Vikan - 18.01.1973, Page 9
ísbjörn vagar út úr flugvélinni, sem notuð var til að flytja bangsana frá Churchill.
Brian Davies, helzti forsvarsmaður bangsanna.
Þetta gerðist í Churchill, smáborg
i kanadíska fylkinu Manítóba, norð-
ur við Hudsonflóa. Síðan þá standa
yfir svo heiftúðlegar deilur milli
bæjaryfirvalda þar og náttúru-
verndara, að belzt minnir á hunda-
slríðið hér í Reylcjavík á dögunum.
Yfirvöldin hafa gefið dýraverndur-
unum tveggja vikna frest til að uþp-
hugsa ráð sem dugi til að bægja
bjarndýrunum frá bænum, og ef að
slíkt ráð finnist ekki, verði bangs-
arnir miskunnarlaust skotnir, hvar
Á kortinu sést hvar Churchill er við Hudson-
flóann, og örin sýnir hvert flogið var með
birnina.
sem til þeirra sést. Bæjaryfirvöldin
rökstyðja mál sitt með þeirri fuil-
yrðingu, að dýrin séu mönnum
liættuleg. Og það er víst eitlhvað til
i þvi. Ekki líður svo ár þar um slóð-
ir að hvitabirnir greiði ekki atlög-
ur að fólki, særi það meira eða
minna og drepi stundum.
Kona hafnarstjórans tók fyrst eft-
ir liáskanum: þegar hún snemma
morguns var komin fram á gang á
leiðinni til að sópa snjóinn frá úti-
dyrunum, heyrði hún mikinn blást-
ur og urr gegnum bréfarifuna.
Kennarinn frétti það frá börnun-
um, sem voru yfir sig æst þegar þau
komu i skólann. Á leiðinni þangað
höfðu þau tekið eftir einhverjum
livitum skrimslum.
Öskukarlarnir urðu hins sama
varir þegar er þeir hófu hringferð
sína um staðinn til að liirða það,
sem safnazt hafði fyrir i sorptunn-
unum. Hvítabirnirnir voru komnir,
rétt einu sinni!
Náttúruverndararnir færa fram á
nióti, að livítabirnir séu ein þeirra
fjölmörgu dýrategunda, sem nú eru
i bráðri útþurrkunarhættu. Nú eru
í hæsta lagi um sex þúsund ísbirnir
í heiminum, og alþjóðasamkomu-
lag liefur náðst um friðun þeirra.
Því samkomulagi hefur meira að
segja að miklu leyti verið hlýtt, svo
að hvitabirnirnir eru upp á siðkast-
ið farnir að gerast gæfir og óhrædd-
ir við menn.
Það sem laðar bangsana að
Churchill eru sorpliaugar staðar-
ins. Þessi gamla bækistöð loðdýra-
veiðimanna er einmitt i þjóðbraut
isbjarnanna, sem þeir efalaust liafa
þrætt í óræðan aldur löngu áður en
nokkurt mannkyn upphófst i'Ame-
ríku. Á sumrin halda birnirnir til
inni í landi, og færa sig á haustin
út á Hudsonflóann, þegar hann
leggur, og herja þá á selina við önd-
unaropin. En stundum, þegar þess-
ir hvítu risar koma út að strönd-
inni, er isinn á flóanum enn ekki
orðinn bjarnheldur, svo að þeir
verða að doka við um stund. Á ])ess-
um biðtíma sverfur gjarnan að þeim
sultur, því að á ströndinni er heldur
fátt til fanga. Dragast þeir þá gjarn-
an að sorphaugunum, en livíta-
björnum verður um flest annað
frekar brugðið en matvendni. En
þar sem þeir vegna friðunarinnar
eru að mestu hættir að óttast mann-
fólkið, er þeir farnir að ganga á það
lagið að leita inn í bæinn sjálfan,
hvaðan matarlyktin úr eldhúsum
bæjarbúa angar lokkandi á móti
þeim. Þeir snudda við húsdyr,
mölva glugga, ryðjast inn og liafa
jafnvel komizt upp á lagið með að
opna kæliskápa.
Mannskapurinn i Churchill hef-
ur að vísu vanizt bjarndýrunum að
vissu marki og lcann á þeim lagið
nokkuð svo. Þegar dýrin láta siá
sig í bænum, eru þau fönguð og
flutt langt í brott. En venjulega eru
Framhald á bls. 44.
3. TBL. VIKAN 9