Vikan - 18.01.1973, Síða 37
það með handahreyfingum.
Þá kom i ljós út úr lestinni vera,
sem sló hann furðu. Hún var i
ferskjulitum búningi og hélt á
blárlri fatatösku, og hreyfipgar
hennar, er hún gekk i áttina til
þeirra eftir brautarpallinum,
voru tigulegar og þokkafullar.
Hann hafði átt von á að hún væri
klaufaleg, jafnvel kauðaleg,
litlaus bókaormur. Nú kom i ljós
að hún var Ivið hærri, miklu
grennri og miklu siður tevtónsk
útlits en móðir hennar. Hún var
ekki heldur alveg ljóshærð sem
móðirin.
Hann varð ekki siður hissa er
þær heilsuðust. Þær hvorki tókust
I hendur né kysstust, og gagn-
kvæmur fjandskapurinn i fram-
komu þeirra var næstum
áþreifanlegur.
„Þetta er Trúdi, herra
Graham.”
„Gaman aö hitta yður, herra
Graham,” sagði stúlkan.
„Góðan daginn,” sagði hann.
„Má ég halda á töskunni yðar?
Viö erum á bil.”
„Mjög fallegt af yður.”
Hann varð enn einu sinni furðu
sleginn, i þetta sinn vegná þess
hve góð enskan hennar var.
Honum kom ennfremur á óvart
hlýjan i brosi hennar, er hún
brosti til hans.
Hann kom töskunni fyrir i
farangursgeymslunni og hélt
siðan opnum fyrir henni aftur-
dyrum bilsins. En hún settist ekki
inn, heldur sagði: „Er yður sama
þótt ég sitji fram I? Mér hættir
til að fá bilveiki ef ég sit aftur i.”
„Fyrir alla muni.”
Það næsta sem hann heyrði var
næstum heiftarlegur skellur er
móðir hennar lokaði á eftir sér
afturdyrunum.
Hann hélt siðan opnum fram-
dyrunum og stúlkan settist inn.
Hann settist inn lika, ræsti vélina
og sagöi siðan: „Vegurinn sem
við ókum hingað er beinlinis
hræðilegur. Ég hef varla kjark til
að fást við hann aftur. Eigum við
að fara tilbaka meðfram
vatninu? Hvaö segið þér um það,
frú Hauptmann?”
„Eins og þér viljið.”
Þegar hér var komið, gaf
stúlkan honum undarlegt augna-
tillit, likt og hún hefði oröið ein-
hvers vör en tryöi þvi ekki. Hann
botnaöi ekkert I þvi, og tókst ekki
að skilja það fyrr en nokkru siðar.
Hann hélt áfram að fúrða sig á
henni sem þau óku gegnum
akasiuskóginn meðfram vatninu.
Hún skvaldraði stöðugt, frekar
hátt, og virtist alveg eins og
heima hjá sér. Vatnið sindraði i
miðdegissólinni. Óleöndrurnar,
rjómalitar, bleikar og hvitar,
stóðu enn i miklum blóma. Hvað
'eftir annað fór stúlkan aðdáunar-
orðum um það sem fyrir augu
bar, en frú Hauptmann sagöi ekki
aukatekið orð.
Þegar þau stigu út úr bilnum
viö hóteliö, sagði hann:
„Ættum við kannski að fá okkur
drykk fyrir hádegisverð?”
„Ekki ég,” sagði frú
Hauptmann. „Ég er frekar
þreytt.”
Stúlkan sagði: „Dásamleg hug-
mynd. Ég er að deyja úr þorsta.”
Frú Hauptmann yfirgaf þau að
bragöi og án þess að hafa um það
fleiri orö, og þau Graham og
stúlkan tóku sér sæti á verönd
hótelsins. Hann lyfti hendi til að
benda þjóninum og spurði:
„Hvað viljiö þér drekka, ungfrú
Hauptmann?”
„Ó! Eitthvað mikið og kalt.”
„Kannski cinzano með is og
sóda?”
„Það væri frábært. Og meðal
annarra orða, þá heiti ég ekki
Hauptmann.”
1 þetta sinn varð hann svo hissa
að honum varð orðfall.
„Nafnið er Johnson. Ég er ensk
að hálfu, sjáið þér.”
Hann brautheilann um öll þessi
undarlegheit meðan hann
boröaði, og það gerði hann á ver-
öndinni, aleinn. Stúlkan sat lika
ein. Frú Hauptmann lét ekki sjá
sig.
Þegar hann var búinn að borða,
gekk hann til stúlkunnar og
sagði: „Þér mynduð kannáki
vilja drekka kaffi með mér? Við
gætum drukkiö það i garðinum.
Það er heldur fallegt þar niðri-
frá.”
„Þakka yður fyrir. Ég þigg
það.”
Þegar þau voru komin niður i
garðinn, spurði hann: „Hvort
viljið þérsitja i sól eða forsælu?”
„1 forsælunni, held ég. Það er
orðið nokkuð heitt.”
Þegar þjónninn loksins kom
með kaffið, setti hann það á eitt
steinborðanna undir vinviðar-
þekjunni. Jörðin, borðið og stein-
sætin voru stráð föllnum vin-
berjum, sem minntu á smá dökk-
purpurarauð egg.
Stúlkan tók upp eitt berið og
þrýsti þvi aö vörum sér eins og
hún væri að kyssa það, nákvæm-
lega eins og móöir hennar og
tuggði það siðan og kingdi þvi,
húð, ávaxtakjöti, kjarna, öllu.
Þegar hann horfði á hana gera
þetta, greip hann hlý tilfinning
þess eðlis.að honum virtist þau
nálgast hvort annað. Hann sagði:
„Þau eru frábærlega bragðgóð.
Og ilmgóð eftir þvi.”
„Já,” sagöi hún og varir
hennar voru purpuralitaðar.
Hann fékk ekki af sér aö ræöa
nafn hennar og sagði að lokum
þess i stað: „Móöir yðar kom ekki
til hádegisverðar. Ég vona að hún
sé ekki lasin.”
„Ég myndi ekki hafa áhyggjur
af henni,” svaraöi stúlkan svo
kæruleysislega að nálgaðist fyrir-
litningu.
Eftir að þau höfðu setið saman i
hálftima, dreypt á kaffi og rabbað
um allrahanda smámuni, sagði
hún skyndilega: „Ég held eftir
allt saman að ég fari i sólbaö. Það
er skömm að nota sér ekki sólina.
Viljiö þér hafa -mig afsakaða
meöan ég skrepp og skipti?”
Hún gekk inn I hótelið og kom
aftur eftir tiu minútur eða svo, þá
1 sólbaðfötum i tvennu lagi, teygði
úr sér i einum legustólanna, sem
hótelið lagði til, og sneri andlitinu
móti sólinni. Fullkomleiki
vaxtarfegurðar hennar greip ’
hann sterkum tökum. Brjóst
hennar voru stinnog þykk, naflinn
eins og einstaklega snotur snigil-
bobbi, likaminn allur brúngullinn
af sól.
„Þér hafiö sannarlega kunnað
að nota yður sólina,” sagði hann.
„Ó, ég hef heldur ekki dregið af
mér við það.”
„Það fer vel á þvi. Slikur likami
verðskuldar það.”
„Þakka yöur fyrir. Ég fagna
þvi að finna náð fyrir augum
yðar.”
Hún lokaði augunum. Þannig lá
hún i makindastellingum i
tuttugu minútur eða svo, settist
svo skyndilega upp, tók flösku
með sólaroliu upp úr handtösku
sinni og fór að smyrja á sér hand-
leggina, fæturna og lærin, unz allt
þetta gljáði i sólskininu.
„Þá er að snúa steikinni við,”
sagði hún. „Væri yður sama þótt
þér smyrðuð á mér bakið?”
„Ekkert væri mér kærara.”
Hægt og af alúð, svo aö jaðraöi
við ástleitni, núði hann oliunni i
bak hennar og herðar og siðan
aftan á iærin. Þegar lófi hans
fyrst snart læri hennar gaf hún
frá sér djúpt andvarp, leit um öxl
og horfði á hann lengi og
vandlega. Það augnaráð var ekki
heldur laust við ástleitni.
„Ég ætla að vona aö ég geri
þetta þolanlega,” sagði hann.
„Þér eruð sérfræðingur i þessu,
alveg ákveðið.”
„Þakka yður fyrir.”
„Og mjög nærfærinn.”
Hann strauk niður eftir öllum
hægri fótlegg hennar og hún brást
við þvi með þvi að segja: „Það er
i sannleika mjög ánægjulegt að
hitta fyrir hérna einhvern eins og
yður. Þegar ég var hér siðast,
varð ekki þverfótað fyrir út-
troðnum strengbrúðum. Ekkert
nema Þjóðverjar. Hælasmellir,
hneigingar, gönguferðir i
fylkingum og brids — bö”.
„Nú, þér hafið verið hér áöur?
En það er nú eitthvað af
Þjóðverjum hér lika núna.”
„Hvilikur munur á
Englendingum og Þjóðverjum.”
„Milljón milur.”
„Sérðu nokkuð germanskt við
mig?”
„Ekki hið minnsta. t minum
augum eruð þér hreinn
Englendingur.”
„Ég get ekki lýst þvi hve vænt
mér þykir um það.”
Nú virtist upp runniö rétta
andartakið til að færa móður
hennar aftur i tal, og hann sagði:
„Ég átta mig ekki alveg á
hvernig það er með móður yðar.
Hvernig stendur á þvi að hún
heitir Hauptmann og þér.......?
„Þau faöir minn voru ekki
hjón.”
„Mér þykir leitt að ég skyldi
angra yður.”
„ó, mér er alveg sama.”
„En samt skyldi maður ætla að
nafn yðar væri Hauptmann.”
„Ég vil heldur bera nafn föður
mins.”
Aftur varð honum orðfall af
undrun og hann ákvað fella niður
þetta tal.'
Hún var á öðru máli. „Hann var
blaðamaður. Hann starfaði i
Miinchen fyrir striöið. Og
svo . . . .” Hún þagnaði I miðri
setningu, velti sér hægt við og
lagðist á bakið.
„Hvað ætluðuð þér að segja?”
spurði hann.
„Ó. Hún drap hann. Annað var
það ekki.”
„Hún hvað?”
„Það sakar ekki að þér smyrjið
mig svolitið betur að framan, ef
þér hafið ekkert á móti þvi,”
sagði hún og brosti aftur til hans,
lengi og ástleitið. „Hafið þér
verið að daðra við hana? Móður
mina, á ég við.”
„Við erum orðnir allgóðir vinir,
held ég megi segja.”
„Gleymið þvi ekki að hún er
ekkja. Og ekkjur þurfa sitt.”
Hann hló. „Sem snöggvast
heyrðist mér þér segja allt
annað.”
„Nei, ég sagði þetta. Þarfir.
sem eiga sér mjög djúpar rætur.”
Hann strauk yfir axlir henni og
siöan yfir kviðinn. Brúnguliinn
ljóminn af hörundi hennar i
björtu siðdegissólskininu heillaði
hann svo að honum varð illilega
hverft við, er skuggi féll á þau.
Hann leit um öxl og sá að það var
frú Hauptmann, sem skyggði
fyrir sólu.
„Ég harma að trufla þig við
störfin, en þú varst búinn að lofa
að fara með mig i ökuferð
klukkan fjögur.”
Skyndilega varð honum ljóst að
hann var i gildru. Hann var ófær
um að þræta eða neita. Og honum
til innilegrar gremju brosti frú
Hauptmann og sagði: „Ég beið
eftir þér á veröndinni. Klukkan er
þegar tiu minútur yfir.”
„Ég ætla fyrst að þvo mér um
hendurnar.”
Hann stikaði af st*aö til
hótelsins, fas hans fremur rudda-
legt. Hann kannaðist fúslega við
að hann var úr jafnvægi........
Sem þau frú Hauptmann óku
eftir ströndinni hinumegin
3. TBL. VIKAN 37