Vikan - 08.03.1973, Síða 32
Skuggagil
Þaö var dauf birta af kertaljósi
á tröppunum. Ég þaut upp
stigann, enn berfætt, og var fegin
þvi, þvi að ég gat gengið
hljóðlaust um, og ég fór að athuga
herbergin. Ég hafði enga
hugmynd um, hvert þeirra mundi
iiggja að Ibúð Pollýar frænku, en
ég ætlaði að halda áfram að leita
þangað til ég fyndi hana - eða
Polly kæmi aftur, - hefði þaö þá
verið hún, sem gerði þessa dynki.
Ennþá hélt ég, að það væri hún.
Eg opnaði hverjar dyrnar eltir
aðrar en fann ekki annaö en
snyrtileg, loftgóð herbergi, en
enginn maöur var i neinu þeirra.
Þá kom ég aö dyrunum i
endanum á ganginum. Ég
stanzaði, en aöeins augnablik, þvi
að ég haföi ákveðið, að nú væri
tfmi til kominn, aö ég hitti Polly
frænku og sæi herbergin, sem hún
lokaði sig inni i. Ég seildist til og
sneri lásnum og þegar dyrnar
opnuðust, gat ég fundið þennan
einkennilega þef, sem gefur til
kynna, aö það hafizt einhvér viö.
Ilmefni, dauf matarlykt og meira
að segja fannst mér þarna votta
fyrir vindlingareyk.
Ég lokaði á eftir mér og gekk
gegn um setustofuna, sem var
miklu stærri en min. Ég hélt
kertinu hátt til þess að fá sem
bezt útsýni yfir stofuna.
Þarna voru falleg húsgögn,
flest dökkrauö, jafnvel teppiö,
sem var á gljáfægðu gólfinu.
Stólar og setbekkir voru fóðraðir
fallegu damaski, og þarna voru
margar bækur og 'timarit. öll
hugsanleg þægindi voru þarna.
Ég gekk út setustofunni og inn i
svefnherbergið. Fyrst leit ég á
rúmið, sem tekiö hafði verið ofan
af en var autt. Þung ilmefna-
stybba var þarna. Ég gekk yfir aö
skrifborðinu, og sá þá ástæöuna.
Þarna stóðu mörg ilmvatnsglös,
en flest tapþalaus. Polly frænka
virtist ekki neitt hirðusöm. Ég
opnaöi dyr, þvi aö ég var að leita
að einhverjum öðrum útgangi úr
þessari ibúð. En þar var ekki
annaö en baðherbergi og svo fata-
skápar, fullir af dýrum fatnaði,
og' sumt af honum virtist aldrei
hafa veriö notaö. Af einbúa aö
vera, virtist Polly frænka ekki
vera neitt nizk. Það sást bezt á
þessum dýru ilmefnum og svo
fatnaðinum. Hún virtist hafa
allverulegar tekjur.
Fleira upplýsti þetta mig ekki
um Dolly frænku og nú fór ég aö
veröa hrædd um, að hún færi að
koma. Ég fór gegn um ibúðina,
lokaði mig úti, lagði hurðina
varlega aftur og gekk að
stiganum við endann á langa
ganginum. Ég var ekki komin
nema nokkur skref þegar ég
heyrði létt fótatak og brakið i
silki. Ég sá blaktandi skuggana
frá kertaljósinu. Ég fór inn um
dyrnar á næsta herbergi, opnaði
og slökkti á kertinu minu. Ég
skildi dyrnar nægilega opnar til
þess að geta grillt i hvern, sem
kynni aö fara framhjá, enda þótt
ég þættist viss um, að þaö gæti
enginn annar verið en Polly
frænka. Mig langaði afskaplega
til að sjá framan I hana.
Ég haföi nú ekki tekið alvarlega
þetta, sem Bridey sagði, aö Polly
væri alls ekki gömul. Þessvegna
var ég ekki undirbúin viðbrigðin
af aö sjá Polly frænku i fyrsta
sinn,
Kertaljósið lýsti vel á andlitið á
henni og ég sá, að hún var mjög
fögur kona. Andlitið var
sporöskjulagað meö reglulegum
dráttum, með stór augu, sem
virtust stara beint fram fyrir sig.
Hún var með svart hár, sem náði
niöur fyrir mitti og hún var i
rauðum taftkjól, sem skrjáfaði
við hverja hreyfingu likamans.
Vöxturinn var grannur og
fallegur.
Allt virtist bera vott um fagra
konu, nema hreifingarnar. Hún
virtist vera slyttisleg og óviss um
Sjjlfa sig, og þegar hún var
kornin framhjá mér, hélt hún
áfram eftir ganginum og ég tók
eftir þvi, að hún slagaöi dálltið.
Ég taldi hana vera svo sem
hálffertuga - áreiðanlega ekki
eldri. Ég gat ekki séö, að hún
liktist nokkra vitund móður minni
en annars 'var það ekkert
undarlegt, þvi að náfrænkur
þurfa ekki endilega að vera likar.
Það má vera undarlegt,
hugsaði ég með mér, aö svona
fögur kona skulj helzt vilja vera á
ferli á nóttunni, þegar enginn sér
hana og lifa lifi einsetumanns, en
vilja samt eiga svona skrautlegan
fatnað og kaupa rándýr ilmefni
og yfirleitt láta’allt eftir sér en
útiloka sig samt frá öllu
mannlegu samfélagi. Var þetta
sjúkdómur? hugsaöi ég meö mér.
Eða geöveiki? Eða bara einhver
afskapleg hræðsla viö fólk?
Kannski lika óslökkvandi hatur.
Jæja, ég haföi þá aö minnsta
kosti séð Polly og var ekkert
hrædd viö hana framar, þvi að
vissulega virtist hún sauð-
meinlaus. Nú haföi ég ekkert ljós
lengur. en ég þurfti ekki annað en
ganga eftir beina ganginum, sem
lá að stiganum. 1 stiganum var
eins og áður, dauft ljós, sýnilega
haft þar hennar vegna og nætur-
flakks hennar. Ég fór beinustu
leið aftur i herbergið mitt og fór i
rúmið og nú alls óhrædd.
Nú var stóra húsið algjörlega
þögult. öllu næturflakki var lokiö.
En ég velti þvi fyrir mér, hvort
einhversstaðar hér innanhúss -
kannski örskammt frá mér - væri
einhver, sem sæti um lif mitt. Er.
ég vildi ekki hugsa um það. Ég
hafði losnað viö eitt hræðsluefniö
úr huganum, sem sé Polly
frænku. Ég var ekki lengur hrædd
við hana. Ég hafði séð hana. Hún
var manneskja, alveg eins og ég.
Ég stundi syfjulega og hugsaði
um Mike, og ást hans á mér. Það
nægði til aö róa og hugga mig. Ég
var fljót að sofna.
17. kafli.
Ég vaknaði þegar Bridey barði
að dyrum og sagði henni hálf-
sofandi að koma inn.
- Góöan daginn, ungfrú! sagði
hún glaöklakkalega og kætin i
henni fyllti herbergið. Hún bar
morgunverðarbakka og nú var
hún oröin leikin i þvi. - Og nú er
fint veður. Og það ætti það lika
sannarlega að vera eftir þessa
hræöilegu dembu, sem hélt fyrir
mér vöku mestalla nóttina.
- Ekkert heyröi ég, varö ég að
játa.
- O, þessar llka þrumur og
eldingar. Ég hélt, að himinninn
ætlaði aö hrynja yfir okkur. Ekki
skil ég, hvernig þér hafiö getaö
sofið fyrir þvi. Hún setti bakkann
á rúmið, stóð siöan meö hendur á
siðum og horfði á mig glettnis-
lega. En nú skil ég það. Augun i
yöur eru bliðleg og ljómandi. Er
það ungi maðurinn yðar.
Ég brosti og minntist gær-
kvöldsins. - Rétt til getiö, Bridey.
- Og er það alv.ara? Engar
efasemdir eða vafi?
- Nei, engar Bridey. En þá
mundi ég eftir öllum
hryllingnum, sem ég haföi orðið
fyrir og ég fann alveg, að ég
fölnaöi upp.
- Er eitthvað aö, ungfrú? flýtti
Bridey sér að spyrja.
- Nei, ekkert, sagði ég og hristi
af mér hræðsluna. Ég ætlaöi ekki
aðfara aö segja henni, hvað fyrir
mig kom i gærkvöldi. Aö minnsta
kosti ekki fyrr en ég var búin aö
tala viö móður mina.
- Það er verst, að þú skyldir
vera að koma upp meö matinn,
Bridey. Ég ætlaði einmitt að
borða meö móöur minni i dag,
sagði ég, þvi að mér lá á að segja
henni frá þvi, sem gerðist.
kvöldinu áður.
- Já, en hún móöir yðar er veik,
sagði Bridey i samúðartón. Frú
Voorn er inni hjá henni núna.
32 VIKAN 10. TBL.