Vikan - 18.01.1973, Síða 48
ISILFRUDUM BURBARSTÓL
UG HVITUM MERCEUES
Guru Baba og kona hans eru setzt á aðra vogarskálina, en verið er að
stafla búntum af peningaseðlum á hina.
Hjónin setja sig í bænarstellingar, um leið og vogarskálin með þeim
lyftist.
Nirankari nefnist einn af óteljandi sértrúar-
flokkum í Indlandi, og nefnist leiðtoginn
Guru Baba. Hann segir allt fjármagn á jörðu
eign Guðs, og lætur svo lítið að veita því
sjálfur viðtöku fyrir hönd hins almáttka.
Þeir hafa Jesúm og Múham-
eð í jafnmiklum hávegum, og
biðja knéfallandi jafnt til
Búdda og Jehóva í kirkjum,
hofum og pagóðum. Hér er um
að ræða nýjan trúflokk ind-
verskan, sem kallast Niran-
kari. Raunar telja áhangendur
trúarflokksins sig tilheyra öll-
um trúarbrögðum veraldar
jafnt, á þeim forsendum að
kenningar þeirra allra séu í
eðli sínu eins. Téður trúar-
flokkur telur nú um fimm
milljónir meðlima.
Nú fyrir skömmu héidu
Nirankari mestu trúarhátíð
sína til þessa. Hún fólst meðal
annars í því, að á Ramlila-
torgi í Nýju-Delhi tóku tvö
hundruð og fimmtíu þúsund
safnaðarmeðlimir þátt í fjölda-
leikfimi, en lásu þess á milli
upp úr kvæðum og heimspeki-
ritúm, sungu guðrækileg ljóð
og vógu að lokum leiðtoga sinn
og konu hans á móti peninga-
seðlum, unz jafnvægi fékkst.
Þetta hefur leiðtoginn, Baba
Gurbachan Singh Ji Marharai,
sjálfsagt tekið upn eftir leið-
toga fsmaelíta, Aga Khan, en
hann hafði nú skíra gull og
gimsteina til mótvægis við sinn
akfeita skrokk. Þessi serimon-
ía borgar sig áreiðanlega fvrir
hinn fróma leiðtoga, því að
sameiginlega vega þau hiónin
— frúin nefnist Kulwant Kaur
— um hundrað og siötíu kíló.
Á vogina á móti þurfti um sex
bundruð og fimmtíu þúsund
rúpíur, áður en vogarskálin,
s°m þau hiónakornin sótu í,
hófst frá jörðu. Sú upphæð
mundi samsvara rúmum níu
milljónum íslenzkra króna.
Þessu fjármagni höfðu áhang-
endur trúarflokksins skotið
saman, og hafa þó að jafnaði
ekki nema sem svarar sex þús-
und krónum í árstekjur.
Leiðtoginn, sem í daglegu
tali er kallaður Guru Baba, er
náfrændi spámanns að nafni
Baba Boota Singh, sem stofn-
aði trúflokkinn. Hann hefur
ekki ennþá gefið hinum trúu
og fórnfúsu áhangendum til
kynna, hvernig hann ætli að
verja fjármagninu, sem safnað-
ist. En geta má þess að leiðtog-
inn hyggur á langar utanlands-
reisur til að boða framandi
þjóðum fagnaðarerindi sitt, og
eitthvað koma þau ferðalög til
með að kosta. Þá verður ekki
annað sagt en Guru Baba lifi
í vellystingum praktuglega, sef-
ur til dæmis í rekkju, sem gerð
er úr skíra silfri.
Nirankari vex stöðugt fylgi.
Þeir telja sig alþjóðlega hreyf-
ingu. Grundvallarkennisetning-
ar þeirra eru: Líkami, sál og
eignir hvers meðlims tilheyra
Guði, ritningar og spámenn
allra trúarbragða eru metnir
jafnt, enginn má sæta misrétti
fyrir sakir trúarskoðana, hör-
undslitar, uppruna, mataræðis
eða klæðaburðar.
Ekki virðist lúxuslifnaður
spámannsins draga neitt úr
virðingu Nirankari fyrir hon-
um, þvert á móti ýta þeir held-
ur undir óhófið en hitt. Ind-
verskir tilbiðjendur hans gáfu
honum nýlega silfraðan burð-
arstól, sem hann notar til að
láta bera sig út í bílinn sinn,
þegar hann skreppur í ökuferð.
Billinn, sem er hvítur Merced-
es 280 SL, er gjöf frá velunnur-
um spámannsins í Cinsinnati í
Bandaríkjunum. ☆
48 VIKAN 3. TBL.