japanskir,
sem skoðuðu hellinn tuttugasta
og áttunda janúar síðastliðinn.
Kó Tóda, blaðamaður hjá Asa-
hi Sjimbún, segir svo frá:
— Það tók okkur heilan sól-
arhring að fá leyfi til ferðar-
innar. Bandaríski herinn hafði
girt af allt svæðið og lýst það
„sérstaklega hættulegt“. Þar
væri allt morandi í jarðsprengj-
um, sem japanski herinn hefði
skilið eftir. Flokkur sprengju-
leitarmanna þaukannaði svæð-
ið í sex klukkustundir og fann
nokkrar jarðsprengjur, sem enn
voru virkar.
Eftir klukkustundar ferð frá
Agana, höfuðstað Gúams, end-
aði vegurinn og við tók skógur,
sem var alveg ótrúleg flækja
af pálmum, mangróve og bamb-
us. Stór ský af mýflugum herj-
uðu á okkur og bitu sig gegn-
um skyrtur okkar. Hitinn var
þrjátíu og fjórar gráður, og
svitinn sem bogaði af okkur
skolaði af okkur smurningnum,
sem við höfðum borið á okkur
til varnar fyrir mýinu, og lað-
aði að enn fleiri mýflugur.
Skyggnið inni í frumskóginum
var í hæsta lagi tíu metrar,
dökkgrænir runnar og allavega
gróður gleypti þá, sem á undan
fóru, svo ört að það lá við að
við yrðum að haldast í hendur
til að týna ekki hver öðrum.
„Ef einhver missir af hópnum,
gæti svo farið að hann mætti
ráfa hér um í vikur og mán-
uði án þess að finnast," sagði
sériffinn.
Jörðin var þakin kókoshnet-
um, hún lét undan þunga okk-
ar og saug sig fasta á fætur
okkar. Sefstrá, hvöss sem hníf-
ur, skárust gegnum húðina á
berum handleggjum okkar.
Annað veifið heyrðum við í
bandarískum herflugvélum yf-
ir trjátoppunum.
Ef að japönsku farþegaflug-
vélarnar hefðu flogið yfir suð-
urhluta eyjarinnar á leið hing-
að með túrista hefði Jókoj
kannski látið lokkast fram úr
fylgsni sínu mörgum árum fyrr
í þeirri trú að her keisarans
væri kominn aftur. En nú fóru
vélarnar frá japönsku félögun-
um aldrei yfir þennan hluta
skógarins . . .
Framhald.
Bókaverzlun
SNÆBJARNAR
Hafnarstræti
48 VIKAN 39. TBL.